Lýsing verkefna á árinu 2023

Dalvíkurlína 2 – ný flutningslína

Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu sem mun hljóta nafnið Dalvíkurlína 2 (DA2). Línan verður lögð sem jarðstrengur alla leið frá Rangárvöllum að Dalvík. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfið.
Dalvíkurlína 2 mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tryggja orkuafhendingu til Dalvíkur sé horft til veðuraðstæðna. Í desember 2019 gekk mikið óveður yfir landið, þá sérstaklega Norðurland þar sem yfir 30 möstur skemmdust og voru Dalvík og nærsveitir rafmagnslaust dögum saman.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets, en hlutverk endurnýjunaráætlunar er að hámarka afhendingaröryggi í flutningskerfinu og að tryggja samfellu í endurnýjun núverandi eigna í flutningskerfinu og lágmarka þannig uppsafnaðan vanda vegna endurnýjunarþarfar. Meginmarkmið verkefnisins er að viðhalda afhendingaröryggi á Dalvík, og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að lagningu nýs 66 kV jarðstrengs, um 41 km og mun bera heitið Dalvíkurlína 2. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirkinu á Rangárvöllum að tengivirki á Dalvík.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem best uppfyllir meginmarkmið framkvæmdarinnar ásamt markmiðum raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
FT3-208.PNG

Tafla 3-208 : DA2 – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-208 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið framkvæmdarinnar um aukna orkuafhendingu ásamt því að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3-66 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í töflum Tafla 3-223 og Tafla 3-224.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 66 kV jarðstrengs milli Rangárvalla og Dalvíkur.

Raflína

FT3-209.PNG

Tafla 3-209 : DA2 – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-64 : DA2 – einlínumynd með Dalvíkurlínu 2

Mynd 3-64 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Norðurlandi með Dalvíkurlínu 2 inni.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-210.PNG

Tafla 3-210 : LT2 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist vorið 2023 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2024.

DA2_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna tengingar Dalvíkurlínu 2 milli Rangárvalla og Dalvíkur.
FT3-211.PNG

Tafla 3-211 : DA2 – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-212.PNG

Tafla 3-212 : DA2– fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-213.PNG

Tafla 3-213 : DA2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-213 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í lægsta flokki sökum þess að afhendingarstaðurinn er aðeins tengdur með einni flutningslínu. Grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing á einni einingu í kerfinu getur valdið talsverðum óstöðugleika og skerðingum á álagi. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn næstlægsta þar sem línan liggur ekki á áhrifasvæði skv. Náttúruvár korti frá Veðurstofu Íslands. Hins vegar hefur núverandi loftlína orðið fyrir barðinu á seltu og ísingarveðrum eins og sást í óveðri í desember 2019.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-214.PNG

Tafla 3-214 : DA2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-214 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostsins á Tvítengingu afhendingarstaða metin í hæsta lagi. Ástæður þess eru þær að ný flutningsleið bætist við inn á svæðið í öllum þremur valkostum. Stöðugleiki mun einnig aukast talsvert við framkvæmdina sökum þess að líkur á skerðingu álags á svæðinu minnka umtalsvert. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin nokkuð há fyrir valkosti 2 og 3 þar sem jarðstrengir verða ekki fyrir áhrifum veðurs en áhrif valkosts 1 eru metin lág þar sem loftlína breytir ekki núverandi ástandi.

Áreiðanleiki afhendingar

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-215.PNG

Tafla 3-215 :DA2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-215 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í miðlungs flokki vegna þar sem flutningstakmarkanir eru einungis í skertu kerfi. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið í lægsta flokki þar sem ótiltæki eininga kallar á skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er hins vegar metið nokkuð lágt þar sem truflanir valda skerðingum á flutningi, bæði forgangs- og skerðanlegs álags.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-216.PNG

Tafla 3-216 : DA2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-216 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif allra valkosta á Flöskuhálsa eru metin talsverð eða mikil, þar sem ný flutningslína að Dalvík mun hækka núverandi flutningstakmörk, þá sérstaklega í skertu kerfi. Áhrif á Ótiltæki er töluvert fyrir alla þrjá valkosti þar sem ótiltækistuðlar lækka töluvert frá núverandi kerfi. Áhrif allra þriggja valkosta á Áreiðanleikastuðla eru metin töluverð þar sem tvöföld tenging er komin milli Rangárvalla og Dalvíkur.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-217.PNG

Tafla 3-217 : DA2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-217 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Rangárvelli og Dalvík en það er metið frekar lágt þar sem skammhlaupsafl er lágt á svæðinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið miðlungs þar sem spennusveiflur myndast við truflun á byggðalínunni. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið hátt og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er á milli 1 og 1,05 pu á afhendingarstöðum á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-218.PNG

Tafla 3-218 : DA2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-218 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Kerfisstyrk metin miðlungs en skammhlaupsaflið á Dalvík hækkar um 40-50%. Áhrif valkosta 1 og 2 á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin nokkuð há þar sem greiningar sýna að spennusveiflur verða minni. Fyrir valkost 3 eru miklar líkur á að spennuþrep fari yfir 5% við spennusetningu. Áhrif valkosta 1 og 2 á afhendingarspenna/vikmörk eru metin mikil þar sem kerfið umhverfis Dalvík styrkist og afhendingarspenna ekki eins háð einstaka línum/virkjunum. Áhrif valkosts 3 á afhendingarspennu/vikmörk eru neikvæð þar sem rekstrarspennan á Dalvík og Sauðárkróki vegna launaflsáhrifa frá jarðstrengnum.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-219.PNG

Tafla 3-219 : DA2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-219 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Flutningstöp voru reiknuð í núverandi 66 kV loftlínu, DA1. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar er metið lágt. Ástæða þess er að skerða þarf alla notendur við einfalda truflun í 66 kV kerfinu. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið miðlungs þar sem mögulegt er að bæta við nýjum virkjunum á svæðinu, þó minni en 30 MW.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-220.PNG

Tafla 3-220 : DA2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-220 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin nokkuð há fyrir alla þrjá valkosti þar sem flutningstöp helmingast við tengingu jarðstrengsins. Áhrif allra þriggja valkosta á Truflanir og skerðingar metin töluverð há. Ástæða þess er að truflanir á Dalvík minnka talsvert við framkvæmdina óháð valkosti. Áhrif valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana eru metin miðlungs há þar sem flutningsgeta frá núverandi virkjunum eykst ásamt því að möguleiki er fyrir nýja orkuvinnslu á svæðinu.

Hagkvæmni

Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.

FT3-221.PNG

Tafla 3-221 : DA2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-221 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta metið lágt. Ástæða þess sú að rýmdin á svæðinu er undir 100%.. Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið miðlungs þar sem lítið er um keyrslu varaaflsvéla á svæðinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Aukning flutningsmagns er metið miðlungs þar sem möguleikar til aukningar raforkuflutnings inn á svæðið eru takmarkaðir.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-222.PNG

Tafla 3-222 : DA2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-222 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif allra þriggja valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda metin töluverð há og er ástæða þess að allir valkostirnir hafa það í för með sér að flutningstakmarkanir á svæðinu verða hverfandi og því ólíklegt að grípa þurfi til annara orkugjafa. Keyrsla varaaflsvéla er óbreytt frá grunnástandi. Áhrif allra valkosta á matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta eru meðal vegna þess að allir þrír valkostirnir hafa bein áhrif á mögulega aflaukningu í kerfinu.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-65.png

Mynd 3-65 : DA2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1

FM3-66.png

Mynd 3-66 : DA2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

FM3-67.png

Mynd 3-67 : DA2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 3

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

FT3-223.PNG

Tafla 3-223 : DA2 – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-223 inniheldur mat á því hvernig valkostir samræmast stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, en samkvæmt henni ber að meta jarðstrengskosti í landshlutakerfum raforku.

Metið var hvernig framkvæmdin samræmist við almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

FT3-224_a.PNG
FT3-224_b.PNG

Tafla 3-224 : DA2 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-224 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Aðalvalkostur, jarðstrengur milli Dalvíkur og Rangárvalla, er talin líklegur til að hafa óveruleg á umhverfisþætti. Valkostur 1, sem felur í sér loftlínu sömu leið, er líklegur til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, landnýtingu og ferðaþjónustu.

Valkostur 3, jarðstrengur frá Dalvík að Sauðárkróki, fer að hluta yfir óraskað svæði og þarf óhjákvæmlega að fara yfir verndarsvæði og er líklegur til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, jarðminjar, lífríki og vatnsvernd. Allir valkostir eru líklegir til að hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu.

FM3-68.png

Mynd 3-68 : Samantekt um áhrif Dalvíkurínu 2 – Aðalvalkostur . Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Sjá nánar í umhverfisskýrslu.

Niðurstaða valkostagreiningar

Alls hafa þrír valkostir um Dalvíkurlínu 2 verið metnir. Þegar horft er til þess hvernig þeir uppfylla markmið raforkulaga er ekki mikill munur milli valkosta 1 og 2 á því hve áhrif þeirra eru á fyrirfram skilgreinda mælikvarða og því erfitt að byggja val á aðalvalkosti eingöngu á því. Valkostur 3 hins vegar kemur ekki vel út þegar gæði raforku eru metin. Valkostur 2 er einnig talinn uppfylla stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og lagningu raflína. Sé horft til stofnkostnaðar eru valkostir 1 og 2 ódýrari en valkostur 3 dýrastur enda sá strengur töluvert lengri. Áhrif allra valkosta á afhendingargetu og afhendingaröryggi er svipuð þar sem reiknað er með að nýja flutningslínan/strengurinn myndi hafa sömu flutningsgetu og núverandi lína. Skammhlaupsafl á Dalvík tvöfaldast í öllum þremur valkostum

Það er því niðurstaða valkostagreiningarinnar að sá valkostur sem bæði uppfyllir markmið raforkulaga og sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda sé valkostur 2. Hann er einnig sá valkostur sem er talinn hagkvæmastur og hefur minnst áhrif á gjaldskrár í för með sér til lengri tíma litið. Valkostur 2 snýr að lagningu 66 kV jarðstrengs milli Rangárvalla og Dalvíkur ásamt því að bæta við 66 kV rofareitum í báðum tengivirkjum. Er því valkostur 2 lagður fram sem aðalvalkostur í framkvæmdaáætlun þessari.


Breiðadalur – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum. Tengivirkið í Breiðadal er mikilvægur tengipunktur, þar sem kemur saman eina tenging Ísafjarðar og Bolungarvíkur við meginflutningskerfið um Breiðadalslínu 1, sem liggur á milli Breiðadals og Mjólkárvirkjunar. Tengivirkið var tekið í notkun árið 1986 en hefur verið til mikilla vandræða undanfarið vegna seltu, snjósöfnunar og ísingar.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets, en ástand virkisins er bágborið og er farið að vera ógnun við afhendingaröryggi á Vestjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á norðanverðum Vestfjörðum.

Framlagður aðalvalkostur

Heildarendurnýjun á 66 kV tengivirki í Breiðadal með yfirbyggðu 132 kV tengivirki með fjórum rofareitum.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er að byggja nýtt yfirbyggt 132 kV tengivirki í stað þess gamla en reka það á 66 kV. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi á norðanverðum Vestfjörðum þar sem öll fæðing inn á svæðið fer í gegnum Breiðadal.
FT3-225.PNG

Tafla 3-225 : Breiðadalur – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-225 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Nánari lýsingu á matinu má finna í Tafla 3-240, Mynd 3-71 og undirkaflanum niðurstaða valkostagreiningar.

Lýsing á framkvæmd

Framkvæmdin felst í byggingu nýs tengivirkis í Breiðadal og tengingu núverandi lína og spennis við tengivirkið ásamt niðurrifi á eldra tengivirki.

Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-69 : Breiðadalur – einlínumynd

Tengivirki

FT3-226.PNG

Tafla 3-226 : Breiðadalur – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Á ekki við.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-227.PNG

Tafla 3-227 : Breiðadalur – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á öðrum ársfjórðungi 2023 og að þeim ljúki ári síðar. Spennusetning er ráðgerð 2024 og verður frágangi við lóð lokið vorið 2024.

BRD_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar sem allir sneru að útfærslu og virkni virkisins.
FT3-228.PNG

Tafla 3-228 : Breiðadalur – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-229.PNG

Tafla 3-229 : Breiðadalur – Fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-230.PNG

Tafla 3-230 : Breiðadalur – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-230 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í lægsta flokki sökum þess að Vestfirðir tengjast meginflutningskerfinu einungis með einni tengingu alla leið til Hrútatungu. Grunnástand Stöðugleika er einnig metið lágt sökum þess hve veikt kerfið á Vestfjörðum er og truflanir tíðar. Grunnástand fyrir Náttúruvá er metið nokkuð lágt þar sem ekki er um að ræða augljósa hættu af völdum náttúrvár á áhrifasvæði framkvæmdarinnar en tengivirkið er mjög útsett fyrir veðri, sérstaklega seltu.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-231.PNG

Tafla 3-231 : Breiðadalur – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-231 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni hafa allir valkostir lítil áhrif á grunnástandið. Áhrif valkostar 1 og 2 á Náttúruvá er metið nokkuð hátt þar sem virkið verður yfirbyggt. Valkostur 3 hefur lítil áhrif á grunnástandið en þó eykst stöðugleikinn aðeins þar sem verið er að skipta út gömlum búnaði fyrir nýjan.

Áreiðanleiki afhendingar 

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-232.PNG

Tafla 3-232 : Breiðadalur – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-232 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið hátt þar sem næg flutningsgeta er á línunum út á Vestfirði miðað við notkun. Grunnástand fyrir Ótiltæki er hins vegar metið lágt þar sem ótiltæki virkisins á Breiðadal veldur algjöru straumleysi á norðanverðum Vestfjörðum. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er einnig metið lágt þar sem truflanir á Breiðadal eru mjög algengar.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-233.PNG

Tafla 3-233 : Breiðadalur – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-233 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif allra valkosta á Flöskuhálsa eru metin lítil þar sem tengivirkið hefur engin áhrif á flöskuhálsa. Áhrif á Ótiltæki eru metin há fyrir valkosti 1 og 2 en nokkuð lág fyrir valkost 3 þar sem ótiltækistuðull fyrir yfirbyggðan búnað er lægri en fyrir úti búnað. Sama má segja um áhrif valkostanna á Áreiðanleikastuðla þar sem valkostir 1 og 2 mælast betri en valkostur 3.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-234.PNG

Tafla 3-234 : Breiðadalur – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-234 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er lítið, þar sem skammhlaupsaflið á Vestfjörðum er mjög lágt. Grunnástand fyrir Spennusveiflur/spennuþrep er metið nokkuð lágt þar sem kerfið er frekar veikt og viðkvæmt fyrir rekstrarbreytingum. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið lágt og er ástæða þess sú að spennuvandamál eru ríkjandi á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-235.PNG

Tafla 3-235 : Breiðadalur – mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-235 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Kerfisstyrk, Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-236.PNG

Tafla 3-236 : Breiðadalur – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-236 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést í töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Ástæða þessa er sú að töpin á Vestfjörðum eru rétt yfir meðaltöpum í kerfinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar metið lágt þar sem þó nokkuð er um truflanir og START-kostnaður vegna þeirra er yfir meðallagi. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið nokkuð lágt og er helsta ástæða þess að kerfið á Vestfjörðum á erfitt með að keyra í eyju þannig að virkjanir á svæðinu fara út við þær rekstraraðstæður.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-237.PNG

Tafla 3-237 : Breiðadalur – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-237 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostanna á Flutningstöp og Nýtingu virkjana lítil þar sem nýtt eða endurbyggt tengivirki hefur engar kerfislegar breytingar í för með sér. Áhrif valkostanna á Truflanir og skerðingar metin há fyrir valkosti 1 og 2 og miðlungs fyrir valkost 3. Ástæða þess er að það eru minni truflanir á yfirbyggðum tengivirkjum en á útivirkjum.

Hagkvæmni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir hagkvæmni.

FT3-238.PNG

Tafla 3-238 : Breiðadalur – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-238 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið lágt og er ástæða þess að keyrsla varaafls í Bolungarvík er mjög mikil. Grunnástand fyrir matsþáttinn Rýmd í flutningskerfi er einnig metið lágt og er ástæða þess sú að rýmdin á svæðinu er undir 100%.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-239.PNG

Tafla 3-239 : Breiðadalur – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-239 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Áhrif valkostanna á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin nokkuð lág fyrir valkost 3 og er ástæða þess sú að hann bætir ástandið að einhverju leyti með nýjum búnaði en er ennþá útsettur fyrir veðri. Hins vegar munu truflanir verða mun minni fyrir valkosti 1 og 2 og þannig eru áhrif þeirra metin nokkuð há á Losun gróðurhúsalofttegunda þar sem minni truflanir minnka keyrslu varaafls. Áhrif valkosta á matsþáttinn Rýmd í flutningskerfi eru lítil vegna þar sem framkvæmdin hefur engin áhrif á mögulega aukningu í kerfinu.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-70.png

Mynd 3-70 : Breiðadalur – Mat á því hvernig valkostur 1 uppfyllir markmið raforkulaga

FM3-71.png

Mynd 3-71 : Breiðadalur – mat á því hvernig valkostur 2 uppfyllir markmið raforkulaga

FM3-72.png

Mynd 3-72 : Breiðadalur – mat á því hvernig valkostur 3 uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við þar sem einungis er um byggingu tengivirkis að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-240 : Breiðadalur - Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetið.

Niðurstaða valkostagreiningar

Skoðaðir hafa verið þrír valkostir við endurnýjun virkisins. Valkostir 1 og 2 sem er yfirbyggt nýtt tengivirki í stað þess gamla koma örlítið betur út úr samanburðinum á niðurstöðu mats á uppfyllingu markmiða raforkulaga. Ástæðan fyrir því að valkostur 2 er valinn umfram valkost 1 er sú að jarðstrengurinn í Dýrafjarðargöngum ásamt restinni af Breiðadalslínu 1 er ætlaður fyrir 132 kV spennu þ.a. ef spennuhækka á þá línu í framtíðinni er nauðsynlegt að tengivirkið í Breiðadal sé í stakk búið fyrir þá spennuhækkun. Valkostur 1 myndi kalla á aðra endurnýjun við spennuhækkun línunnar.

Það er því niðurstaða valkostagreiningar að valkostur 2 sé sá valkostur sem uppfylli öll markmið og samræmist best stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins, auk þess að vera í takt við önnur flutningsmannvirki á svæðinu hvað varðar mögulega spennuhækkun síðar.


Blöndulína 3 – ný flutningslína

Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu sem mun hljóta nafnið Blöndulína 3 (BL3). Línan er loftlína en skoðað verður að leggja hluta hennar í jarðstreng. Einnig innifelur framkvæmdin byggingu nýrra tengivirkja í Blöndu og í Skagafirði, ásamt lagningu 132 kV jarðstrengs frá nýju tengivirki í Skagafirði til Varmahlíðar. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta og auka þannig öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Framkvæmdin er mikilvægur hlekkur í styrkingu byggðarlínunnar í heild þar sem um er að ræða mikilvæga styrkingu á milli framleiðslueininga á Norðvestur- og Austurlandi.
Blöndulína 3 mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tengja Blöndustöð betur við Kröflustöð og Þeistareykjastöð og er þar með komin sterk tenging milli Norðurlands í heild sinni og Austurlands. Um árabil hafa flutningstakmarkanir og óstöðugleiki verið mikið vandamál í rekstri byggðalínunnar og eru skerðingar á orkuafhendingu farnar að vera tíðari. Stöðugleikasnið IV hefur um árabil hamlað frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Norður- og Austurlandi en með tilkomu Blöndulínu 3 er mögulegt að endurmeta sniðið þar sem Blöndulína 3 sker sniðið.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er langtímaáætlun kerfisáætlunar. Blöndulína 3 er mikilivægur hluti af nýrri kynslóð byggðalínu, sem ætlað er að tengja saman landshluta með öruggum og afkastamiklum einingum. Blöndulína 3 er sú þriðja í röðinni af línum á Norður- og Austurlandi, á eftir Hólasandslínu 3, en áætlað er að framkvæmdir við hana verði langt komnar þegar framkvæmdir við Blöndulínu 3 hefjast.
Meginarkmið með byggingu Blöndulínu 3 er að bæta flutningsgetu til þess að geta tekist á við aukna flutningsþörf í kerfinu, en línan er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Meginmarkið nýrrar kynslóðar byggðalínu er að bæta flutningsgetu meginflutningskerfisins á byggðalínusvæðinu og auka þannig afhendingargetu allra afhendingarstaða á landsbyggðinni, en Blöndulína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi (sjá nánar í langtímaáætlun). Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu í notkun á raforku á landsvísu yfir líftíma línunnar. Forsendur aukningar á raforkunotkun byggja á Raforkuspá ásamt Sviðsmyndum um raforkunotkun 2019-2050, gefin út af Raforkuhópi orkuspárnefndar. Fjallað er nánar um forsendur framkvæmda í meginflutningskerfinu í langtímaáætlun kerfisáætlunar. Einnig er það markmið með framkvæmdinni að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi gegn truflunum í orkuvinnslunni og að bæta samtengingar virkjana á Norður- og Austurlandi, ásamt því að tryggja tvær öflugar tengingar inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Til að uppfylla markmið framkvæmdarinnar er miðað við að hitaflutningsmörk línunnar verði að lágmarki 550 MVA og línan rekin á 220 kV spennu. Markmiðin eru sett með framtíðarþörf fyrir flutningsgetu að leiðarljósi, en reiknað er með 50 ára líftíma framkvæmdarinnar og horft til þess tímaramma þegar þörf á flutningsgetu er metin.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að byggingu nýrrar 220 kV loftlínu milli Blönduvirkjunar og Rangárvalla, Blöndulínu 3. Einnig verður byggt nýtt tengivirki í Skagafirði sem tengt verður við Blöndulínu 3 og 132 kV jarðstrengur lagður þaðan og út í Varmahlíð. Rangárvallalína 1 verður svo rifin niður.
Ekki hefur ennþá verið lokið við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og er vel mögulegt að niðurstaða þeirrar valkostagreiningar sem þar verður unnin skili annarri niðurstöðu en hér er lýst. Verði það tilfellið mun viðkomandi valkostur verða kynntur í næstu útgáfu framkvæmdaáætlunar, eða þá að lýsing á breyttu umfangi verði send til Orkustofnunar til kynningar.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem best uppfyllir meginmarkmið framkvæmdarinnar ásamt markmiðum raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
FT3-241_2.PNG

Tafla 3-241 : BL3 – Rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-241 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið framkvæmdarinnar um aukna orkuafhendingu inn á Norður- og Austurland ásamt því að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3-76 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í töflum Tafla 3-256 og Tafla 3-257.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið snýr að byggingu nýrrar 220 kV loftlínu milli Blönduvirkjunar og Rangárvalla, Blöndulínu 3. Einnig verður byggt nýtt tengivirki í Skagafirði sem tengt verður við Blöndulínu 3 og 132 kV jarðstrengur lagður þaðan og út í Varmahlíð. Rangárvallalína 1 verður svo rifin niður.

Raflína

FT3-242.PNG

Tafla 3-242 : BL3 – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

TM3-73.png

Mynd 3-73 : BL3 – Einlínumynd verkefnis

Mynd 3-73 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Norðurlandi með Blöndulínu 3 milli Blöndu og Rangárvalla. Einnig sýnir myndin nýtt tengivirki á Blöndulínu 3 og 132 kV tengingu frá því og til Varmahlíðar. Myndin sýnir einnig 220 kV tengingar á milli Fljótsdals og Rangárvalla, KR3 og HS3, en þær línur eru á undan Blöndulínu 3 í framkvæmdaröðinni. Rangárvallalína 1 er ekki teiknuð á myndina þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi hennar í kjölfar byggingu Blöndulínu 3.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-243.PNG

Tafla 3-243 : BL3 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrra hluta árs 2023 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2024.

BL3_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna tengingar Blöndulínu 3 milli Blöndu og Rangárvalla.
FT3-244.PNG

Tafla 3-244 : BL3 – lýsing valkosta

Valkostur 4 var einnig skoðaður en hann felur í sér hámarks lengd jarðstrengs í Blöndulínu 3 sem er svipað og í Valkosti 2 eða u.þ.b. 4-7 km. Að öðru leyti yrði Valkostur 4 alveg eins og Valkostur 3 og því er ekki talið nauðsynlegt að meta hann sérstaklega m.t.t. markmiða raforkulaga. Áætlaður kostnaður við Valkost 4 yrði um 12.980 mkr. sem er aðeins hærri en kostnaður við Valkost 3 enda er jarðstrengurinn dýrari en loftlínan.

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-245.PNG

Tafla 3-245 : BL3– fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-246.PNG

Tafla 3-246 : BL3 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-246 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í miðlungs flokki sökum þess að Blanda og Rangárvellir tengjast nú þegar flutningskerfinu með tveimur tengingum. Ástæða þess að það er ekki metið í hæsta flokki er tak¬mörkuð flutningsgeta núverandi flutningslína sem valda flutningstakmörkunum í truflanatilfellum. Það er einnig ástæða þess að grunnástand Stöðugleika er metið í næstlægsta flokki, en útleysing á einni einingu í kerfinu getur valdið talsverðum óstöðugleika sem getur komið af stað keðjuverkandi útleysingum á svæðinu. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn hár þar sem línur liggja ekki á áhrifasvæði skv. Náttúruvár korti frá Veðurstofu Íslands.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-247.PNG

Tafla 3-247 : BL3 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-247 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkostsins á Tvítengingu afhendingarstaða metin í hæsta lagi. Ástæður þess eru þær að ný flutningsleið bætist við inn á svæðið í öllum þremur valkostum. Stöðugleiki mun einnig aukast talsvert við framkvæmdina sökum þess að líkur á útleysingum vegna yfirálags munu minnka sem minnkar líkurnar á keðjuverkandi útleysingum á svæðinu. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin hátt fyrir valkostina þar sem ný flutningsvirki eru fyrir utan áhrifasvæði náttúruvár.

Áreiðanleiki afhendingar

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-248.PNG

Tafla 3-248 :BL3 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-248 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í lægsta flokki vegna flutningstakmarkana í óskertu kerfi. Grunnástand fyrir Ótiltæki er einnig metið í næstlægsta flokki þar sem ótiltæki eininga kallar á skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er hins vegar metið nokkuð hátt þar sem truflanir hafa hingað til eingöngu valdið skerðingum á skerðanlegum flutningi.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-249.PNG

Tafla 3-249 : BL3 – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-249 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif allra valkosta á Flöskuhálsa eru metin talsverð eða mikil, þar sem ný flutningslína milli Blöndu og Rangárvalla mun hækka núverandi stöðugleikamörk. Áhrif á Ótiltæki er töluvert lítil í valkostum 1 og 2 þar sem aflspennir bætist við með háan ótiltækistuðul. Áhrif á Ótiltæki er lítil fyrir valkost 3 þar sem tveir nýir aflspennar bætast við með háan ótiltækistuðul. Áhrif valkosta 1 og 2 á Áreiðanleikastuðla eru metin töluverð þar sem tvöföld tenging er komin milli Blöndu og Rangárvalla. Áhrif valkostar 3 á Áreiðanleikastuðla eru metin miðlungs, þ.e. einu þrepi lægra en aðrir valkostir þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi á RA1.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-250.PNG

Tafla 3-250 : BL3 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-250 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Blöndu og Rangárvelli en það er metið frekar lágt þar sem skammhlaupsafl er lágt á svæðinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið miðlungs þar sem spennusveiflur myndast við truflun á byggðalínunni. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið hátt og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er á milli 1 og 1,05 pu á afhendingarstöðum á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-251.PNG

Tafla 3-251 : BL3 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-251 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta 1 og 2 á Kerfisstyrk metin nokkuð há þar sem skammhlaupsaflið Blöndu hækkar töluvert, tæp 20%. Áhrif valkosts 3 á kerfisstyrk er metin miðlungs, um 12%, þar sem niðurrif á RA1 veikir kerfið. Áhrif allra valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin nokkuð há þar sem greiningar sýna að spennusveiflur verða mun minni/sjaldgæfari eftir lagningu Blöndulínu 3. Áhrif allra valkosta á afhendingarspenna/vikmörk eru metin mikil þar sem kerfið umhverfis Blönduvirkjun styrkist og afhendingarspenna ekki eins háð einstaka línum/virkjunum.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-252.PNG

Tafla 3-252 : BL3 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-252 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Flutningstöp voru reiknuð í núverandi 132kV kerfi (BL2 og RA1). Grunnástand fyrir matsþáttinn Truflanir og skerðingar er metið nokkuð lágt. Ástæða þess er að skerða þarf reglulega notendur á Norður- og Austurlandi vegna truflana á byggðalínunni og yfirlestunar á sniði IV. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið sem nokkuð lágt af þeirri ástæðu að flutningskerfið takmarkar ekki keyrslu núverandi virkjana að öllu leyti á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, en aftur á móti eru möguleikar á tengingum nýrra virkjanakosta á svæðinu takmarkaðir.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-253.PNG

Tafla 3-253 : BL3 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-253 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin nokkuð há fyrir valkosti 1 og 2 og há fyrir valkost 3 og er ástæða þess að flutningstöp fyrir valkosti 1 og 2 reiknast 2,5-3% og 2% fyrir valkost 3. Áhrif allra þriggja valkosta á Truflanir og skerðingar metin töluverð há. Ástæða þess er að truflanir í Norður- og Austurlandi munu minnka talsvert við framkvæmdina óháð valkosti. Áhrif valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana eru metin töluvert há þar sem flutningsgeta frá núverandi virkjana eykst ásamt því að möguleiki er fyrir nýja orkuvinnslu á svæðinu.

Hagkvæmni

Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.

FT3-254.PNG

Tafla 3-254 : BL3 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-254 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta metið lágt þar sem ekki er mögulegt að bæta við notkun austan Blöndu (rautt ljós á öllum afhendingarstöðum). Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið miðlungs þar sem lítið sem um keyrslu varaaflsvéla á svæðinu en vegna flutningstakmarkana hafa fyrirtæki þurft að skipta yfir í aðra orkugjafa eins og til dæmis olíu.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-255.PNG

Tafla 3-255 : BL3 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-255 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif allra þriggja valkosta á Hlutfallsleg afhendingargeta metin töluverð há vegna þess að allir þrír valkostirnir hafa bein áhrif á mögulega aflaukningu í kerfinu.

Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin töluverð há og er ástæða þess að allir valkostirnir hafa það í för með sér að flutningstakmarkanir á svæðinu verða hverfandi og því ólíklegt að grípa þurfi til annara orkugjafa. Keyrsla varaaflsvéla er óbreytt frá grunnástandi.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-74.png

Mynd 3-74 : BL3 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1

FM3-75.png

Mynd 3-75 : BL3 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

FM3-76.png

Mynd 3-76 : BL3 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 3

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

FT3-256.PNG

Tafla 3-256 : BL3 – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-256 inniheldur mat á því hvernig valkostir samræmast stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, en samkvæmt henni ber að meta jarðstrengskosti í meginflutningskerfinu þar sem ofangreind viðmið eiga við.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Metið var hvernig framkvæmdin samræmist við almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Tafla 3-257 : BL3 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-257 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Niðurstaða er að framkvæmdin hefur verulega jákvæð áhrif á flest almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Verkefnið samræmist einnig aðgerðaáætlun stjórnvalda í orkuskiptum með því að stuðla að aukinni afhendingargetu á byggðalínusvæðinu.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Valkostir Blöndulína 3 eru líklegir til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, lífríki, landnýtingu og ferðaþjónustu. Valkostur 2 með jarðstreng næst Rangárvöllum og valkostur 3 með niðurrifi á Rangárvallalínu 1 munu draga úr neikvæðum áhrifum á landslag og ásýnd og ferðaþjónustu.

Áhrif Blöndulínu 3 eru líkleg til að vera lítil á vatnsvernd, landnýtingu og jarðmyndanir. Mikilvægt er þó að huga að mótvægisaðgerðum vegna vatnsverndar við frekari útfærslu línunnar. Jákvæð áhrif á atvinnuþróun er metin mikil. Sjá nánar í umhverfisskýrslu.

FM3-77.png

Mynd 3-77 : Samantekt um áhrif Blöndulínu 3 Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir miklum jákvæðum áhrifum

Niðurstaða valkostagreiningar

Alls hafa þrír valkostir um Blöndulínu 3 verið metnir. Þegar horft er til þess hvernig þeir uppfylla markmið raforkulaga er ekki mikill munur á því hve áhrif þeirra eru á fyrirfram skilgreinda mælikvarða og því erfitt að byggja val á aðalvalkosti eingöngu á því. Allir valkostir eru einnig taldir uppfylla stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og lagningu raflína. Sé horft til stofnkostnaðar eru valkostir 1 og 2 ódýrari en valkostur 3, en á móti kemur að í valkosti 3 sparast endurnýjun á Rangárvallalínu 1, en áætlaður kostnaður við þá endurnýjun eru um 5 milljarðar króna. Rangárvallalína 1 er elsta línan í byggðalínuhringnum, er að nálgast 50 ára aldur og fyrir liggur að endurnýja þurfi hana á næstu árum. Til að meta áhrif valkostar 3 á afhendingargetu og afhendingaröryggi hefur verið framkvæmd kerfisgreining sem snýr að því að bera saman tiltæka afhendingargetu og N-1 afhendingaröryggi í valkosti 3 saman við valkosti 1 og 2, sem báðir gera ráð fyrir því að Rangárvallalína 1 verið áfram í rekstri á milli Akureyrar og Varmahlíðar. Niðurstaða greiningarinnar sýnir að niðurrif RA1 hefur ekki áhrif á tiltæka afhendingargetu og munur á afhendingaröryggi er hverfandi. Skammhlaupsafl á Rangárvöllum með tilkomu BL3 reiknast 1.255 MVA með RA1 í rekstri en 1.063 MVA án RA1. Hins vegar leiðir ný tenging inn á Varmahlíð í valkosti 3 af sér að skammhlaupsaflið í Varmahlíð verður 1.110 MVA með tilkomu BL3, án RA1, á meðan það reiknast 989 MVA í valkostum 1 og 2 með BL3 og RA1 í rekstri.

Til að meta áhrif endurnýjunar Rangárvallalínu 1 á verkefnið hefur verið framkvæmd líftímagreining á kostnaði við þá þrjá valkosti sem voru teknir til skoðunar í framkvæmdaáætlun. Tilgangur líftímagreiningarinnar er að bera saman þessa þrjá valkosti og innifelur hún stofnkostnað allra valkosta, kostnað við niðurrif Rangárvallalínu 3 ásamt endurnýjunarkostnaði línunnar fyrir valkosti 1 og 2.

FM3-78.png

Mynd 3-78 : Líttímakostnaður valkosta BL3

Mynd 3-78 sýnir líftímakostnað þriggja valkosta sem skoðaðir voru fyrir Blöndulínu 3. Eins og sést á myndinni er stofnkostnaður valkostar 3 talsvert hærri en valkosta 1 og 2 og er ástæða þess bygging nýs tengivirkis í Skagafirði og 132 kV tenging þess við tengivirkið í Varmahlíð. Kostnaður við valkosti 1 og 2 fer hins vegar talsvert yfir kostnað við valkost 3 þegar kemur að endurnýjun á Rangárvallalínu 1. Þessi munur er tæplega tveir milljarðar strax eftir endurnýjunina og fer svo hægt vaxandi og endar nálægt 2,5 milljörðum árið 2074, 50 árum eftir byggingu Blöndulínu 3.

Út frá undangengnum greiningum auk umhverslegs ávinnings af því að fjarlægja Rangárvallarlínu 1 er valkostur 3, sá valkostur sem í heildina er metinn sá sem best uppfyllir markmið raforkulaga, stefnu stjórnvalda og umhverfisáhrifa. Niðurstaða kostnaðargreiningar sýnir auk þess að valkosturinn er hagkvæmastur þegar litið er til þess að þá sparast kostnaður við endurnýjun Rangárvallarlínu 1, en endurnýjun hennar liggur fyrir á næstu árum.

Það er því niðurstaða valkostagreiningarinnar að sá valkostur sem bæði uppfyllir markmið raforkulaga og sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda sé valkostur 3. Hann er einnig sá valkostur sem er talinn hagkvæmastur og hefur minnst áhrif á gjaldskrár í för með sér til lengri tíma litið. Valkostur 3 snýr að lagningu 220 kV loftlínu á milli Rangárvalla á Akureyri og að tengivirki við Blönduvirkjun, byggingu nýs tengivirkis í Skagafirði og tengingu þess við 132 kV virki í Varmahlíð ásamt niðurrif á Rangárvallalínu 1 og er lagður fram sem aðalvalkostur í framkvæmdaáætlun þessari.


Hella – Rimakot – Ný tenging

Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar háspennulínu í svæðisbundna flutningskerfinu á Suðurlandi sem mun hljóta nafnið Rimakotslína 2 (RI2). Línan verður lögð sem jarðstrengur alla leið frá Hellu að Rimakoti. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja örugga orkuafhendingu á Rimakoti og þar með í Vestmannaeyjum.
Rimakotslína 2 mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tryggja orkuafhendingu til Rimakots og koma á tvöfaldri tengingu við Rimakot og Vestmannaeyjar. Í núverandi 66 kV kerfi á Suðurlandi eru flöskuhálsar sem takmarka frekari álagsaukningu á Suðurlandi, aflspennar í Búrfellsstöð ásamt því að flutningsgeta HE2 er takmarkandi fyrir svæðið. Með tilkomu Lækjatúnslínu 2 og Rimakotslínu 2 eykst afhendingargeta raforku á svæðinu umtalsvert.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið er komið frá niðurstöðum landshlutagreiningar fyrir Suðurland. Í þeim tilgangi að framfylgja stefnu stjórnvalda um bætt afhendingaröryggi ásamt því að auka afhendingargetur í Vestmannaeyjum og tryggja þannig framgang orkuskipta er nauðsynlegt að koma upp fullnægjandi tvítengingu Vestmannaeyja við suðurlandskerfið. Er þetta verkefni mikilvægur hluti af því verki, en meginmarkmið verkefnisins er að viðhalda afhendingaröryggi á Rimakoti og Vestmannaeyjum, og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs, um 34 km sem mun bera heitið Rimakotslína 2. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki í Rimakoti. Gert er ráð fyrir að strengurinn verði rekinn á 66 kV spennu með möguleika á að spennuhækka hann í 132 kV ef þörf krefur seinna meir.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem best uppfyllir meginmarkmið framkvæmdarinnar ásamt markmiðum raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
FT3-258.PNG

Tafla 3-258 : RI2 – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-258 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið framkvæmdarinnar um aukna orkuafhendingu ásamt því að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3-82 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í Tafla 3-273 og Tafla 3-274.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 132 kV jarðstrengs milli Hellu og Rimakots.

Raflína

FT3-259.PNG

Tafla 3-259 : RI2 – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

FM3-79.png

Mynd 3-79 : RI2 – einlínumynd með Rimakotslínu 2

Mynd 3-79 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Suðurlandi með Rimakotslínu 2 inni. Á myndina er einnig teiknuð tenging inn á Hvolsvöll, en sú tenging er ekki hluti af þessu verkefni og er hugsuð sem framtíðaráform við spennuhækkun í 132 kV.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-260.PNG

Tafla 3-260 : RI2 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrra hluta árs 2023 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2024.

HE3_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna tengingar Rimakotslínu 2 milli Hellu og Rimakots.
FT3-261.PNG

Tafla 3-261 : RI2 – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-262.PNG

Tafla 3-262 : RI2 – fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-263.PNG

Tafla 3-263 : RI2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-263 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í lægsta flokki sökum þess að afhendingarstaðurinn er aðeins tengdur með einni flutningslínu. Grunnástand Stöðugleika er metið í lægsta flokki, en útleysing á einni einingu í kerfinu getur valdið talsverðum óstöðugleika og skerðingum á álagi í Rimakoti og Vestmannaeyjum. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn lág þar sem öll línan liggur á áhrifasvæði jökulhlaupa skv. Náttúruvár korti frá Veðurstofu Íslands.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-264.PNG

Tafla 3-264 : RI2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-264 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta 1 og 2 á Tvítengingu afhendingarstaða metin töluvert há. Ástæður þess eru þær að ný flutningsleið bætist við inn á svæðið með sömu flutningsgetu og núverandi lína. Áhrif valkostar 3 eru metin há þar sem nýja flutningsleiðin hefur meiri flutningsgetu en núverandi lína. Stöðugleiki mun einnig aukast talsvert við framkvæmdina sökum þess að líkur á skerðingu álags á svæðinu minnka umtalsvert. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin hátt fyrir valkostina þar sem ný flutningsvirki eru jarðstrengir og því minna útsett fyrir truflunum af völdum veðurs og flóða.

Áreiðanleiki afhendingar

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-265.PNG

Tafla 3-265 :RI2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-265 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í miðlungs flokki vegna þar sem flutningstakmarkanir eru einungis í skertu kerfi. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið nokkuð lágt þar sem ótiltæki eininga kallar á hugsanlegar skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er metið nokkuð lágt þar sem truflanir valda skerðingum á flutningi, bæði forgangs- og skerðanlegs álags.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-266.PNG

Tafla 3-266 : RI2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-266 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif valkosta 1 og 3 á Flöskuhálsa eru metin talsverð eða mikil, þar sem ný flutningslína milli Hellu og Rimakots mun hækka núverandi flutningstakmörk, þá sérstaklega í skertu kerfi. Áhrif valkostar 2 á Flöskuhálsa eru metin undir meðallagi þar sem Hellulína 2 er enn þá flöskuháls í aflflutningi að Rimakoti. Áhrif á Ótiltæki er metin í miðlungsflokki fyrir alla þrjá valkosti þar sem ótiltæki lækkar töluvert frá núverandi kerfi. Áhrif allra þriggja valkosta á Áreiðanleikastuðla eru metin töluverð þar sem tvöföld tenging er komin milli Hellu og Rimakots.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-267.PNG

Tafla 3-267 : RI2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-267 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Rimakot en það er metið miðlungs hátt þar sem skammhlaupsafl er lágt á svæðinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið frekar hátt þar sem spennusveiflur eru oftast innan marka. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið miðlungs hátt og er ástæða þess sú að rekstrarspenna er oft innan marka.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-268.PNG

Tafla 3-268 : RI2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-268 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Kerfisstyrk metin miðlungs en skammhlaupsaflið í Rimakoti hækkar um 40-50%. Áhrif valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin í miðlungsflokki þar sem greiningar sýna að spennusveiflur verða minni. Áhrif valkosta á afhendingarspenna/vikmörk eru metin töluverð þar sem kerfið umhverfis Rimakot styrkist og afhendingarspenna ekki eins háð einstaka línum/virkjunum.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-269.PNG

Tafla 3-269 : RI2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-269 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Flutningstöp voru reiknuð í núverandi 66 kV loftlínu. Grunnástand fyrir Truflanir og skerðingar er metið töluvert lágt þar sem skerðingar á afhendingu eru við viðmið Landsnets. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er metið miðlungs þar sem mögulegt er að bæta við nýjum virkjunum á svæðinu, þó minni en 30 MW.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-270.PNG

Tafla 3-270 : RI2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-270 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin há fyrir alla þrjá valkosti þar sem flutningstöp helmingast við tengingu jarðstrengsins. Áhrif allra valkosta á Truflanir og skerðingar eru metin nokkuð há þar sem skerðingar vegna truflana í flutningskerfinu munu verða sjalgæfari. Áhrif valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana eru metin miðlungs há þar sem flutningsgeta frá núverandi virkjunum eykst ásamt því að möguleiki er fyrir nýja orkuvinnslu á svæðinu.

Hagkvæmni

Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.

FT3-271.PNG

Tafla 3-271 : RI2 – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-271 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta metið lágt. Ástæða þess er að ekki er mikið svigrúm fyrir frekar álagsaukningu á svæðinu. Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið miðlungs hátt þar sem lítið er um keyrslu varaaflsvéla á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-272.PNG

Tafla 3-272 : RI2 – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-272 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Hlutfallsleg afhendingargeta mismunandi, minnst fyrir valkost 2 og mest fyrir valkost 3. Ástæða þess að Valkostur 2 lendir í lægsta flokki er að HE2 er takmarkandi fyrir frekari álagsaukningu í Rimakoti. Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin töluverð há og er ástæða þess að allir valkostirnir hafa það í för með sér að flutningstakmarkanir á svæðinu minnka ásamt því að tvöföld tenging er komin til Rimakots og því ólíklegt að grípa þurfi til annara orkugjafa, auk þess sem framkvæmdin stuðlar að öruggum framgangi orkuskipta.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-80.png

Mynd 3-80 : RI2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1

FM3-81.png

Mynd 3-81 : RI2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

FM3-82.png

Mynd 3-82 : RI2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 3

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

FT3-273.PNG

Tafla 3-273 : RI2 – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-273 inniheldur mat á því hvernig valkostir samræmast stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, en samkvæmt henni ber að meta jarðstrengskosti í landshlutakerfum raforku.

Metið var hvernig framkvæmdin samræmist við almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Tafla 3-274 : RI2 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-274 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Niðurstaða er að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Svæðið hefur hátt mikilvægi með tilliti til lífríkis. Allir valkostir fela í sér jarðstrengi og er almennt stefnt að því að línur fylgi núverandi mannvirkjum í umhverfinu. Áhrif valkosta eru líkleg til að vera óveruleg á flesta umhverfisþætti en jákvæð fyrir atvinnuuppbyggingu.

Niðurstaða valkostagreiningar

Alls hafa þrír valkostir um Rimakotslínu 2 verið metnir. Þegar horft er til þess hvernig þeir uppfylla markmið raforkulaga er ekki mikill munur á því hve áhrif þeirra eru á fyrirfram skilgreinda mælikvarða og því erfitt að byggja val á aðalvalkosti eingöngu á því. Allir valkostir eru einnig taldir uppfylla stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og lagningu raflína. Sé horft til stofnkostnaðar eru valkostir 2 ódýrastur en valkostur 3 dýrastur enda sá strengur töluvert lengri og auk þess gerður fyrir 132 kV spennu. Áhrif valkosta 1 og 3 á afhendingargetu og afhendingaröryggi eru ívið meiri en valkost 2 þar sem lítil flutningsgeta Hellulínu 2 hefur lítil áhrif. Til að eiga möguleika á spennuhækkun frá Lækjartúni til Hvolsvallar og Rimakots er nauðsynlegt að valinn sé 132 kV strengur fyrir verkefnið.

Það er því niðurstaða valkostagreiningarinnar að sá valkostur sem bæði uppfyllir markmið raforkulaga og sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda sé valkostur 3. Valkostir 1 og 3 eru eins fyrir utan það að í valkosti 3 er gert ráð fyrir að strengurinn sé hannaður fyrir 132 kV spennu en rekinn á 66 kV spennu fyrst um sinn. Er það talið rökrétt í ljósi þess að LT2 er 132 kV jarðstrengur en rekinn á 66 kV. Valkostur 3 er því lagður fram sem aðalvalkostur í framkvæmdaáætlun þessari.


Hvalfjörður – Hrútafjörður – Ný tenging

Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu sem hlotið hefur vinnuheitið Hrútafjarðarlína. Línan verður lögð sem loftlína á stálgrindamöstrum alla leið frá nýju tengivirki á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju 220 kV tengivirki í Hrútafirði. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja örugga orkuafhendingu á Byggðalínunni og er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu.

Hrútafjarðarlína mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tengja saman Vesturland og Norður- og Austurland. Núverandi 132 kV byggðalína er orðin takmarkandi og tíðar skerðingar á Austurlandi vegna flutningstakmarkana algengar og tíðar aflsveiflur á byggðalínunni við einfalda línuútleysingu. Flutningslínan opnar einnig möguleika á að tengja nýja orkuvinnslu við meginflutningskerfið, m.a. vindorku sem hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er langtímaáætlun kerfisáætlunar. Hrútafjarðarlína er mikilvægur hluti af nýrri kynslóð byggðalínu, sem ætlað er að tengja saman landshluta með öruggum og afkastamiklum einingum. Línan mun einnig koma sér vel fyrir tengingu nýrra vindlunda á Vesturlandi sem mikið hafa verið í umræðunni undanfarin misseri. Staðan á núverandi byggðalínu er þannig að svigrúm fyrir tengingu nýrra notenda, og eða orkuframleiðslueininga er nánast útilokuð. Með tilkomu línunnar er stigið mikilvægt skref í samtengingu landshluta, sem er nú orðið hluti af áætlun Landnsets um byggingu nýrrar kynslóðar byggðalínu, verk sem þegar er hafið með framkvæmdum við Kröflulínu 3.

Meginmarkmið með byggingu Hrútafjarðarlínu er að bæta flutningsgetu til þess að geta tekist á við aukna flutningsþörf í kerfinu, en línan er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Meginmarkið nýrrar kynslóðar byggðalínu er að bæta flutningsgetu meginflutningskerfisins á byggðalínusvæðinu og auka þannig afhendingargetu allra afhendingarstaða á landsbyggðinni, en Hrútafjarðarlína er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi (sjá nánar í langtímaáætlun). Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu í notkun á raforku á landsvísu yfir líftíma línunnar. Forsendur aukningar á raforkunotkun byggja á Raforkuspá ásamt Sviðsmyndum um raforkunotkun 2019-2050, gefin út af Raforkuhópi orkuspárnefndar. Fjallað er nánar um forsendur framkvæmda í meginflutningskerfinu í langtímaáætlun kerfisáætlunar. Einnig er það markmið með framkvæmdinni að bæta möguleika orkuframleiðanda á Vesturlandi að tengjast meginflutningskerfinu.

Framlagður aðalvalkostur

Verkefnið snýr að lagningu nýrrar 220 kV loftlínu, um 91 km, en endanlegt heiti hennar hefur ekki verið ákveðið ennþá. Línan, sem hlotið hefur vinnuheitið Hrútafjarðarlína, mun liggja frá tengivirkinu á Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Gert er ráð fyrir að núverandi 132 kV loftlína, HT1, verði tekin inn í nýtt tengivirki á Holtavörðuheiði.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem best uppfyllir meginmarkmið framkvæmdarinnar ásamt markmiðum raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.

FT3-275.PNG

Tafla 3-275 : HL – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-275 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið framkvæmdarinnar um aukna orkuafhendingu ásamt því að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3-84 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í töflum 3-290 og 3-291.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 220 kV loftlínu milli Klafastaða og byggingu nýs 220 kV tengivirkis á Holtavörðuheiði.

Raflína

FT3-276.PNG

Tafla 3-276 : HL – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

FM3-83.png

Mynd 3-83 : HL – einlínumynd með Hrútafjarðarlínu

Mynd 3-83 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Norður- og Vesturlandi með Hrútafjarðarlínu inni.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-277.PNG

Tafla 3-277 : HL – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok árs 2023 og að þeim ljúki seinni hluta ársins 2025.

HT2_time.PNG

Valkostagreining

Alls voru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar vegna tengingar Hrútafjarðarlínu milli Klafastaða og Hrútafjarðar.
FT3-278.PNG

Tafla 3-278 : HL – lýsing valkosta

Fjárhagslegur samanburður valkosta

FT3-279.PNG

Tafla 3-279 : HL – fjárhagslegur samanburður valkosta

Markmið raforkulaga

Öryggi

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um öryggi. Sem liður í matinu hefur grunnástand öryggis verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir öryggi.

FT3-280.PNG

Tafla 3-280 : HL – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir öryggi

Tafla 3-280 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir öryggi. Grunnástand Tvítengingar afhendingarstaða er metið í miðlugs flokki sökum þess að takmarkað N-1 afhendingaröryggi er til staðar. Grunnástand Stöðugleika er metið frekar lágt, en útleysing á einni einingu í kerfinu getur valdið talsverðum óstöðugleika á byggðalínunni. Matsþátturinn Náttúruvá er metinn nokkuð hár þar sem línan liggur ekki á áhrifasvæði jökulhlaupa skv. Náttúruvár korti frá Veðurstofu Íslands en þó eru veðurskilyrði oft slæm á kaflanum milli Borgarfjarðar og Hrútafjarðar.

Með greiningum eru áhrif skoðaðra valkosta á matsþætti öryggis metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-281.PNG

Tafla 3-281 : HL – Mat á einkennum áhrifa valkosta á öryggi

Tafla 3-281 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa skoðaðra valkosta eru á matsþætti fyrir öryggi. Eins og sést á töflunni eru áhrif allra á Tvítengingu afhendingarstaða metin há. Ástæður þess eru þær að ný flutningsleið bætist við með töluvert meiri flutningsgetu en núverandi línur.. Stöðugleiki mun einnig aukast talsvert við framkvæmdina sökum þess að líkur á skerðingu álags á svæðinu minnka umtalsvert. Áhrif valkosta á Náttúruvá eru metin há fyrir valkostina þar sem flutningskerfið ætti að vera í stakk búið til þess að standa af sér alvarlega svæðisbundna náttúruvá.

Áreiðanleiki afhendingar

Lagt hefur verið mat á það hvernig skoðaðir valkostir uppfylla markmið um áreiðanleika afhendingar. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir áreiðanleika afhendingar.

FT3-282.PNG

Tafla 3-282 :HL – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-282 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem ná yfir áreiðanleika afhendingar. Grunnástand fyrir Flöskuhálsa er metið í töluvert lágt þar sem flutningstakmarkanir eru einungis í skertu kerfi. Grunnástand fyrir Ótiltæki er metið miðlungs þar sem ótiltæki eininga kallar á hugsanlegar skerðingar. Grunnástand fyrir Áreiðanleikastuðla er metið miðlungs þar sem truflanir valda skerðingum á flutningi, bæði forgangs- og skerðanlegs álags.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti áreiðanleika afhendingar metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-283.PNG

Tafla 3-283 : HL – Mat á einkennum áhrifa valkosta áreiðanleika afhendingar

Tafla 3-283 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir áreiðanleika afhendingar. Áhrif allra valkosta á Flöskuhálsa eru metin talsverð eða mikil, þar sem ný flutningslína milli mun hækka núverandi flutningstakmörk, þá sérstaklega í skertu kerfi. Áhrif á Ótiltæki er metin talsverð fyrir alla þrjá valkosti þar sem ótiltæki lækkar töluvert frá núverandi kerfi. Áhrif allra þriggja valkosta á Áreiðanleikastuðla eru metin töluverð þar sem tvöföld tenging er komin milli Klafastaða og Hrútafjarðar.

Gæði raforku

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkostir uppfylla markmið um gæði raforku. Grunnástand öryggis hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir gæði raforku.

FT3-284.PNG

Tafla 3-284 : HL – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir gæði raforku

Tafla 3-284 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir gæði raforku. Grunnástand fyrir Kerfisstyrk er skoðað fyrir Hrútafjörð en það er lágt þar sem skammhlaupsafl er lágt á svæðinu. Grunnástand fyrir matsþáttinn Spennusveiflur/spennuþrep er metið miðlungshátt þar sem spennusveiflur eru tíðar á byggðalínunni. Fyrir Afhendingarspennu/vikmörk er grunnástandið metið miðlungs hátt og er ástæða þess sú að rekstrarspenna fer reglulega út fyrir mörk.

Með greiningum eru áhrif uppstilltra valkosta á matsþætti gæða raforku metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-285.PNG

Tafla 3-285 : HL – Mat á einkennum áhrifa valkosta á gæði raforku

Tafla 3-285 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á þá matsþætti sem notaðir eru til að mæla uppfyllingu markmiðs raforkulaga um gæði raforku. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Kerfisstyrk metin miðlungs en skammhlaupsaflið í núverandi tengivirki í Hrútatungu fer upp fyrir 1.000 MVA. Áhrif valkosta á Spennusveiflur/spennuþrep og Afhendingarspennu/vikmörk eru metin töluvert há þar sem greiningar sýna að spennusveiflur verða töluvert minni en í núverandi kerfi. Áhrif valkosta á afhendingarspenna/vikmörk eru metin töluvert há þar sem kerfið umhverfis Hrútafjörð styrkist og afhendingarspenna ekki eins háð einstaka línum/virkjunum.

Skilvirkni

Lagt hefur verið mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um skilvirkni. Grunnástand hefur verið metið fyrir alla matsþætti sem ná yfir skilvirkni.

FT3-286.PNG

Tafla 3-286 : HL – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir skilvirkni

Tafla 3-286 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi allra matsþátta sem ná yfir skilvirkni. Eins og sést á töflunni er grunnástand Flutningstapa metið miðlungs. Flutningstöp voru reiknuð í núverandi 132 kV byggðalínu sem liggur að Hrútafirði og eru töpin með miðlungs. Grunnástand fyrir Truflanir og skerðingar er metið miðlungs þar sem skerðingar á afhendingu eru um eða undir viðmiðum Landsnets. Grunnástand fyrir Nýtingu virkjana er töluvert lágt þar sem möguleiki á tengingum nýrra virkjana á svæðinu er takmarkandi.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti skilvirkni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-287.PNG

Tafla 3-287 : HL – Mat á einkennum áhrifa valkosta á skilvirkni

Tafla 3-287 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir skilvirkni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Flutningstöp metin há fyrir alla þrjá valkosti þar sem flutningstöpin helmingast. Áhrif allra valkosta á Truflanir og skerðingar eru metin nokkuð há þar sem skerðingar vegna truflana í flutningskerfinu munu verða sjalgæfari. Áhrif valkosta á matsþáttinn Nýtingu virkjana eru metin há þar sem flutningsgeta frá núverandi virkjunum eykst ásamt því að möguleiki er fyrir nýja orkuvinnslu á svæðinu, sérstaklega fyrir valkost 3.

Hagkvæmni

Til að leggja mat á hagkvæmni framkvæmdarinnar hefur verið lagt mat á það hvernig valkosturinn uppfyllir markmið um hagkvæmni. Liður í því er að meta grunnástand þeirra matsþátta sem notaðir eru fyrir mat á uppfyllingu markmiðs um hagkvæmni.

FT3-288.PNG

Tafla 3-288 : HL – Mat á grunnástandi matsþátta fyrir hagkvæmni

Tafla 3-288 sýnir niðurstöðu mats á grunnástandi matsþátta sem notaðir eru sem mælikvarðar fyrir markmið um hagkvæmni. Eins og sést á töflunni er grunnástand fyrir matsþáttinn Hlutfallsleg afhendingargeta metið lágt. Ástæða þess er að ekki er mikið svigrúm fyrir frekar álagsaukningu á svæðinu. Grunnástand fyrir Losun gróðurhúsalofttegunda er metið hátt þar sem lítið er um keyrslu varaaflsvéla á svæðinu.

Með greiningum eru áhrif valkostanna á matsþætti hagkvæmni metin og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

FT3-289.PNG

Tafla 3-289 : HL – Mat á einkennum áhrifa valkosta á hagkvæmni

Tafla 3-289 sýnir niðurstöðu mats á því hver einkenni áhrifa valkosta eru á matsþætti fyrir hagkvæmni. Eins og sést á töflunni eru áhrif valkosta á Tiltæk afhendingargeta metin töluverð há fyrir alla valkosti og er ástæðan þess að töluverð rýmd skapast í kerfinu fyrir frekari álagsaukningu á svæðinu. Áhrif valkosta á matsþáttinn Losun gróðurhúsalofttegunda eru metin lág og er ástæða þess að lítill munur er á losun gróðurhúsalofttegunda frá grunnástandi.

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-84.png

Mynd 3-84 : HT2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1

FM3-85.png

Mynd 3-85 : HT2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 2

FM3-86.png

Mynd 3-86 : HT2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 3

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

FT3-290.PNG

Tafla 3-290 : HT2 – samræmi við stefnu um línugerð

Tafla 3-290 inniheldur mat á því hvernig valkostir samræmast stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, en samkvæmt henni ber að meta jarðstrengskosti í meginflutningskerfinu þar sem ofangreind viðmið eiga við.

Samræmi við almenna stefnu stjórnvalda

Metið var hvernig framkvæmdin samræmist við almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Tafla 3-291 : HT2 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Tafla 3-291 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Niðurstaða er að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Á þessu stigi eru áhrif talin sambærileg milli valkosta. Valkostir eru líklegir til að hafa neikvæð áhrif á landslag, ferðaþjónustu og lífríki. Stór hluti athugunarsvæðis nýtur verndar vegna fuglalífs eða annars lífríkis. Á næstu stigum, við frekari hönnun framkvæmdar og val á línuleið þarf að hafa í huga að staðsetja línuna með tilliti til þessara verndarsvæði, leita leiða til að draga úr áflugi fugla á loftlínu og raski á búsvæðum. Einnig þarf að hafa í huga sjónrænna áhrifa, ferðaþjónustu og landnýtingar við val á línuleið.

FM3-87.png

Mynd 3-87 : Samantekt um áhrif Hrútatungulínu 2.

Niðurstaða valkostagreiningar

Alls hafa þrír valkostir um Hrútafjarðarlínu verið metnir. Þegar horft er til þess hvernig þeir uppfylla markmið raforkulaga er ekki mikill munur á því hve áhrif þeirra eru á fyrirfram skilgreinda mælikvarða og því erfitt að byggja val á aðalvalkosti eingöngu á því. Allir valkostir eru einnig taldir uppfylla stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og lagningu raflína. Sé horft til stofnkostnaðar er valkostur 1 ódýrastur en valkostur 3 dýrastur og felst munurinn að mestu leiti í því að loftlínan í valkosti 3 er um 26 km lengri en í valkosti 1. Valkostirnir eru mjög líkir og er það einungis endapunkturinn á Vesturlandi sem er mismunandi í valkostunum. Töluverð óvissa er um virkjanakosti á Vesturlandi, þ.e. Hvalárvirkjun og vindlundi sem fyrirhugaðir eru í Sólheimum og Hróðnýjarstöðum, og því talið of snemmt að ráðast í framkvæmdir sem lúta að tengingu þessara virkjanakosta (Valkostur 3).

Það er því niðurstaða valkostagreiningarinnar að sá valkostur sem bæði uppfyllir markmið raforkulaga og sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda sé Valkostur 1.