Lýsing verkefna á yfirstandandi ári

Í þessum kafla má finna ítarlegar lýsingar á verkefnum sem eru á framkvæmdaáætlun Landsnets. Umfang lýsinga er misjafnt eftir því á hvaða stigi verkefnið er í undirbúningi eða framkvæmd og eins hvort um nýtt verkefni er að ræða eða ekki.

Mat á valkostum

Við mat á uppfyllingu markmiða raforkulaga, samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku og stefnu um lagningu raflína ásamt umhverfisáhrifum valkosta er notast við sama mælikvarða og notaður er í langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og umhverfisskýrslu. Matið er sett fram með svokölluðu vægisgrafi á sama hátt og gert er í valkostagreiningu langtímaáætlunar og í umhverfisskýrslu.
FM3-1.png

Mynd 3-1 : Dæmi um framsetningu vægismats valkostagreiningar

Mynd 3-1 sýnir myndrænt mat á því hvaða áhrif framlagðir valkostir eru taldir hafa á uppfyllingu markmiða raforkulaga. Viðmið fyrir grunnástand og áhrif eru breytileg eftir matsþáttum. Þar sem áhrif framkvæmda á markmið raforkulaga eru í fæstum tilfellum neikvæð hefur grafið verið aðlagað þannig að einungis eru sýnd lítil eða jákvæð áhrif.

Fyrir markmið raforkulaga hafa verið skilgreindir eftirfarandi matsþættir fyrir einstök verkefni á framkvæmdaáætlun:

FT3-1.PNG

Tafla 3-1 : Skilgreindir matsþættir fyrir markmið valkosta í Framkvæmdaáætlun

Tafla 3-1 sýnir yfirlit yfir hvaða matsþættir hafa verið skilgreindir fyrir uppfyllingu markmiða raforkulaga. Nánari upplýsingar um aðferðafræðina og mat á grunnástandi matsþátta og áhrifum framkvæmda má finna í skýrslu á heimasíðu Landsnets .

Matsþættir sem skilgreina hvert og eitt markmið eru misvel mælanlegir og í sumum tilfellum þarf að grípa til huglægari nálgunar til þess að meta þá. Sem dæmi má nefna að matsþátturinn „Tvítenging afhendingarstaðar“ er afar skýrt mælanlegur en aftur á móti er matsþáttur eins og „Áreiðanleikastuðlar“ ekki jafn vel mælanlegur. Þess vegna hefur verið ákveðið að gefa matsþáttunum vægi, þ.a. mælanlegri matsþættir hafi aukið vægi á móti þess sem huglægu mati hefur verið gefið minna vægi. Í töflunni að neðan má sjá vægi einstakra matsþátta

Áhrif framkvæmda á tekjumörk og gjaldskrá

Mat á gjaldskráráhrifum einstakra framkvæmda í framkvæmdaáætlun er vandasamt. Mikilvægar forsendur og fyrirvarar þurfa að fylgja slíku mati. Hér að neðan verður fjallað um hvernig mat á framkvæmdum, bæði einstakra framkvæmda og allra fyrirhugaðra framkvæmda, færi fram.
Almennt séð reiknar Landsnet ekki arðsemi eða gjaldskráráhrif einstakra verkefna nema þau leiði beint til aukningar á raforkuflutningi, jafnvel þótt að þau geti leitt af sér auknar tekjur fyrir Landsnet vegna stækkunar á eignastofni. Slíkir útreikningar eru háðir mikilli óvissu og eru háðir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega öðrum framkvæmdum.
Flestum verkefnum í svæðisbundna kerfinu og meginflutningskerfinu er ætlað að uppfylla markmið um öryggi, skilvirkni og gæði raforku og hafa ekki í för með sér beina aukningu á raforkuflutningi. Þessi verkefni eru þó forsenda þess að hægt sé að mæta auknum raforkuflutningi til framtíðar líkt og Raforkuspá gerir ráð fyrir. Hefðbundnir arðsemisútreikningar hafa því ekki verið framkvæmdir fyrir verkefni sem falla undir þessa skilgreiningu en þess í stað þau metin sem heild í langtímaáætlun.

Áhrif fjárfestinga og tekjustofns á gjaldskrá

Til þess að meta áhrif fjárfestinga á gjaldskrá þarf að huga að tveimur þáttum, annars vegar hvernig orkuflutningur kemur til með að þróast og hins vegar hvernig tekjumörk flutningsfyrirtækisins þróast. Tekjumörk eru eins og orðið gefur til kynna þær tekjur sem félaginu er heimilt að innheimta af viðskiptavinum sínum og er þessum mörkum skipt upp í tvennt, annars vegar tekjumörk til dreifiveitna og hins vegar tekjumörk til stórnotenda. Nánari umfjöllun um tekjumörk og gjaldskrá er að finna í kafla 6 í langtímaáætlun og á heimasíðu Landsnets . Samkvæmt raforkulögum setur Orkustofnun Landsneti tekjumörk sem byggjast á eftirfarandi þáttum:

 • Rekstrarkostnaður: Rekstrarkostnaði má skipta í tvennt. Annars vegar í almennan rekstrarkostnað sem reiknast sem meðaltal rekstrarkostnaðar hjá félaginu fyrir tiltekið tímabil og hins vegar viðbótar rekstrarkostnað sem verður til vegna nýrra flutningseininga sem teknar eru í notkun hjá félaginu. Í dag nemur viðbótar rekstrarkostnaður 2% af stofnvirði nýrra eininga.
 • Arður: Arði má líkt og rekstrarkostnaði skipta í tvennt, arð af eignastofni og arð af veltufjáreignum. Arður af eignastofni er reiknaður út frá arðsemi (WACC) sem er reiknuð og birt af Orkustofnun. Arður af veltufjáreignum er reiknaður sem arður af 20% af tekjumörkum seinasta árs á undan.
 • Afskriftir: Tengivirki eru afskrifuð á 40 árum en háspennulínur, þar með taldir jarðstrengir, eru afskrifaðar á 50 árum. Annar búnaður, svo sem stjórn- og varnarbúnaður, er afskrifaður á 20 árum.

Allar fjárfestingar í flutningskerfinu hafa áhrif á tekjumörk og í framhaldinu á gjaldskrá. Að því gefnu að aðrar stærðir (arður, gengi krónu gangvart dollara og raforkuflutningur) haldist óbreyttar þá hefur Landsnet svigrúm til að fjárfesta árlega sem nemur afskriftum á eignastofni til að gjaldskrá haldist óbreytt. Í því tilviki sem fjárfestingar jafngilda afskriftum helst eignastofn óbreyttur milli ára. Fjárfestingar umfram afskriftir stækka því eignastofn félagsins og hækka þannig tekjumörk. Hærri tekjumörk leiða svo til gjaldskrárhækkana ef ekki kemur til aukinn raforkuflutningur.
Stökum fjárfestingum getur fylgt aukinn raforkuflutningur sem getur vegið upp á móti stækkun eignastofnsins og komið í veg fyrir hækkun eða jafnvel lækkað gjaldskrá. Þetta á sérstaklega við þegar um nýja starfsemi á borð við stórnotanda er að ræða. Kostnaðarsamari útfærslur á fjárfestingum á borð við jarðstrengi, lengri línuleiðir o.s.frv. leiða til meiri hækkunar á tekjumörkum en ódýrari útfærslur. Kostnaðarsamari útfærslur hækka því gjaldskrá félagsins.

Óvissa vegna innbyrðis háðra þátta

Í umfjöllun um fjárhagslegar upplýsingar um valkosti er reynt að draga fram hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á tekjumörk Landsnets. Áhrif einstakra fjárfestinga á tekjumörk eru fyrirfram nokkuð ljós en það er ýmsum vandkvæðum háð að draga fram hver áhrif framkvæmdanna eru á gjaldskrá félagsins. Mat áhrifum einstakra framkvæmda á gjaldskrá er háð mörgum utanaðkomandi þáttum og takmörkunum sem er nauðsynlegt að hafa í huga. Hér að neðan er fjallað um nokkra óvissuþætti.
Breytingar á raforkuflutningi spila verulegan þátt í gjaldskrárútreikningum og um þróun þeirra er erfitt að spá af nákvæmni en forsendur raforkuflutnings eru fengnar úr Raforkuspá sem Orkustofnun gefur út.
Í flestum tilvikum er ekki unnt að rekja breytingar á flutningsmagni í kerfi Landsnets til einstakra verkefna. Verkefni eru yfirleitt lengur en eitt ár í framkvæmd en fjárfestingin er þó ekki tekinn inn í tekjumörk og þar af leiðandi gjaldskrárútreikninga fyrr en hún er spennusett. Þetta hefur í för með sér stökk í tekjumörkum á móti jöfnum vexti í raforkuflutningi. Áhrif á gjaldskrá einstakra verkefna væru því einungis metinn með tillits til almennra breytinga á flutningsmagni í kerfinu í heild og þá einungis á spennusetningarárinu, en þetta væri þó yfirleitt ekki í samhengi við framkvæmdartíma verkefna sem getur spannað nokkur ár.
Ekki er óalgengt að fleiri en eitt verkefni séu tekin í notkun á tilteknu ári. Þegar svo er gæfi það ranga mynd af gjaldskráráhrifum að skoða hverja framkvæmd eina og sér því vöxtur í raforkuflutningi er óháður hverri einstakri framkvæmd. Séu til dæmis teknar í notkun tvær einingar mætti ekki tvítelja almennu aukninguna í flutningsmagni sem kæmi á móti hækkun á tekjumörkum.
Það er því nauðsynlegt að horfa á heildaráhrif breytinga á tekjumörkum í samhengi við aðrar fjárfestingar, breytingar á raforkuflutningi og eins yfir lengra tímabil til að meta gjaldskrárþróun.
Í ljósi ofangreindra annmarka hefur Landsnet ekki metið gjaldskráráhrif einstakra framkvæmda. Því er bent á umfjöllum um mögulega gjaldskrárþróun í kafla 6 í langtímaáætlun þar sem gjaldskrármálum eru gerð betri skil.

Hólasandslína 3

Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar 220 kV háspennulínu í meginflutningskerfinu á Norðurlandi. Línan, sem mun hljóta nafnið Hólasandslína 3, verður að hluta loftlína og að hluta lögð sem jarðstrengur og mun hún liggja á milli Akureyrar og Hólasands. Einnig inniheldur framkvæmdin byggingu á nýju 220 kV tengivirki á Hólasandi, ásamt byggingu á nýju 220 kV tengivirki á Akureyri sem mun tengjast núverandi 132 kV virki. Tengivirkið á Rangárvöllum mun innihalda 220/132 kV aflspenni og spólu til útjöfnunar á launafli frá jarðstrengshluta línunnar. Einnig innifelur framkvæmdin niðurrif Kröflulínu 1 á um 10 km kafla á Akureyri, en ákveðið hefur verið að leggja tvö sett af jarðstrengjum og reka annað þeirra á 132 kV, sem hluta af Kröflulínu 1 fyrst um sinn.
Markmiðið með byggingu Hólasandslínu 3 er að bæta flutningsgetu til þess að geta tekist á við aukna flutningsþörf í kerfinu, en línan er mikilvægur hluti af nýrri kynslóð byggðalínu, sem lýst er í langtímaáætlun. Meginmarkið þeirra er að bæta flutningsgetu meginflutningskerfisins á byggðalínusvæðinu og auka þannig afhendingargetu allra afhendingarstaða á landsbyggðinni, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi (sjá nánar í langtímaáætlun). Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu í notkun á raforku á landsvísu yfir líftíma línunnar. Forsendur aukningar á raforkunotkun byggja á Raforkuspá ásamt Sviðsmyndum um raforkunotkun 2017-2050, gefin út af Raforkuhópi orkuspárnefndar. Fjallað er nánar um forsendur framkvæmda í meginflutningskerfinu í langtímaáætlun kerfisáætlunar. Einnig er það markmið með framkvæmdinni að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi gegn truflunum í orkuvinnslunni og að bæta úr brýnni þörf fyrir aukna flutningsgetu inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Í dag er Akureyri tengd við Kröflu með 132 kV háspennulínu, Kröflulínu 1, sem er hluti af byggðalínuhringnum. Flutningstakmarkanir og óstöðugleiki í kerfisrekstrinum hefur verið mikið vandamál í rekstri byggðalínunnar og eru skerðingar á orkuafhendingu farnar að vera tíðari með auknu álagi á kerfið. Nú er svo komið að flutningstakmarkanir á byggðalínunni eru farnar að hamla verulega atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa þannig áhrif á eðlilega þróun á svæðinu.
Þegar línan er komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu.
Til að uppfylla markmið framkvæmdarinnar er miðað við að hitaflutningsmörk línunnar verði að lágmarki 550 MVA og línan rekin á 220 kV spennu. Markmiðin eru sett með framtíðarþörf fyrir flutningsgetu að leiðarljósi, en reiknað er með 50 ára líftíma framkvæmdarinnar og horft til þess tímaramma þegar þörf á flutningsgetu er metin.
Framkvæmdin hefur jákvæð áhrif á afhendingu raforku á skilgreindu forgangssvæði samkvæmt þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er langtímaáætlun kerfisáætlunar. Hólasandslína 3 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu, sem ætlað er að tengja saman landshluta með öruggum og afkastamiklum einingum. Hólasandslína 3 er önnur í röðinni af línum á Norður- og Austurlandi, á eftir Kröflulínu 3, en áætlað er að framkvæmdir við hana verði langt komnar þegar framkvæmdir við Hólasandslínu 3 hefjast.
Meginarkmið með byggingu Hólasandslínu 3 er að bæta flutningsgetu til þess að geta tekist á við aukna flutningsþörf í kerfinu, en línan er hluti af nýrri byggðalínu. Meginmarkið nýrrar kynslóðar byggðalínu er að bæta flutningsgetu meginflutningskerfisins á byggðalínusvæðinu og auka þannig afhendingargetu allra afhendingarstaða á landsbyggðinni, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi (sjá nánar í kafla 5.1.1 í langtímaáætlun). Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu í notkun á raforku á landsvísu yfir líftíma línunnar. Forsendur aukningar á raforkunotkun byggja á Raforkuspá ásamt Sviðsmyndum um raforkunotkun 2017-2050, gefin út af Raforkuhópi orkuspárnefndar. Fjallað er nánar um forsendur framkvæmda í meginflutningskerfinu í langtímaáætlun kerfisáætlunar í kafla 1.5 og kafla 2. Einnig er það markmið með framkvæmdinni að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi gegn truflunum í orkuvinnslunni og að bæta úr brýnni þörf fyrir aukna flutningsgetu inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Í dag er Akureyri tengd við Kröflu með 132 kV háspennulínu, Kröflulínu 1, sem er hluti af byggðalínuhringnum. Flutningstakmarkanir og óstöðugleiki í kerfisrekstrinum hefur verið mikið vandamál í rekstri byggðalínunnar og eru skerðingar á orkuafhendingu farnar að vera tíðari með auknu álagi á kerfið. Nú er svo komið að flutningstakmarkanir á byggðalínunni eru farnar að hamla verulega atvinnuuppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa þannig áhrif á eðlilega þróun á svæðinu.
Þegar línan er komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu.
Til að uppfylla markmið framkvæmdarinnar er miðað við að hitaflutningsmörk línunnar verði að lágmarki 550 MVA og línan rekin á 220 kV spennu. Markmiðin eru sett með framtíðarþörf fyrir flutningsgetu að leiðarljósi, en reiknað er með 50 ára líftíma framkvæmdarinnar og horft til þess tímaramma þegar þörf á flutningsgetu er metin.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis og breyting á umfangi

Verkefnið var upprunalega afgreitt í janúar 2019 með kerfisáætlun 2018-2027. Í samþykktarferli kerfisáætlunar 2019-2028 var tilkynnt um breytingu á umfangi framkvæmdarinnar á þann veg að bæði strengsett jarðstrengshluta línunnar yrðu lögð samtímis og annað þeirra notað sem hluti af Kröflulínu 1 fyrst um sinn. Með samþykki Orkustofnunar á kerfsiáætlun þann 12.2.2020 var sú breyting samþykkt.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
FT3-2.PNG

Tafla 3-2 : HS3 – Rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-2 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í Tafla 3 7, Tafla 3 8, Tafla 3 9 og Tafla 3 10.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 220 kV raflínu á milli Rangárvalla á Akureyri og nýs tengivirkis á Hólasandi. Raflínan verður að mestu leyti byggð sem loftlína, en verður einnig lögð sem jarðstrengur á kafla. Í verkefninu felst einnig bygging nýrra 220 kV tengivirkja á Hólasandi og á Rangárvöllum á Akureyri ásamt uppsetningu á útjöfnunarspólu á Rangárvöllum.

Hér á eftir fer lýsing á þeim búnaði sem felst í verkefninu.

Raflína

Ætlunin er að byggja 220 kV raflínu frá Rangárvöllum á Akureyri og að nýju tengivirki á Hólasandi. Heildarlengd línunnar verður 70,5 km og verður hún að stærstum hluta lögð sem loftlína, en sem jarðstrengur á 9,8 km kafla í Eyjafirði.

FT3-3.PNG

Tafla 3-3 : HS3 – Lýsing framkvæmdar, raflína

Mastragerð

Endanleg ákvörðun um mastragerð verður tekin í umhverfismati framkvæmdarinnar. Í þessari umfjöllun er miðað við stöguð stálröramöstur, svokölluð M-möstur og miðar verkefnalýsing framkvæmdarinnar við slík möstur. Meðalhæð mastra er um 23 metrar með 20 metra langri ofanáliggjandi brú, sem upphengibúnaður og leiðarar línunnar hanga í.

Mynd 3-2: Stagað stálröramastur af M-gerð
Mynd 3-2 sýnir teikningu af þeirri mastragerð sem lýsingin miðast við, stagað stálröramastur af M-gerð. Möstrin standa á tveimur fótum sem eru settir á steyptar undirstöður. Hornmöstur verða að öllu jöfnu þrjár stagaðar stálsúlur, sem standa á steyptum undirstöðum eða bergboltum. Þar sem takmarkað pláss er fyrir stög verða hins vegar notaðir frístandandi fjórfótungar með undirstöðu undir hverju horni.

Einlínumynd verkefnis

FM3-3.png
Mynd 3-3 : Einlínumynd af Hólasandslínu 3
Mynd 3-3 sýnir einlínumynd af áætlaðri Hólasandslínu 3. Línuleiðin fylgir að mestu núverandi línuleið Kröflulínu 1.

Tengivirki á Rangárvöllum

Á Rangárvöllum verður byggt nýtt 220 kV tengivirki sem tengt verður núverandi 132 kV tengivirki. Bæta þarf einum 132 kV rofareit við núverandi virki.
FT3-4.PNG
Tafla 3-4 : HS3 – lýsing framkvæmdar, tengivirki á Rangárvöllum

Tengivirki á Hólasandi

Á Hólasandi verður byggt 220 kV tengivirki sem mun tengja saman Hólasandslínu 3 (Rangárvellir – Hólasandur), Kröflulínu 4 (Krafla – Hólasandur) og Hólasandslínu 1 (Hólasandur – Þeistareykir). Síðastnefnda línan er þegar til staðar og er í dag hluti af Kröflulínu 4. Tilkoma tengivirkisins eykur möskvun kerfisins og stuðlar þannig að bættu afhendingaröryggi meginflutningskerfisins.
FT3-5.PNG
Tafla 3-5 : HS3 – lýsing framkvæmdar, tengivirki á Hólasandi

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Skv. niðurstöðum skýrslu sem fjallar um mat á mögulegum jarðstrengslengdum í 220 kV flutningskerfi á Norðurlandi er launaflsútjöfnun upp á 35 MVAr nauðsynleg á Rangárvöllum ef lagður er 9,8 km langur jarðstrengur í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir fastri tengingu við streng.
FT3-6.PNG

Tafla 3-6 : HS3 - lýsing framkvæmdar, launaflsvirki

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefni

FT3-7.PNG
Tafla 3-7 : HS3 – fjárhagslegar upplýsingar
Tafla 3-7 inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um framkvæmdina. Þar kemur fram að teknu tilliti til fyrirvara sem tilgreindir eru í kafla 3.2 mun verkefnið hafa áhrif á báðar gjaldskrár til hækkunar, að því gefnu að heildarkostnaður þess falli utan afskriftarrammans. Áhrifin á stórnotendagjaldskrá eru 7,7% en 4,9% á dreifiveitugjaldskrá. Þetta miðast við þá flutningsaukningu sem spáð er í Raforkuspá fyrir spennusetningarár línunnar, 2021.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við lagningu línunnar hefjist á árinu 2020 og að þeim ljúki í lok árs 2021. Spennusetning er áætluð í lok 2021.
HS3_time.png

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga.
FM3-4.png
Mynd 3-4 : HS3 – uppfylling markmiða
Mynd 3-4 sýnir myndræna túlkun á niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Bygging Hólasandslínu 3 er talin hafa mikil jákvæð áhrif á öryggi þar sem hún stuðlar beint að auknu N-1 rekstraröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu. Það sama gildir um áreiðanleika afhendingar, þar sem að um þriðju tengingu byggðalínu inn á Akureyri er að ræða. Einnig eykur nýtt tengivirki á Hólasandi möskvun kerfisins og eykur þar með áreiðanleikann. Framkvæmdin er talin hafa jákvæð áhrif á gæði raforku þar sem að hún eykur skammhlaupsafl á Rangárvöllum með sterkari tengingu við virkjanir á A-landi og NA-landi. Hvað varðar markmið um skilvirkni er virkjunin einnig talin hafa jákvæð áhrif, en HS3 er ein af flutningsléttari línutengingum valkosta langtímaáætlunar snemma í röðinni eykur gagn og nýtingu KR3 verulega.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Töp í háspennulínum eru háð viðnámi leiðara, lengd línu og því afli sem flutt er um línuna. Erfitt er að meta hvaða áhrif mismunandi útfærslur á Hólasandslínu 3 hafa á heildartöp í flutningskerfinu yfir líftíma verkefnisins þar sem slíkt er háð flutningsmagni hverju sinni. Þó er reglan sú að því spennuhærri sem línan er, því minna er viðnám leiðara og þar með minnka töpin samhliða. Það leiðir af sér að flutningstöp muni minnka talsvert á þessari leið þegar horft er yfir líftíma línunnar, án þess þó að mögulegt sé að meta heildartöp yfir líftímann. Til að meta stærðargráðuna er farin sú leið að birta graf sem sýnir flutningstöp í prósentum við flutning á línuleiðinni á milli Rangárvalla og Hólasands, um 70 km leið, sem fall af fluttu afli. Á grafinu eru töp í línunni Kröflulína 1, sem liggur á milli Kröflu og Akureyrar, notuð til viðmiðunar og er þá miðað við sömu vegalengd. Til samanburðar er svo horft til Hólasandslínu 3 sem er 220 kV loftlína með 9,5 km jarðstreng í Eyjafirði. Töpin eru skoðuð annars vegar þegar Hólasandslína 3 er í samrekstri með Kröflulínu 1 og hins vegar þegar Kröflulína 1 er ekki í rekstri.
FM3-5.png
Mynd 3-5 : Hólasandslína 3, flutningstöp sem fall af fluttu afli
Mynd 3-5 sýnir flutningstöpin sem fall af fluttu afli á línuleiðinni á mill Rangárvalla og Hólasands. Heildartöp fyrir viðmiðunarlínuna, Kröflulínu 1 eru 0,65% þegar flutt eru 50 MW, 1,3% við 100 MW, 1,95% við 150 MW og 2,61% við 200 MW flutning. Það skal áréttað að raunveruleg hitaflutningsmörk Kröflulínu 1 eru u.þ.b. 150 MW en til samanburðar eru fræðileg töp útreiknuð áfram (strikalína), þá reiknuð út frá viðnámi línunnar og horft fram hjá raunverulegri flutningsgetu hennar. Í tilfelli samkeyrslu Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 1 verða töpin hins vegar 0,16%, 0,31%, 0,47% og 0,62% fyrir þessi fjögur álagstilfelli. Það er minnkun upp á 76% frá viðmiðunartilfellinu. Í tilfellinu þar sem Kröflulína 1 er aftengd og Hólasandslína 3 er eina tengingin á milli svæðanna eru töpin 0,2% fyrir 50 MW flutning, 0,41% fyrir 100 MW, 0,61% fyrir 150 MW og 0,82% fyrir 200 MW flutning. Það er minnkun upp á 68% frá viðmiðunartilfellinu.
Niðurstaðan er að framkvæmdin felur í sér minnkun á töpum frá 68% og upp í 76% eftir því hvort línan sé rekin í samrekstri með Kröflulínu 1 eða ein og sér.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Landsnet setur sér markmið er varða áreiðanleika og afhendingaröryggi flutningskerfis ársgrundvelli með mælingu þriggja stuðla. Þessir stuðlar eru straumleysismínútur (SMS, stuðull um meðaltíma skerðingar í mín/ári), stuðull um rofið álag (SRA, MW/MWár) og kerfismínútur (mælikvarði á umfang truflana eða orkuskerðing sem hlutfall af hámarksafli veitu í mínútum). Mælingar á stuðlunum byggjast á truflanaskráningu Landsnets og koma fram í Frammistöðuskýrslu Landsnets ár hvert. Markmið Landsnets fyrir þessa stuðla má sjá í töflunni ásamt þeim áhrifum sem framkvæmdin er talin hafa á stuðlana.
FT3-8.PNG
Tafla 3-8 : Markmið um og möguleg áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi Fjallað verður um áhrif framkvæmdarinnar Hólasandslínu 3 á ofangreinda stuðla. Annars vegar er fjallað um áhrif Hólasandslínu 3 á stuðlana sem sjálfstæða framkvæmd og hins vegar verður fjallað um áhrif hennar í þeirri framkvæmdaröð framkvæmdaáætlunar í þeim framkvæmdum sem fram koma í valkostagreiningu langtímaáætlunar. Með öðrum orðum verður fjallað um áhrif Hólasandslínu 3 að gefinni þeirri forsendu að Kröflulína 3 sé einnig komin í rekstur enda er það sú röð framkvæmda sem Landsnet leggur fram.
Hólasandslína 3

Áreiðanleiki raforkuafhendingar til notenda og móttöku orku frá virkjunum á svæðinu batnar með tilkomu Hólasandslínu 3 (HS3). Línan liggur frá Rangárvöllum við Akureyri að nýju tengivirki á Hólasandi og þaðan liggur ný 220 kV lína, Kröflulína 4, að Kröflu. Fyrir er 132 kV lína frá Rangárvöllum að Kröflu, Kröflulína 1 (KR1) og mun því nýja línan auka flutningsgetu á þessum kafla byggðalínuhringsins.
Á síðustu 10 árum 2007-2016 hefur KR1 farið fimm sinnum úr rekstri vegna fyrirvaralausra truflana og 29 sinnum vegna viðhalds. Að meðaltali síðustu 10 ár hefur KR1 verið úti rétt undir 14 klukkustundum ári vegna fyrirvaralausra rekstrartruflana og um 60 klukkustundir ári vegna viðhalds. Á síðustu 10 árum hafa verið tvær truflanir á KR1 sem hefur valdið skerðingum hjá Becromal á Akureyri sem samsvarar 42,8 MWh. HS3 liggur við hlið KR1, þannig að truflanir og viðhald á KR1 ættu með tilkomu HS3, að hafa lítil áhrif á afhendingaröryggið á Norðurlandi.
Hér hefur áreiðanleiki eða ótiltæki verið reiknað á þeim afhendingarstöðum sem verða fyrir beinum áhrifum af tilkomu Hólasandslínu 3. Niðurstaða þessara reikninga er eftirfarandi:

 • SMS: Með tilkomu nýrrar línu ætti straumleysismínútum (SMS) að fækka að meðaltali um 1,47 mínútur ári, en markmið Landsnets er að straumleysismínútur í kerfinu séu ekki fleiri en 50 ári.
 • KM: Engin truflun á Norðurlandi á síðustu 10 árum hefur farið yfir 10 kerfismínútur en markmið Landsnets er að engar slíkar truflanir eigi sér stað í kerfinu. Ætla má því að tilkoma HS3 muni lítið fækka truflunum sem eru yfir 10 kerfismínútur en slíkar truflanir eru fátíðar eins og kemur fram í Frammistöðuskýrslu Landsnets.
 • SRA: Stuðull um rofið álag (SRA) er stuðull sem Landsnet hefur sett sér markmið um. Truflanir síðustu 10 ára á KR1 hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,01 MW/MWár í SRA-stuðlinum fyrir landið í heild en markmið Landsnets er að þessi stuðull sé undir 0,85 MW/MWár. Ný lína við hlið KR1 gæti því að lágmarki lækkað SRA-stuðulinn sem þessu nemur sem er rúmlega 1% lækkun. Truflanir á Norðurlandi síðastliðin 10 ár hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,17 MW/MWár, hægt er að reikna með að tilkoma HS3 hafi áhrif á truflanir á öllu Norðurlandi og geti haft áhrif á SRA til lækkunar.
Kröflulína 3 (KR3) og Hólasandslína 3 (HS3)

Ef tekin eru saman áhrifin fyrir KR3 og HS3 fæst eftirfarandi:

 • KM: Engin truflun á Norðurlandi á síðustu 10 árum hefur farið yfir 10 kerfismínútur en markmið Landsnets er að engar slíkar truflanir eigi sér stað í kerfinu. Ætla má því að tilkoma KR3 og HS3 muni lítið fækka truflunum sem eru yfir 10 kerfismínútur en slíkar truflanir eru fátíðar eins og kemur fram í Frammistöðuskýrslu Landsnets.
 • SRA: Með tilkomu bæði KR3 og HS3 gæti SMS lækkað á landsvísu um 0,097 MW/MWár eða allt að 11,5% af markmiði Landsnets sem er að þessi stuðull sé undir 0,85 MW/MWár,
 • SMS: Með tilkomu þessara tveggja lína gæti SMS á landsvísu minnkað um 1,49 mín/ári.

KR3 og HS3 eru fyrsti og annar áfangi í stærri áætlun um 220kV „þak“ á byggðalínunni sem miðað er við að nái frá Blöndu að Fljótsdal. Með tilkomu þess þaks mun áreiðanleiki flutningskerfisins aukast til muna.
Til viðbótar við þetta, má nefna að truflanir á rekstri flutningskerfisins geta valdið því að flutningskerfinu er á sjálfvirkan hátt skipt upp í tvær eyjar og oft fylgir slíkum aðgerðum skerðing á afhendingu raforku. Styrking byggðalínukerfisins eflir kerfið og minnkar líkurnar á að til slíkra atburða þurfi að koma en ekki hefur verið skoðað sérstaklega hvaða áhrif Hólasandslína 3 ein og sér hefur á slíka atburði.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

FT3-9.PNG
Tafla 3-9 : HS3 – valkostir, samræmi við stefnu um línugerð
Allir valkostir hafa verulega jákvæð áhrif á samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Skoðaðir jarðstrengskostir í Eyjafirði liggja innan þéttbýlismarka, þar sem kostnaðarviðmið eiga ekki við. Í Eyjafirði getur loftlína ekki risið samhliða núverandi línum vegna áhrifa á flugumferð og þéttbýli og leiðarval fyrir jarðstreng lítur öðrum lögmálum en leiðarval loftlína.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

FT3-10.PNG
Tafla 3-10 : HS3 – valkostir, samræmi við almenn atriðið í stefnu
Tafla 3-10 inniheldur niðurstöðu mats á því hvernig valkostir samræmast almennum atriðum í stefnu stjórnvalda. Allir valkostir eru taldir hafa óveruleg, jákvæð eða verulega jákvæð áhrif á samræmi við öll almenn markmið nema valkostir 5 og 6. Þar er það metið sem svo að línulögnin muni verða áberandi frá fjölförnum stöðum og er þar átt við frá þjóðvegi 1 í grennd við Laxárlínu 1.

Umhverfisáhrif valkosta

Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Hólasandslínu 3 eru á landslag og ásýnd og ferðaþjónustu. Áhrif á atvinnuuppbygginu er metin jákvæð.
FM3-6.png
Mynd 3-6 : Samantekt um áhrif Hólasandslínu 3.Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Lækjartún – nýtt tengivirki

Landsnet hyggst styrkja möguleika flutningskerfisins á Suðurlandi til að afhenda aukna orku og bæta afhendingaröryggi. Eftir kerfisgreiningar og greiningar frumkosta var niðurstaðan að reisa nýtt tengivirki sem tengist 220 kV Búrfellslínu 2 (BU2) um 220/132 (66) kV aflspenni inn á 66 kV kerfið á Suðurlandi um jarðstrengi/línur að Hellu og Selfossi. Síðar verði mögulegt að spennuhækka hluta 66 kV kerfisins í 132 kV og auka þannig flutningsgetu þess. Tengivirkið verður staðsett í landi jarðarinnar Lækjartúns í Ásahreppi skammt austan Þjórsárbrúar á Suðurlandsvegi.

Tilurð og markmið verkefnis

Núverandi flutningskerfi raforku á Suðurlandi samanstendur af 66 kV kerfi sem skiptist í austur- og vesturhluta, hvor hluti með hringtengingu. Tenging á milli hlutanna er um Selfosslínu 2 (SE2) á milli Hellu og Selfoss en flutningsgeta hennar er mjög takmörkuð. Innfæðing í austurhluta kerfisins er frá Búrfelli um línur að Flúðum og Hvolsvelli og í vesturhlutann frá Ljósafossi um línur að Selfossi og Hveragerði. Í samræmi við auknar þarfir á orkuafhendingu á Suðurlandi hyggst Landsnet styrkja flutningskerfið þannig að hægt sé að flytja aukna raforku inn á svæðið og auka afhendingaröryggi.
Meginmarkmið verkefnisins eru eftirfarandi:

 • Að auka flutningsgetu inn á svæðisbundna flutningskerfið á Suðurlandi
 • Að auka áreiðanleika afhendingar á Suðurlandi
 • Að auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa með því að auðvelda orkuskipti á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum

Eftir umfangsmikla kerfis- og frumgreiningu Landsnets var lagt til að reist yrði nýtt tengivirki sem tengdist 220 kV Búrfellslínu 2 miðsvæðis á Suðurlandi og tengdist báðum hlutum 66 kV kerfisins í landshlutanum. Í framtíðinni yrði hluti 66 kV kerfisins spennuhækkaður í 132 kV.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem uppfyllir markmið framkvæmdarinnar ásamt því að uppfylla best markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda hefur verið valinn sem framlagður valkostur.
FT3-11.PNG
Tafla 3-11 : LAE – rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis við Lækjartún þar sem settir verða upp þrír 220 kV rofareitir og þrír 132 kV rofareitir ásamt 220/132 kV millisambandsspenni. Tengivirkisbyggingin verður reist með nægjanlegt rými til að bæta við tveimur 220 kV rofareitum síðar og mögulegt verður að lengja rofasalinn síðar þannig að hægt sé að bæta við 132 kV rofareitum.

Tengivirki við Lækjartún

FT3-12.PNG
Tafla 3-12 : LAE – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

FM3-7.png
Mynd 3-7 : Einlínumynd af flutningskerfinu á suðurlandi með nýju tengivirki við Lækjartún
Mynd 3-7 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Suðurlandi með nýju tengivirki við Lækjartún á milli Búrfellslínu 2 og þjóðvegar 1 rétt austan við Þjórsá.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið

FT3-13.PNG
Tafla 3-13 : LAE – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok árs 2020 og að þeim ljúki í byrjun ársins 2022.
LAE_time.PNG

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-8.png
Mynd 3-8 : LAE – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir verkefnið

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Þar sem um byggingu tengivirkis er að ræða er ekki framkvæmt mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Hvað varðar stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku samræmist verkefnið þeim lið sem fjallar um að tryggt skuli að flutningskerfið mæti þörfum fyrir aukin orkuskipti í samgöngum og haftengdri starfsemi, sem er eitt af meginmarkmiðum með verkefninu. Verkefnið samræmist einnig aðgerðaáætlun stjórnvalda í orkuskiptum, sem tiltekur að raforkuinnviðir fyrir fiskimjölsverksmiðjur skuli vera til staðar. Í Vestmannaeyjum eru fiskimjölsverksmiðjur sem geta ekki rafvæðst í núverandi kerfi en tilkoma Lækjartúns tengivirkisins mun hjálpa verulega til við þá rafvæðingu.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmd er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 10.04.2019, kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki matsskyld.

Lækjartúnslína 2

Verkefnið snýst um lagningu 132 kV raflínu, sem hlotið hefur nafnið Lækjartúnslína 2, í svæðisbundna flutningskerfinu á Suðurlandi. Línan mun styrkja möguleika flutningskerfisins á Suðurlandi til að afhenda aukna orku og bæta afhendingaröryggi. Lækjartúnslína 2 mun liggja á milli Hellu og Lækjartúns sem er væntanlegt tengivirki í landi Lækjartúns í Ásahreppi, skammt norðan við Suðurlandsveg, nálægt Þjórsá. Lækjartún verður tengt við og fætt frá Búrfellslínu 2 sem er 220 kV flutningslína á milli Búrfells og Kolviðarhóls. Núverandi 66 kV loftlína, Selfosslína 2, sem liggur á milli Selfoss og Hellu mun fyrst um sinn liggja óbreytt frá Selfossi að Lækjartúni, en þeim hluta línunnar sem liggur á milli Hellu og Lækjartúns mun verða skipt út fyrir Lækjartúnslínu 2. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir að þeim hluta Selfosslínu 2 sem liggur á milli Selfoss og Lækjartúns verði skipt út fyrir afkastameiri línu og þá væntanlega einnig lögð sem 132 kV jarðstrengur. Til stendur að reka Lækjartúnslínu 2 fyrst um sinn á 66 kV spennu með þeim möguleika að síðar verði hægt að spennuhækka hluta 66 kV kerfisins á Suðurlandi í 132 kV og auka þannig flutningsgetu þess, eftir því sem þróun notkunar á svæðinu krefst.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða endurnýjun á Selfosslínu 2, sem er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets, og hins vegar er um að ræða þörf sem skapast hefur fyrir öflugri fæðingu inn á svæðisbundna flutningskerfið á Suðurlandi vegna örari notkunaraukningar en gert hafði verið ráð fyrir og staðfest hefur verið með kerfisgreiningum. Selfosslína 2, milli Selfoss og Hellu, var tekin í notkun árið 1947 og er orðin brýn þörf á endurnýjun hennar bæði vegna aldurs og ástands og einnig vegna takmarkaðrar flutningsgetu hennar. Álag á 66 kV svæðisflutningskerfið á eystri hluta Suðurlands (þ.e. austan Þjórsár) hefur aukist mikið á síðari árum, ekki síst vegna aukinnar raforkunotkunar notenda á skerðanlegum flutningi í Vestmannaeyjum. Flutningsgeta einstakra hluta kerfisins er orðin takmarkandi þáttur og að auki fara spennuvandamál vaxandi. Þörfin fyrir styrkingu kerfisins á svæðinu er því brýn og liður í að bæta þetta ástand er að endurnýja flutningsleiðir á milli Selfoss og Hvolsvallar. Sú endurnýjun mun fara fram í þremur áföngum, en búið er að ljúka fyrsta áfanga þeirrar endurnýjunar sem var lagning Hellulínu 2 milli Hellu og Hvolsvallar. Lagning Lækjartúnslínu 2 er áfangi tvö í þeirri endurnýjun, en þriðji og síðasti áfanginn er endurnýjun þess hluta Selfosslínu 2 á milli Selfoss og Lækjartúns.

Meginmarkmið verkefnis eru að auka flutningsgetu inn á svæðisbundna flutningskerfið á Suðurlandi og auka áreiðanleika afhendingar á svæðinu.

Rökstuðningur fyrir verkefni

Sá valkostur sem best uppfyllir meginmarkmið framkvæmdarinnar ásamt markmiðum raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.

FT3-14.PNG
Tafla 3-14 : LT2 – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-14 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið framkvæmdarinnar um aukna orkuafhendingu inn á Suðurlandskerfið ásamt því að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3 10 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í töflum Tafla 3 17 og Tafla 3 18.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér lagningu nýs 15,5 km 132 kV jarðstrengs milli Lækjartúns og Hellu. Jarðstrengur verður samsettur úr þremur aðskildum einleiðarastrengjum sem lagðir eru í þríhyrningsuppröðun í strengsand sem er með viðunandi varmaleiðni. Meðfram strengjunum verður lagt ídráttarrör fyrir ljósleiðara (fjarskiptarör).

Raflína

FT3-15.PNG
Tafla 3-15 : LT2 – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

FM3-9.png
Mynd 3-9. LT2 – einlínumynd með Lækjartúnslínu 2
Mynd 3-9 sýnir einlínumynd af svæðisflutningskerfinu á Suðurlandi með Lækjartúnslínu 2 milli Lækjartúns og Hellu.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-16.PNG
Tafla 3-16 : LT2 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok árs 2020 og að þeim ljúki í byrjun ársins 2022.
LT2_time.PNG

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-10.png
Mynd 3-10 : LT2 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir verkefnið

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

FT3-17.PNG
Tafla 3-17 : LT2 – samræmi við stefnu um línugerð
Tafla 3-17 sýnir mat á því hvernig framkvæmdin samræmist stefnu stjórnvalda um línugerð. Raflínan er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Suðurlandi og samkvæmt stefnunni á að meta jarðstrengslagnir í slíkum tilfellum. Skv. kostnaðarviðmiði í stefnunni á að leggja jarðstreng ef kostnaður við jarðstreng er undir tvisvar sinnum kostnaði við sambærilega loftlínu. Samkvæmt verðbönkum Landsnets er kostnaður við 132 kV loftlínu 751 milljón. Samkvæmt samanburði á kostnaðarmati eru framkvæmdin því í fullu samræmi við stefnu um línugerð og fellur undir kostnaðarviðmið sem sett er í stefnunni.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Metið var hvernig framkvæmdin samræmist við almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Greiningin er sameiginleg fyrir báða valkosti, þar sem enginn munur er á framkvæmdinni eftir valkostum, nema spennustig á strengnum.
FT3-18.PNG
Tafla 3-18 : LT2 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda
Tafla 3-18 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin samræmist almennum atriðum í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. Niðurstaða er að framkvæmdin hefur verulega jákvæð áhrif á flest almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Verkefnið samræmist einnig aðgerðaáætlun stjórnvalda í orkuskiptum, sem tiltekur að raforkuinnviðir fyrir fiskimjölsverksmiðjur skuli vera til staðar. Í Vestmannaeyjum eru fiskimjölsverksmiðjur sem geta ekki rafvæðst að fullu í núverandi kerfi en tilkoma Lækjartúnslínu 2, ásamt nýjum afhendingarstað í Lækjartúni, mun hjálpa verulega til við þá rafvæðingu.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Framkvæmd er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 10.04.2019, kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki matsskyld.

Korpulína 1 – endurnýjun

Verkefnið snýr að strenglagningu línu í meginflutningskerfinu á höfuðborgarsvæðinu, en Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því að Landsnet kanni möguleikann á því að setja Korpulínu 1 í jarðstreng þar sem byggðin hefur þróast á þann veg að hún er komin alveg upp að línunni.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er í endurnýjunaráætlun Landsnets, en línan er langt komin með líftíma sinn og því þarf að huga að endurnýjun á henni. Eftir viðræður á milli Reykjavíkurborgar og Landsnets um tilfærslu Korpulínu 1 og strenglagningu línunnar, m.a. innan fyrirhugaðs kirkjugarðs, hefur verkefnið verið sett á framkvæmdaáætlun. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir að hliðra línunni til suðurs fyrir landmótun vegna kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells og leggja línuna sem jarðstreng. Landsnet hefur fyrir sitt leyti samþykkt staðsetningu línunnar og á nú í viðræðum við Reykjavíkurborg m.a. um nánari útfærslu og kostnaðarskiptingu verksins milli Landsnets og borgarinnar, en Reykjavíkurborg mun taka þátt í kostnaði við verkefnið þar sem línan hefur ekki verið afskrifuð að fullu.
Línan liggur að hluta til innan skilgreinds þéttbýlis, sbr. skilgreiningu á þéttbýli í 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.
Meginmarkmið verkefnisins eru að tryggja áframhaldandi rekstraröryggi Korpulínu 1 sem er kerfislega mikilvæg fyrir orkufæðingu höfuðborgarsvæðisins og að tryggja samræmi við þróun skipulags á höfuðborgarsvæðinu.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis og breyting á umfangi

Verkefnið var afgreitt með samþykkt kerfisáætlunar 2018-2027. Í þeirri kerfisáætlun stóð til að framkvæmdir við verkefnið myndu hefjast á árinu 2019. Nú er orðið ljóst að undirbúningur verkefnisins mun taka lengri tíma en til stóð upphaflega og að framkvæmdir munu hefjast á árinu 2020. Einnig hefur umfang verkefnisins breyst, en ákveðið hefur verið að fara í framkvæmdir á valkosti 2, en ekki valkosti 1 eins og fram kom í kerfisáætlun 2018-2027. Í nýjum aðalvalkosti verður lagður strengur alla leið frá Korpu út í Geitháls í stað þess að skipta framkvæmdinni upp í tvo áfanga eins og valkostur 1 sagði til um. Með því nást fram samlegðaráhrif en heildarkostnaðurinn er um 100 mkr. lægri með því að taka verkið í einni samfellu. Að auki eru taldar líkur á því samkvæmt Raforkuspá að árið 2025 gæti álag á gamla loftlínuhlutann farið yfir flutningsmörk.

Umfang verkefnis

Skoðaðir voru tveir valkostir um mögulega línuleið fyrir lagningu Korpulínu 1 í jarðstreng og þeir metnir eftir markmiðum raforkulaga og m.t.t. stefnu stjórnvalda uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
FT3-19.PNG
Tafla 3-19 : KO1 – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-19 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu ásamt niðurstöðu valkostagreiningar er lýst nánar í Tafla 3 21, Tafla 3 22 og Tafla 3 23.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í að leggja Korpulínu 1 í jarðstreng frá tengivirkinu á Geithálsi að núverandi strengendavirki við Korpu, alls 6,7 km.

Raflína

FT3-20.PNG
Tafla 3-20 : KO1 – lýsing framkvæmdar, raflína

Einlínumynd verkefnis

FM3-11.png
Mynd 3-11 : einlínumynd Korpulínu 1
Mynd 3-11 sýnir einlínumynd af Korpulínu 1.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-21.PNG
Tafla 3-21 : KO1 – fjárhagslegar upplýsingar
Korpulína 1 er hluti af meginflutningskerfinu og því hefur framkvæmdin áhrif á gjaldskrá bæði fyrir dreifiveitur og stórnotendur. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 620 milljónir króna.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2020 og að þeim ljúki sama ár.
KO1 ný.png

Markmið raforkulaga

Framkvæmt var mat á því hvernig áhrif framkvæmdarinnar eru á markmið raforkulaga.
FM3-12.png
Mynd 3-12 : Korpulína 1 – niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða fyrir valkost 1
Mynd 3-12 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Framkvæmdin er ekki talin hafa nein teljandi áhrif á markmið raforkulaga eins og sést á myndunum.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Áhrif á flutningstöp eru óveruleg þar sem verið er að skipta út loftlínu fyrir jarðstreng á sama spennustigi og svipaðri lengd.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

FT3-22.PNG
Tafla 3-22 : KO1 – samræmi við stefnu um línugerð
Til að bera saman kostnað við jarðstrengslagnir var framkvæmt verðmat á sambærilegum 132 kV loftlínum.
Kostnaður við 6 km loftlínu er 336 milljónir króna. Kostnaðarviðmið vegna jarðstrengslagna er ekki í gildi þar sem um þéttbýli er að ræða.
Verðið eru fengið úr verðbanka Landsnets og miðast við gengi evru 135 krónur og gengi Bandaríkjadollara 121 krónur.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

FT3-23.PNG
Tafla 3-23 : KO1 – samræmi við almenn atriði í stefnu
Matið sýnir að framkvæmdin er í fullu samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Umhverfisáhrif eru talin óveruleg, þar sem framkvæmd mun fylgja vegstæði og fara ekki um verndarsvæði. Framkvæmdin fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum ef hún liggur ekki um verndarsvæði.

Rauðavatnslína 1 – endurnýjun línu

Verkefnið snýr að hlutaendurnýjun flutningslínu í svæðisbundna flutningskerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Rauðavatnslína 1 (RV1) liggur frá tengivirkinu á Geithálsi og að tengivirki Veitna, A12 ofan við Rauðavatn. Elsti hluti hennar var tekinn í notkun árið 1953 og er því orðinn 66 ára. Línan lá upphaflega frá Geithálsi að tengivirki við Elliðaárstöð og er sá hluti hennar, sem eftir stendur, loftlína, byggð á frístandandi stálmöstrum um 1,7 km leið út frá Geithálsi. Nýrri hluti línunnar er jarðstrengur, um 1,5 km leið sem tengist frá loftlínunni og að A12.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið kemur frá greiningum á svæðisbundna flutningskerfinu á höfuðborgarsvæðinu, en kerfisgreiningar hafa sýnt fram á þörfina fyrir aukna flutningsgetu á milli Geitháls og A12, vegna vaxandi notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgeta jarðstrengshluta línunnar er 110 MVA en flutningsgeta loftlínuhlutans er 106 MW og takmarkast því flutningsgeta línunnar við það. Kerfisgreiningar hafa sýnt fram á myndun flöskuhálsa í fæðingu raforku inn til höfuðborgarsvæðisins á næstu árum og er verkefnið liður í að koma í veg fyrir það.
Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets en hluti Rauðavatnslínu 1 er 66 ára gamall og því kominn tími á endurnýjun línunnar.
Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja áreiðanleika afhendingar raforku á höfuðborgarsvæðinu og minnka líkur á myndun flöskuhálsa.
Sú breyting hefur orðið á umfangi verkefnisins á undirbúningstímanum að nú hefur verið ákveðið að endurnýja einnig jarðstrengshluta línunnar, en frekari athugun á ástandi jarðstrengsins leiddi í ljós að ástand hans var verra en áður hafði verið áætlað. Við þetta bætist um 800 metrar af jarðstreng og hækkar það framkvæmdakostnaðinn um 30 milljónir króna. Eins hefur verið ákveðið að flýta verkefninu og hefja framkvæmdir á árinu 2020. Er það gert til að ná fram samlegðaráhrifum með framkvæmdum við Korpulínu 1, bæði í innkaupum á jarðstreng og eins vegna verktakakostnaðar.

Rökstuðningur verkefnis

Aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið verkefnisins og að auki hefur verið framkvæmt mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.
FT3-24.PNG
Tafla 3-24 : RV1 – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-24 sýnir samantekt á því hvernig aðalvalkostur er talinn uppfylla markmið raforkulaga sbr. og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3 14 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í Tafla 3 27 og Tafla 3 28.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í að leggja Rauðavatnslínu 1 í jarðstreng frá tengivirkinu á Geithálsi að tengivirkinu A12, um 3 km leið.

Einlínumynd verkefnis

FM3-11.png
Mynd 3-13 : RV1 – einlínumynd

Raflína

FT3-25.PNG
Tafla 3-25 : RV1 – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Ekki er þörf á launaflsútjöfnun vegna strenglagningarinnar.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-26.PNG
Tafla 3-26 : RV1 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinni hluta ársins 2020 og línan verði spennusett í lok ársins. Lokafrágangi eftir framkvæmdir mun ljúka í byrjun árs 2021.
RV1_timev2.PNG

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-14.png
Mynd 3-14 : RV1 – mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga
Mynd 3-14 sýnir hvernig verkefnið uppfyllir raforkulög.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

FT3-27.PNG
Tafla 3-27 : RV1 – samanburður á því hvernig valkostir samræmast stefnu um línugerð
Tafla 3-27 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig valkostir samræmast stefnu stjórnvalda um línugerð. Línan telst vera í landshlutakerfi raforku og á samkvæmt því að meta sem jarðstreng. Línan er einnig innan þéttbýlismarka og því á kostnaðarviðmið ekki við. Kostnaðarhlutfall er engu að síður undir tvisvar sinnum því sem loftlína með sambærilega flutningsgetu kostar á þessu svæði og því er jarðstrengslögn metin svo að hún sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

FT3-28.PNG
Tafla 3-28 : RV1 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Umfang áhrifa á vatnsvernd eru metin lítil. Línuleiðin liggur að mestu meðfram stígum eða slóðum en búast má við raski á skógrækt. Umfang áhrifa valkosta á landnýtingu eru metin óveruleg. Aðalvalkostur felur í sér að fjarlæga línu og er því talin hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og landslag.

Akraneslína 2

Verkefnið snýr að endurnýjun flutningslínu í svæðisbundna flutningskerfinu á Vesturlandi. Akranes er í dag tengt við meginflutningskerfið með tveimur 66 kV flutningslínum. Annars vegar með Akraneslínu 1 sem er 66 kV jarðstrengur á milli Akraness og Brennimels og hins vegar með Vatnshamralínu 2 (hét áður Andakílslína 1) sem er 66 kV loftlína á milli Akraness og Vatnshamra. Línan er yfir 50 ára gömul og þarfnast endurnýjunar. Endurnýjuð tenging Akraness við meginflutningskerfið mun hljóta nafnið Akraneslína 2 (AK2).
Landsneti hefur borist erindi frá Akranesbæ um að fjarlægja Vatnshamralínu 2 á um 4 km kafla þar sem gert er ráð fyrir iðnaðarsvæði norðaustan við bæinn. Því hefur verið ákveðið að skipta framkvæmdinni upp í tvo áfanga. Sá fyrri nær yfir strenglagningu Vatnshamralínu 2 á um 4 km leið við Akranes. Síðari áfanginn er svo áframhaldandi lagning jarðstrengs að tengivirki á Brennimel og endurnýjun á 132/66 kV spenni á Brennimel, ásamt niðurrifi á Vatnshamralínu 2.

Tilurð og meginmarkmið verkefnis

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets, en hlutverk endurnýjunaráætlunar er að hámarka afhendingaröryggi í flutningskerfinu, tryggja samfellu í endurnýjun núverandi eigna í flutningskerfinu og lágmarka þannig uppsafnaðan vanda vegna endurnýjunarþarfar. Meginmarkmið verkefnisins er að viðhalda afhendingaröryggi á Akranesi og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Umfang verkefnis

Verkefnið snýst um endurnýjun á tvítengingu Akraness, sem er lagning á 66 kV jarðstreng milli Brennimels og Akraness.

Rökstuðningur verkefnis

Metið hefur verið hvernig framkvæmdin uppfyllir meginmarkmið verkefnisins ásamt þeim markmiðum sem skilgreind eru í raforkulögum og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins.
FT3-29.PNG

Tafla 3-29 : AK2 – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-29 inniheldur mat á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla þau markmið sem sett eru fram í raforkulögum ásamt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Mat á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga má sjá á Mynd 3-16 og mat á samræmi við stefnu stjórnvalda í Tafla 3-32 og Tafla 3-33.

Lýsing á framkvæmd

Lagning 66 kV jarðstrengs á milli Akraness og Brennimels um 20 km leið. Einnig verður Vatnshamralína 2 rifin niður.

Einlínumynd verkefnis

FM3-15.png
Mynd 3-15 : AK2 – einlínumynd

Raflína

FT3-30.PNG
Tafla 3-30 : AK2 – lýsing framkvæmdar

Búnaður til launaflsútjöfnunar

Ekki er þörf á launaflsútjöfnun.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

FT3-31.PNG
Tafla 3-31 : AK2 – fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrrihluta ársins 2020 og ljúki um seinni part ársins.
AK2_time.PNG

Niðurstaða mats á uppfyllingu markmiða

FM3-16.png
Mynd 3-16 : Akraneslína 2 – mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

FT3-32.PNG
Tafla 3-32 : AK2 – samræmi valkosta við stefnu um línugerð
Tafla 3-32 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið samræmist stefnu stjórnvalda um línugerð. Línan telst vera í landshlutakerfi raforku og á samkvæmt því að meta sem jarðstreng. Kostnaðarhlutfall er undir tvisvar sinnum það sem loftlína með sambærilega flutningsgetu kostar á þessu svæði og því er jarðstrengslögn metin í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

FT3-33.PNG
Tafla 3-33 : AK2 – samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umhverfisáhrif valkosta

Umhverfisáhrif fyrsta áfanga verkefnisins eru talin óveruleg. Framkvæmdin er innan iðnaðarsvæðis og liggur utan verndasvæða. Möguleg áhrif valkosta eru á lífríki og vatnsvernd. Nánar verður gerð grein fyrir umhverfisáhrifum seinni áfanga verkefnis þegar það kemur inn á framkvæmdaáætlun.