Framkvæmdaáætlun 2021-2023

Í framkvæmdaáætlun Landsnets 2021-2023 eru í heild 27 verkefni, af þeim eru 15 verkefni sem voru á framkvæmdaáætlun fyrri ára og hafa leyfi Orkustofnunar. Á áætluninni eru þannig 12 ný verkefni.

Undirbúningur verkefna er mislangt kominn, alveg frá því að vera á fyrstu stigum undirbúnings að því að álit eða ákvörðun Skipulagsstofnunar liggur fyrir um mat á umhverfisáhrifum og skipulagslegri málsmeðferð lokið skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Í framkvæmdaáætlun leggur Landsnet fram aðalvalkost með hliðsjón af samanburði ólíkra kosta, sem byggir á valkostagreiningu sem byggir eingöngu á þeim markmiðum sem lýst er í raforkulögum og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína auk þess sem framkvæmt er umhverfismat á áætlanastigi, byggt á fyrirliggjandi gögnum. Á þann hátt er mögulegt að taka afstöðu til valkosta og leggja fram þann valkost sem best uppfyllir áðurnefnd markmið og er í samræmi við stefnu stjórnvalda.

Framsetning umhverfismats framkvæmdaáætlunar hefur breyst

Framsetning umhverfismats hefur tekið breytingum frá fyrri framkvæmdaáætlun en byggir þó enn á sömu matspurningum og viðmiðum sem koma fram fyrir langtímaáætlun kerfisáætlunar.

Umfjöllun um umhverfismat framkvæmdar er ólík eftir því hvort um sé að ræða nýja framkvæmd á framkvæmdaáætlun eða hvort framkvæmd hafi leyfi Orkustofnunar úr fyrri framkvæmdaáætlunum þar sem valkostagreining hefur þegar farið fram. Fyrir nýjar framkvæmdir á áætlun er gerð valkostagreining. Í einhverjum tilvikum hefur landfræðileg lega línuleiða ekki áhrif á kerfislega þætti og mun staðsetning þá ekki koma fram í valkostagreiningu á áætlunarstigi.

Ekki er greint frá valkostagreiningu verkefna sem hafa nú þegar verið samþykkt af Orkustofnun í kerfisáætlunum eða með sérstöku leyfi. Fyrir þær framkvæmdir er eingöngu greint frá umhverfisáhrifum aðalvalkostar. Mynd 7.1 gerir grein fyrir hvernig staðið verður að umfjöllun um framkvæmdir í umhverfismati áætlunarinnar á ólíkum stigum þeirra.

mynd7-1.png

Mynd 7.1 Umfjöllun um umverfismat er ólíkt eftir því hvort um sé að ræða nýja framkvæmd á framkvæmdaáætlun eða hvort framkvæmd hafi leyfi Orkustofnunar úr fyrri framkvæmdaáætlunum

Valkostagreining á áætlunarstigi er alltaf háð þeim fyrirvara að ekki er lokið vinnu við umhverfismat framkvæmdarinnar á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Sú málsmeðferð getur skilað annarri niðurstöðu en umhverfismat kerfisáætlunarinnar.
Ef upp kemur sú staða að í umhverfismati við einstaka framkvæmd þyki ástæða til að leggja fram aðalvalkost sem ekki er sá sami og áætlaður var í kerfisáætlun, verður hinn nýi kostur lagður fram í næstu kerfisáætlun til samþykktar hjá Orkustofnun, eða þá að breytt umfang framkvæmdar verður tilkynnt sérstaklega til Orkustofnunar til upplýsinga og samþykktar.

Þar sem neikvæð eða mikil neikvæð áhrif koma fram er gerð grein fyrir samanburði valkosta í töflu og á vægisgrafi. Ef áhrif á alla umhverfisþætti, að atvinnuþróun undanskyldri, eru óveruleg og ekki munur á milli valkosta er eingöngu gerð grein fyrir áhrifum í texta. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum og einnig er litið til fyrirliggjandi upplýsinga í matsskyldufyrirspurnum, matsskýrslum auk ákvarðana og álita Skipulagsstofnunar. Auk þessarar umfjöllunar er gerð almenn grein fyrir framkvæmdum sem ekki falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Það eru framkvæmdir sem eru vegna tengivirkja, spennuhækkunar eða endurnýjunar búnaðar. Umfjöllun um framkvæmdaáætlun er skipt niður eftir því hvenær þær eru fyrirhugar. Sömu mótvægisaðgerðir eiga við í framkvæmdaáætlun og eru í langtímaáætlun. Yfirlit yfir mótvægisaðgerðir er að finna töflu 10.1.

Niðurstaða umhverfismats framkvæmdaáætlunar

Niðurstaða umhverfismats framkvæmdaáætlunar er að helstu neikvæðu umhverfisáhrif aðalvalkostaverða á landslag og ásýnd, lífríki og ferðaþjónustu (Tafla 7.1). Mikilvægt er að hafa í huga að í sumum tilvikum liggur leiðarval aðalvalkostar ekki fyrir á þessu stigi og byggir matið þar á mögulegum áhrifum leiðarvalkosta innan áhrifasvæðis. Það er hins vegar hægt að draga úr neikvæðum áhrifum við undirbúning og verkhönnun framkvæmda og mikilvægt að leggja áherslu á slíkar aðgerðir í umhverfismati viðkomandi framkvæmda. Allar framkvæmdir eru taldar hafa jákvæð áhrif í för með sér á atvinnuuppbyggingu, enda er gert ráð fyrir talsverðri uppbyggingu í sveitarfélögum í öllum landshlutum.

Tafla 7.1 Framkvæmdir á framkvæmdaáætlun 2020-2023 og helstu umhverfisáhrif aðalvalkosta.

tafla7-1_1.PNG
tafla7-1_2.PNG

Framkvæmdir sem hefjast 2020

Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að sjö framkvæmdir hefjist. Allar hafa þær leyfi Orkustofnunar úr fyrri kerfisáætlunum þar sem valkostagreining fór fram. Hér er gerð grein fyrir umhverfisáhrifum aðalvalkosta.

Hólasandslína 3

Hólasandslína 3 felst í byggingu nýrrar 220 kV háspennulínu í meginflutningskerfinu á Norðurlandi. Línan mun liggja á milli Akureyrar og Hólasands, innan þéttbýlis og í nágrenni Akureyrarflugvallar verður línan lögð í jörð á tæplega 10 km kafla og í lofti á tæplega 62 kafla frá Vaðlaheiði að Hólasandi, samtals 71,3 km. Einnig felur framkvæmdin í sér byggingu á nýju 220 kV tengivirki á Hólasandi, ásamt byggingu á nýju 220 kV tengivirki á Akureyri sem mun tengjast núverandi 132 kV virki.
tafla7-2.png

Línuleiðin er að stóru leyti samhliða núverandi línu Kröflulínu 1, sem mun standa áfram. Um nýja línuleið er að ræða í Eyjafirði, Laxárdal og á Hólasandi. Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Frá því framkvæmdin var afgreidd með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun 2018-2029, í janúar 2019, liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar.

Umhverfisáhrif Hólasandslínu 3

Grunnástand: Mikilvægi grunnástand landslags, ferðaþjónustu og menningarminja er metið hafa miðlungs gildi. Alls eru 70 ferðamannastaðir innan 5 km frá framkvæmd. Grunnástand jarðminja er metið hafa miðlungs gildi. Framkvæmd fer að leyti um eldhraun sem nýtur sérstakrar verndunar samkvæmt náttúruverndarlögum. Grunnástand lífríkis er metið hafa hátt gildi. Framkvæmd fer um svæði á náttúruminjaskrá og áhrifasvæðið nær inn á friðlýst svæði, Mýtvatn og Laxá. Framkvæmdin fer um vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi auk þess að fara um votlendi. Framkvæmdin liggur ekki um vatnsverndarsvæði. Talsverð uppbygging er áformuð samkvæmt aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna á Norðausturlandi. Afhendingarmöguleikar og -öryggi er takmarkað miðað við núverandi ástand.

tafla7-3.png

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa á ferðaþjónustu og landslag eru metin mikil. Áhrifasvæðið er umfangsmikið, og um loftlínu er að ræða að stærstum hluta. Framkvæmdin liggur innan þéttbýlis, en þar mun jarðstrengur draga úr neikvæðum áhrifum. Framkvæmdin skerðir vistgerðir með hátt eða mjög hátt verndargildi, og er röskunin yfir 20 ha. Jafnframt verður röskun á votlendi sem er <10 ha að heildarumfangi. Umfang áhrifa á lífríki er metið vera miðlungs.

Röskun verður á eldhrauni sem nýtur verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga. Röskunin er tiltölulega lítil eða minni en 5 ha. Umfang áhrifa á jarðminjar, landnýtingu og menningarminjar eru taldar litlar. Hólasandslína 3 er talin falla að áformum sveitarfélaga og auka öryggi núverandi starfsemi verulega.

Framkvæmdirnar skipta jafnframt flutningskerfi landsins í heild sinni miklu máli, þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Austurlandi.

tafla7-4.png
mynd7-2.jpg

Mynd 7.2 Samantekt um áhrif Hólasandslínu 3. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Lækjartún - nýtt tengivirki

Landsnet hyggst styrkja möguleika flutningskerfisins á Suðurlandi til að afhenda aukna orku og bæta afhendingaröryggi. Eftir kerfisgreiningar og greiningar frumkosta var niðurstaðan að byggja 220 kV tengivirki undir Búrfellslínu 2 í landi Lækjartúns 2 í Ásahreppi, skammt austan Þjórsártúns.
Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Lækjartúnslína 2

Áformað er að Selfosslína 2 verði sett í jörð á um 16 km löngum kafla á milli Hellu og Lækjartúns 2. Strengurinn verður allt að 132 kV og mun kallast Lækjartúnslína 2. Selfosslína 2 verður tengd við tengivirkið með um 1 km jarðstreng. Í kjölfarið verður Selfosslína 2, rifin á kaflanum frá Lækjartúni að Hellu. Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu. Skipulagsstofnun tók ákvörðun um að framkvæmdin væri ekki matsskyld. Nánari upplýsingar eru að finna í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif Lækjartúnslínu 2 og tengivirkis

Grunnástand: Framkvæmd er að mestu innan helgunarsvæðis vegar. Mikilvægi menningarminja og lífríkis eru talin hafa miðlungs gildi. Þekktar minjar eru innan áhrifasvæðis og framkvæmd fer að einhverju leyti um votlendi, undir 2 ha, sem ber merki röskunar.

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa á votlendi er talið lítið. Innan áhrifasvæðisins er þegar ræktað land, vegir og slóðar. Framkvæmd verður að mestu innan veghelgunarsvæðis. Áhrif munu koma fram vegna rasks á gróðurþekju vegna lagningar strengsins, en þau eru talin tímabundin. Jákvæð áhrif felast í að að loftlína er tekin niður á 16 km löngum kafla nærri alfaraleið.

Leitast verður við að raska fornleifum sem minnst og verður verkið unnið í samráði við Minjastofnun Íslands. Framkvæmdin felur í sér að rífa niður loftlínu þannig að ásýnd svæðisins mun breytast til hins betra sem og koma í veg fyrir áflugshættu fugla.

Framkvæmd er ætlað að styrkja möguleika flutningakerfisins á Suðurlandi. Framkvæmd er talin hafa jákvæð áhrifa á atvinnuuppbyggingu.

Niðurstaða mats: Framkvæmd er talin hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 10.04.2019, kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki matsskyld.

tafla7-5.png

Korpulína 1 – endurnýjun línu

Verkefnið snýr að strenglagningu línu í meginflutningskerfinu. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því að Landsnet kanni möguleikann á því að setja Korpulínu 1 í jarðstreng þar sem byggðin hefur þróast á þann veg að hún er komin alveg upp að línunni. Frekari upplýsingar eru í framkvæmdaáætlun.

Í Kerfisáætlun 2018 – 2027 var valkostur um 3,9 km jarðstreng frá stæðu 19 að núverandi strengendavirki við Korpu lagður fram sem aðalvalkostur. Fylgt er vegi að stærstum hluta. Framkvæmdin hefur leyfi Orkustofnunar.

Umhverfisáhrif Korpulínu 1

Umhverfisáhrif eru talin óveruleg, þar sem framkvæmd mun fylgja vegstæði og skerðir ekki verndarsvæði. Framkvæmdin fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum ef hún liggur ekki um verndarsvæði. Því er ekki gerð frekari grein fyrir umhverfisáhrifum hér.
tafla7-6.png

Rauðavatnslína 1 – endurnýjun línu

Um er að ræða lagningu jarðstrengs á verndarsvæði og fellur framkvæmdin því undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Verkefnið snýr að endurnýjun á hluta flutningslínu í svæðisbundna flutningskerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Rauðavatnslína 1 liggur frá tengivirkinu á Geithálsi og að tengivirki Veitna ofan við Rauðavatn. Kerfisgreiningar hafa sýnt fram á þörfina fyrir aukna flutningsgetu á milli vegna vaxandi notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmd felur í sér lagningu 132 kV jarðstrengs, um 2 km leið og niðurrif samsvarandi loftlínu. Nánari upplýsingar eru að finna í framkvæmdaáætlun.
tafla7-7.png

Umhverfisáhrif endurnýjunar Rauðavatnslínu 1

Grunnástand: Framkvæmd eru innan svæðis þar sem landnotkun er skilgreind sem opið svæði og fer fram skógrækt á svæðinu. Framkvæmd fer að hluta til inn á fjarsvæði vatnsverndar. Að öðru leyti liggur framkvæmd utan náttúruverndasvæða og ekki taldar raska náttúruminjum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Alls eru 7 ferðamannastaðir innan 5 km frá framkvæmd og mun framkvæmd sjást frá fjölförnum vegi.

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa á vatnsvernd eru metin lítil. Stefnt er að strengurinn fylgi að mestu stígum eða slóðum en búast má við raski á skógrækt. Umfang áhrifa á landnýtingu eru metin óveruleg. Framkvæmd felur í sér að fjarlæga línu og er því talin hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og landslag.

Niðurstaða mats: Valkostir eru taldir hafa óveruleg áhrif á umhverfisþætti.

Akraneslína 2

Verkefnið snýr að endurnýjun flutningslínu í svæðisbundna flutningskerfinu á Vesturlandi. Eingöngu fyrri áfangi verkefnisins er á framkvæmdaáætlun 2020 – 2022. Síðari áfanginn er svo áframhaldandi lagning jarðstrengs að tengivirki á Brennimel og endunýjun á 132/66 kV spenni á Brennimel, ásamt niðurrifi á Vatnhamralínu 2.

Framkvæmd felur í sér lagningu 66 kV jarðstrengs á milli Akraness og Brennimels og niðurrifs Vatnshamralínu 2 og fer saman við beiðni frá Akranesbæ um að fjarlægja Vatnshamralínu 2 þar sem gert er ráð fyrir iðnaðarsvæði norðaustan við bæinn. Valkostagreining fór fram Kerfisáætlun 2019-2028. Nánari upplýsingar um framkvæmd er í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif Akraneslínu 2

Umhverfisáhrif fyrsta áfanga verkefnisins eru talin óveruleg. Framkvæmdin er innan iðnaðarsvæðis og liggur utan verndasvæða.

Ef seinni áfanga verkefnisins er skoðaður má sjá að valkostur 1 fylgir mannvirkjabelti og liggur um votlendi á hluta leiðar samkvæmt vistgerðakorti. Kosturinn liggur nálægt utanverðum Borgarfirði, sem er svæði nr. 212 á náttúruminjaskrá, og tveimur friðlöndum, Ramsarsvæðinu Grunnafirði og Andakíl sem er friðlýst sem búsvæði blesgæsar. Utanverður Borgarfjörður er jafnframt alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Valkosturinn liggur einnig í gegnum grann- og fjarsvæði vatnsverndar.

Valkostur 2, aðalvalkostur liggur að Brennimel og mun liggja í gegnum votlendi að hluta samkvæmt vistgerðakorti. Nánar verður gerð grein fyrir umhverfisáhrifum seinni áfanga verkefnis þegar það kemur inn á framkvæmdaáætlun.

tafla7-8.png

Framkvæmdir sem áætlað er að hefjist 2021

Gert er ráð fyrir að sjö framkvæmdir hefjist árið 2021. Þrjár þeirra, hafa samþykki Orkustofnunar úr fyrri kerfisáætlunum. Þar verður gerð grein fyrir áhrifum aðalvalkostar. Hin fjögur verkefnin er ný á áætlun og varða framkvæmdir við tengivirki.

Suðurnesjalína 2

Suðurnesjalínu 2 er ætlað að liggja milli tengivirkjanna í Hamranesi í Hafnarfirði og Rauðamel í Grindavík. Línan liggur um fjögur sveitarfélög: Hafnarfjörð, Sveitarfélagið Vogar, Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ. Framkvæmd felur í sér 220 kV loftlína um Hrauntungur og meðfram Suðurnesjalínu 1, utan kafla innan þéttbýlis í Hafnarfirði, þar sem hún verður lögð sem jarðstrengur.

tafla7-9.png

Frá því framkvæmdin var afgreidd með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun 2018-2029, í janúar 2019, liggur fyrir niðurstaða úr mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2

Grunnástand: Framkvæmd fer um 55-56 jarðir og fylgir mannvirkjabelti að mestu. Mikilvægi jarðminja, lífríkis og vatnsverndar innan áhrifasvæðis er metið hafa miðlungs gildi auk ferðaþjónustu og landslags. Áhrifasvæðið er að stórum hluta eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum auk þess sem þar má finna birkiskóg sem nýtur sömu verndar. Valkostir fara einnig um vatnsverndarsvæði.

Alls er um 56 ferðamannastaðir innan 5 km frá framkvæmd samkvæmt vefsjá Ferðamálastofu auk þess sem svæðið er fjölfarið.

Talsverð uppbygging er áformuð samkvæmt aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvallar. Afhendingar-möguleikar og -öryggi er mjög takmarkað miðað við núverandi ástand.

tafla7-10.png

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa á jarðminjar eru metið mikið en röskun verður á meira en 10 ha af eldhrauni. Áhrif á landslag og ferðaþjónustu felast helst í samlegðaráhrifum með öðrum mannvirkjum á svæðum og er umfang áhrifa loftlínukosts metin mikil á landslag og miðlungs á ferðaþjónustu meðan umfang jarðstrengskosta eru þar metin lítil.

Rask innan vatnsverndarsvæði er um 20 ha en með sérstöku verklagi vegna vinnu innan vatnsverndarsvæða er umfang áhrifa talið lítið. Lítil röskun (<5 ha) verður á votlendi, vistgerðir með hátt og mjög hátt verndargildi, og verndarsvæði. Framkvæmdin er talin hafa lítil áhrif á vatnsvernd, lífríki, landnýtingu og menningarminjar

Ný Suðurnesjalína er talin falla að áformum sveitarfélaga og auka öryggi núverandi starfsemi verulega. Jákvæð áhrif á atvinnuþróun eru metin mikil.

tafla7-11.png
mynd7-3.jpg

Mynd 7.3 Samantekt um áhrif aðalvalkostar um Suðurnesjalínu 2. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir miklum jákvæðum áhrifum.

Húsavík – ný tenging

Núverandi tenging Húsavíkur frá Laxá, Húsavíkurlina 1, er með allra elstu flutningslínum í kerfinu og hefur um nokkurn tíma staðið fyrir dyrum að endurnýja tenginguna við bæinn. Verkefni Landsnets felst í færslu á núverandi afhendingarstað fyrirtækisins frá núverandi tengivirki á Húsavík yfir í nýtt tengivirki Landsnets að Bakka og afhenda raforku á 11 kV spennu. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif tengingar Húsavíkur

Framkvæmd fer ekki nærri íbúðabyggð, nema við tengivirkið í Húsavík. Engin verndarsvæði eru á línuleiðinni. Áhrifin eru verulega jákvæð á atvinnuuppbyggingu en óveruleg á aðra umhverfisþætti.

tafla7-12.png

Vopnafjarðarlína 1 – endurbætur á línu

Verkefnið snýr að endurbótum á Vopnafjarðarlínu 1, sem er hluti af svæðisbundna flutningskerfinu á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að breyta línunni, sem er 66 kV háspennulína og leggja hluta línunnar í jörð, þar sem hún fer yfir Hellisheiði eystri, samtals um 10 km. Tveimur möstrum í línunni verður breytt í endamöstur, þar sem línan fer úr loftlínu í jarðstreng og síðan aftur í loftlínu. Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu. Skipulagsstofnun tók ákvörðun dags. 12. 12.2019, um að framkvæmdin væri ekki matsskyld. Sjá frekari umfjöllun um verkefni í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif endurbóta á Vopnafjarðarlínu 1

Grunnástand: Mikilvægi grunnástands lífríkis, landslags, ferðaþjónustu og landnýtingar er metið hafa miðlungs gildi. Nokkrar vistgerðir eru með hátt verndargildi og framkvæmd fer að einhverju leyti um votlendi. Huga þarf að þeim þegar endanleg lega er ákveðin. Að öðru leyti fer strengur ekki nálægt verndarsvæðum.

Framkvæmd fylgir að stórum hluta núverandi þjóðvegi og því hefur ákveðið rask þegar átt sér stað. Innan 5 km frá framkvæmd eru 4-5 ferðamannastaðir.

tafla7-13.png

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa kunna að verða miðlungs vegna lífríks og snýr það fyrst og fremst að vistgerðum sem eru á eða í nágrenni áhrifasvæðis. Á aðra umhverfisþætti er umfang áhrifa metið lítið. Það telst til jákvæðra áhrifa ef loftlína er tekin niður í kjölfar framkvæmda, sem liggur meðal annars. Áhrif á ferðaþjónustu eru talin lítil. 

Áhrif á atvinnuuppbyggingu eru metin jákvæð. Að breyta línunni að hluta í jarðstreng er í samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og eykur persónuöryggi þeirra starfsmanna, er sinna línuviðhaldi. Gera má ráð fyrir að áhrif veðurs á rekstur línunnar minnki og þar með er öryggi raforkuflutnings aukið.

tafla7-14.jpg
mynd7-4.jpg

Mynd 7.4 Samantekt um áhrif Vopnafjarðarlínu. Óvissa er um menningarminjar. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Reykjanesvirkjun – stækkun tengivirkis

HS-Orka hefur í hyggju að stækka núverandi gufuaflsvirkjun á Reykjanesi um eina vél. Til að hægt sé að tengja vélina við flutningskerfið stendur til að byggja nýtt tengivirki á Reykjanesi.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Hrútatunga – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýst um það að endurnýja tengivirkið í Hrútatungu, en tengivirkið er eitt af mikilvægustu tengivirkjum á Byggðalínunni. Að hluta til heldur það saman hringtengingu flutningskerfisins ásamt því að tengja Vestfirði við meginflutningskerfið.

Ástand eldri búnaðar í tengivirkinu í Hrútatungu er almennt ekki gott og hefur gengið misvel að reka búnað þennan í gegnum tíðina og fer áreiðanleiki flutnings raforku um tengivirkið í Hrútatungu minnkandi.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Njarðvíkurheiði – nýtt tengivirki

Verkefnið snýr að byggingu nýs 220 kV tengivirkis í meginflutningskerfinu á Reykjanesi. Samkvæmt áætlunum Landsnets þá er fyrirhuguð spennusetning á Suðurnesjalínu 2 í lok árs 2021. Línan verður byggð sem 220 kV loftlína og til þess að reka hana á því spennustigi er nauðsynlegt að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Reykjanesi.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Fitjar – endurbætur á tengivirki

Tengivirkið Fitjar er ekki lengur endavirki í flutningskerfinu heldur er það orðið hluti af meginflutningskerfinu. Setja þarf upp fimm nýja 132 kV rofareiti á Fitjum auk þess að bæta við tengingu. Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi og auka flutningsgetu í Reykjanesbæ.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdir sem áætlað er að hefjist 2022

Framkvæmdir sem áætlaðar eru að hefjist árið 2022 eru níu talsins. Þar af eru fjórar framkvæmdir nýjar á framkvæmdaáætlun og verður þar gerð grein fyrir valkostagreiningu í umhverfismati.

Fyrir þær framkvæmdar sem hafa leyfi Orkustofnunar samkvæmt eldri kerfisáætlunum er gerð grein fyrir áhrifum aðalvalkostar á umhverfið.

Ísafjarðardjúp – nýr afhendingarstaður

Verkefnið snýr að uppsetningu á nýjum afhendingarstað í meginflutningskerfinu við Ísafjarðardjúp. Verkefnið er innan sveitarfélagsins Strandarhrepps og Reykhólahrepps og felur í sér loftlínu frá tengipunkti við Mjólkárlínu 1, að nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-15.png

Umhverfisáhrif vegna nýs afhendingarstaðar í Ísafjarðardjúpi

Grunnástand: Framkvæmd mun liggja um 3-4 jarðir og fer um svæði þar sem landnotkun er að mestu leyti skilgreind sem óbyggt svæði. Mikilvægi landslags og ásýndar er metið hafa miðlungs gildi en framkvæmd mun fara um víðerni. Grunnástand lífríkis allra leiða er metið hafa miðlungs gildi en innan framkvæmdasvæðis er birki og votlendi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Grunnástand jarðminja, vatnsverndar, landnýtingar og ferðaþjónustu er talið hafa lágt gildi. Innan 5 km frá mögulegum leiðum eru fjórir ferðamannastaðir samkvæmt kortavefsjá Ferðamannastofu.

Á Vestfjörðum er töluverð uppbygging áformuð samkvæmt aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna. N-1 öryggi er ekki til staðar. Afhendingarmöguleikar og -öryggi er mjög takmarkað miðað við núverandi ástand.

tafla7-16.png

Einkenni áhrifa: Umfang áhrifa á landslag og ásýnd eru talin vera mikil framkvæmdir munu fara um víðerni. Framkvæmd fer um áður óraskað svæði og eru áhrif á jarðminjar taldar miðlungs. Fáir ferðamannastaðir eru á áhrifasvæði framkvæmdar en hún kann að skerða framtíðarmöguleika svæðis. Umfang áhrifa eru metin miðlungs. Á aðra umhverfisþætti er umfang áhrifa metið lítið.

Framkvæmd eykur afhendingaröryggi og talin falla að áformum sveitarfélaga. Jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu eru metin mikil.

tafla7-17.png

Niðurstaða mats: Framkvæmd er talin hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd en mikil jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu. Á aðra umhverfisþætti eru áhrif talin óveruleg (Mynd 7.5). Áhrifamat mun skýrast þegar ný gögn eða rannsóknir liggja fyrir og umhverfismat framkvæmdar.

mynd7-5.jpg

Vegamót – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Snæfellsnesi. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetin. Nánari upplýsingar um framkvæmd er í framkvæmdaáætlun.

Lyklafell – tengivirki

Verkefnið snýr að byggingu nýs tengivirkis í meginflutningskerfinu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fyrirhugað tengivirki verður staðsett við Lyklafell í landi Mosfellsbæjar og er framtíðarhlutverk þess að létta af tengivirkinu Geithálsi en þar hefur megintengipunktur höfuðborgar-svæðisins verið um áratugaskeið. Hið nýja tengivirki verður byggt sem 220 kV tengivirki og mun það innihalda 6 rofareiti. Sjá nánar í framkvæmdaáætlun.

Umhverfisáhrif tengivirkis við Lyklafell

Talið er að nýtt tengivirki hafi óveruleg umhverfisáhrif í för með sér, þar sem það verður staðsett á mannvirkjabelti raflína. Áhersla er á að vanda til hönnunar, sérstaklega ef það komi til að sjást frá Suðurlandsvegi, og huga að fyrirbyggjandi aðgerðum til að tryggja að engin hætta verði á mengun grunnvatns.

Eftirfarandi atriði ætti að hafa í huga við undirbúning og hönnun framkvæmda:

  • Sjónræn áhrif vegna mannvirkja
  • SF6 gas leki frá rofabúnaði
  • Leki á rafgeymavökva
  • Leki á olíu frá aflspennum

SF6 gas er öflug gróðurhúsalofttegund. Aflrofarnir sem notaðir verða eru með litlu magni af SF6 gasi en þeir verða framleiddir samkvæmt ströngustu kröfum gagnvart mögulegum leka á gasinu.

Settar verðar þrær undir aflspenna sem geta tekið við allri olíu sem er á spennum, til að tryggja að ekki leki olía í nærumhverfið.

Varðandi tengsl við skipulag, verndarsvæði o.fl. er vísað í umfjöllun um Lyklafellslínu 1, í framkvæmdaáætlun.

Lyklafellslína 1

Um er að ræða byggingu 220 kV loftlínu. Gert er ráð fyrir að hún muni í upphafi liggja frá fyrirhuguðu tengivirki við Lyklafell að tengipunkti í Straumsvík, alls 27,3 km.

Lengst af mun Lyklafellslína 1 liggja samsíða núverandi 220 kV Búrfellslínu 3, þ.e. frá Lyklafelli að Stórhöfða í Hafnarfirði. Leitast er eftir því eins og kostur er að láta möstur standast á og hafa samræmt útlit. Unnið er að undirbúningi mats á umhverfisáhrifum fyrir framkvæmdina. Mögulegt er að niðurstaða mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar skili annarri útfærslu en hér er lýst. Verði það tilfellið mun það verða verða kynnt í næstu útgáfu framkvæmdaáætlunar, eða þá að lýsing á breytingunni send Orkustofnun til kynningar. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-18.png

Umhverfisáhrif Lyklafellslínu 1

Grunnástand: Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda jarða sem línan liggur um. Mikilvægi landslags, ferðaþjónustu, jarðminja og lífríkis er metið hafa miðlungs gildi auk landnýtingar og menningarminja. Farið er um eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og vistgerðir sem hafa hátt verndargildi.

Gert er ráð fyrir að línan fylgi mannvirkjabelti. Um 45 ferðamannastaðir eru innan 5 km frá framkvæmd samkvæmt vefsjá Ferðamálastofu. Mikilvægi vatnsverndar er talið hátt þar sem farið er um grannsvæði.

Talsverð uppbygging er áformuð skv. aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

tafla7-19.jpg

Einkenni áhrifa: Framkvæmd mun óhjákvæmilega fara í gegnum vatnsverndarsvæði. Hægt er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á framkvæmdatíma og rekstrartíma sbr. niðurstöðu áhættumats (Efla verkfræðistofa, 2017). Umfang áhrifa eru metin miðlungs á vatnsvernd.

Stefnt er að því að framkvæmd fylgi mannvirkjabelti eins og kostur er. Búast má við að framkvæmd verði sýnileg í landslaginu og komi til með að sjást frá ferðamannastöðum. Framkvæmdasvæðið fer að hluta um útivistarsvæði og nærri hringveginum. Einkenni áhrifa á landslag eru líkleg til að vera mikil og áhrif á ferðaþjónustu miðlungs.

Vegna legu eldhrauns á svæðinu má búast við að einhver röskun verði á hrauninu. Samkvæmt fyrra mati er talið að hægt sé að forðast röskun á menningarminjum. Einkenni áhrifa eru líkleg til að vera lítil á menningarmijar, landnýtingu og jarðminjar.

Framkvæmdir eru líklegar til að auka afhendingarmöguleika og -öryggi. Lyklafellslína er talin hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

tafla7-20.png

Niðurstöður mats: Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Lyklafellslínu 1 eru á landslag og ásýnd en einnig eru neikvæð áhrif á , ferðaþjónustu, lífríki og vatnafar. Jákvæð áhrif eru á atvinnuuppbyggingu. Áhrifamat kann að breytast þegar nýjar rannsóknir liggja fyrir og umhverfismat framkvæmda er lokið.

mynd7-6.jpg

Straumsvík – nýr teinatengisrofi

Verkefni snýst um uppsetningu á rofa í aðveitustöð álversins í Straumsvík. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Upplýsingar um verkefnið er að finna í framkvæmdaáætlun.

Klafastaðir – nýtt tengivirki

Uppruni verkefnisins er endurnýjunaráætlun Landsnets og felst verkefnið í að draga úr vægi núverandi tengivirkis við Brennimel og færa virkið að Klafastöðum þar sem nú stendur launaflsvirki fyrirtækisins og var hugsað sem framtíðarstaður tengivirkis á svæðinu. Brennimelur í Hvalfirði er stærsti afhendingarstaður Landsnets í dag þar sem hátt í 700 MW afls eru afhent út af flutningskerfinu á 220 kV spennustigi til stórnotenda. Tengivirkið er útitengivirki með einföldum tein ásamt varatein og er afar útsett fyrir seltuáraun.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Korpa – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í Korpu. Búnaður í tengivirkinu í Korpu er að mestu leyti upphaflegur frá árinu 1975 og er því kominn yfir skilgreindan lífaldur sinn, 40 ár. Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og er ekki því ekki umhverfismetin. Nánari upplýsingar um framkvæmd er í framkvæmdaáætlun.

Rangárvellir – aukning spennuafls

Til að hægt sé að auka afhendingargetu inn á Eyjafjarðarsvæðið og nýta þannig þá aukningu í flutningsgetu sem ný kynslóð byggðalínu býður upp á fyrir Eyjafjarðarsvæðið þarf að auka við spennaafl á Rangárvöllum.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna  framkvæmdaáætlun.

Styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða

Framkvæmd felst í innbyrðis tengingu milli Breiðadals, Mjólkár og Keldeyrar. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Upplýsingar um verkefnið er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-21.png

Valkostir um styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða

Alls eru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar í kerfisáætlun.

Valkostur 1 - Aðalvalkostur Jarðstrengur: Mjólká-Auðkúlubót (16 km), Bíldudalur-Haganes (2,4 km). Sæstrengur: Auðkúlubót-Haganes (11,8 km)
Valkostur 2 Jarðstrengur: Bíldudalur-Haganes (2,4 km). Sæstrengur: Mjólká-Haganes (23,8 km)
Valkostur 3 Ný loftlína milli Mjólkár og Keldeyrar samhliða Tálknafjarðarlínu 1. Nýir 66 kV rofareitir í Mjólká og á Keldeyri

Þegar gerðar eru kerfislegar greiningar á raforkuflutningi milli tveggja tengipunkta, skiptir nákvæm lega línu ekki máli og því ekki lagt mat á ólíka valkosti m.t.t línuleiðar. Athugunarsvæði í mati er skilgreint á Mynd 7.7 og er leitast við að mögulegir valkostir um legu lína rúmist innan athugunarsvæðis.

mynd7-7.png

Mynd 7.7 Athugunarsvæði styrkingar á Suðurfjörðum í umverfismati framkvæmdaáætlunar.

Umhverfisáhrif styrkingar á Suðurfjörðum Vestfjarða

Grunnástand: Innan athugunarsvæðis eru þrjú svæði á náttúruminjaskrá, Ketildalir í Arnarfirði, skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og Geirþjófsfjörður. Verndargildi þeirra felst helst í landslagi og jarðminjum auk ríkulegs gróðurs og skóglendi í Geirþjófsfirði og skeljasandsfjöru með auðugu fuglalífi í Ketilsdölum. Dynjandi er innan athugunarsvæðis en hann er friðlýstur sem náttúruvætti. Mikilvægi landslag innan athugunarsvæðis er metið hátt og mikilvægi jarðminja er metið miðlungs.

Innan svæðisins eru vatnsverndarsvæði meðal annars við Tálknafjörð og Bíldudal. Mikilvægi vatnsverndar er metið miðlungs.

Innan svæðisins er birki að finna á nokkrum stöðum sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Í aðalskipulagsgerðum Vesturbyggðar Tálknafjarðarhrepps og Ísafjarðarbæjar er landnýting helst skilgreind sem óbyggt land eða landbúnaðarland á láglendi. Valkostir 1, sem er aðalvalkostur, og 2 fara um þéttbýli við Bíldudal. Fjöldi skráðra ferðamannastaða innan athugunarsvæðis eru níu samkvæmt skráningu Ferðamálastofu. Mikilvægi landnýtingar er metið lágt en miðlungs fyrir ferðaþjónustu.

Afhendingarmöguleikar og -öryggi er mjög takmarkað miðað við núverandi ástand á svæðinu og er N-1 öryggi ekki til staðar.

tafla7-22.jpg

Einkenni áhrifa: Aðalvalkostur og valkostur 2 fela í sér jarð- og sæstrengi. Umfang áhrifa á landslag og ásýnd eru talin lítil. Gert er ráð fyrir að aðalvalkostur og valkostur 2 geti að mestu fylgt þegar röskuðu svæði og þurfi ekki að þvera vatnsverndarsvæði. Áhrif á ferðaþjónustu, vatnsvernd, jarðminjar, landnýtingu og lífríki er líkleg til að vera lítil.

Valkostur 3 felur í sér nýja loftlínu samhliða núverandi Tálknafjarðarlínu 1. Með henni munu samlegðaráhrif aukast á landslag og ásýnd. Fleiri koma til með að sjá valkost 3 en aðra valkosti en loftlínan mun fylgja Vestfjarðarvegi að hluta. Umfang áhrifa á landslag og ferðaþjónustu eru líkleg til að vera miðlungs. Umfang áhrifa á aðra umhverfisþætti eru líkleg til að vera lítil.

Innbyrðis tenging á milli Breiðadals, Mjólkár og Keldeyrar kemur til með að auka afhendingaröryggi á sunnanverðum Vestfjörðum. Umfang áhrifa valkosta á atvinnuuppbyggingu eru talin miðlungs.

tafla7-23.png

Niðurstöður mats: Valkostur 1, sem er aðalvalkostur, og valkostur 2 eru taldir hafa óveruleg áhrif á flesta umverfisþættir. Valkostur 3 felur í sér loftlínu og eru áhrif á landslag og ferðaþjónustu líkleg til að vera neikvæð. Áhrif valkosta á atvinnuuppbyggingu eru talin jákvæð.

Mynd 7.8 gerir grein fyrir samantekt áhrifa fyrir aðalvalkost og valkost 2 en þau eru talin sambærileg á þessu stigi. Mynd 7.9 gerir grein fyrir samantekt áhrifa fyrir valkost 3.

mynd7-8.jpg
Mynd 7.8 Samantekt um áhrif styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða, Valkostur 1, sem er aðalvalkostur, og valkostur 2. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.
mynd7-9.jpg
Mynd 7.9 Samantekt um áhrif styrkingar á suðurfjörðum Vestfjarða, Valkostur 3. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Framkvæmdir sem áætlað er að hefjist 2023

Framkvæmdir sem áætlað er að hefist árið 2023 eru fimm talsins og eru allar nýjar á framkvæmdaáætlun. Gerð er grein fyrir valkostagreiningu þar sem það á við.

Dalvíkurlína 2

Framkvæmdin felst í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu sem mun hljóta nafnið Dalvíkurlína 2 (DA2). Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfið.

Nánari upplýsingar um framkvæmd er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-24.png

Valkostir um Dalvíkurlínu 2

Alls eru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar í kerfisáætlun.
Valkostur 1 66 kV loftlína alla leið frá Rangárvöllum að Dalvík. Nýr rofi á Rangárvöllum og á Dalvík.
Valkostur 2 - Aðalvalkostur 66 kV jarðstrengur alla leið frá Rangárvöllum að Dalvík. Nýr rofi á Rangárvöllum og á Dalvík.
Valkostur 3 66 kV jarðstrengur frá Dalvík að Sauðárkróki um Svarfaðadal. Nýr rofi á Rangárvöllum og á Dalvík.

Þegar gerðar eru kerfislegar greiningar á raforkuflutningi milli tveggja tengipunkta, skiptir nákvæm lega línu ekki máli og því ekki lagt mat á ólíka valkosti m.t.t línuleiðar. Athugunarsvæði í mati er skilgreint á Mynd 7.10 og er leitast við að mögulegir valkostir um legu lína rúmist innan athugunarsvæðis.

Umhverfisáhrif Dalvíkurlínu 2

Grunnástand: Þar sem um er að ræða tvær ólíkar leiðir er athugunarsvæðinu skipt í tvennt, annars vegar milli Dalvíkur og Rangárvalla og hins vegar milli Dalvíkur og Sauðárkróks.

Hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er að stórum hluta innan athugunarsvæðis en það er skráð sem svæði á náttúruminjaskrá. Við Dalvík er Böggvisstaðfjall sem er friðlýstur fólkvangur og milli tengivirkjanna á Dalvík og Rangárvalla eru Arnarnesstrýtur sem eru friðlýst náttúruvætti. Mikilvægi landslags og ásýndar og jarðminja innan athugunarsvæðanna tveggja er metið vera miðlungs.

Stór hluti hálendissins er vatnsverndarsvæði, að stærstu hluta fjarsvæði. Alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði eru við Hrísey í Eyjafirði og á láglendi Skagafjarðar. Í skagafirði er einnig Austara-Eylendið á náttúruminjaskrá fyrir fjölbreytt fuglalíf og gróður. Innan athugunarsvæðis er að finna votlendi, birki og sjávarfitjar sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Mikilvægi vatnsverndar og lífríkis innan athugunarsvæðis milli Dalvíkar og Sauðárkróks er metið hátt en miðlungs milli Dalvíkur og Rangárvalla.

mynd7-10.png

Mynd 7.10 Athugunarsvæði Dalvíkurlínu 2 í umverfismati framkvæmdaáætlunar.

Í skipulagi er landnotkun á láglendi skilgreind á stórum hluta sem landbúnaðarland eða þéttbýli en sem óbyggt svæði á hálendi. Ferðamannastaðir á athugunarsvæðinu milli Dalvíkur og Rangárvalla eru 103 talsins og 58 milli Dalvíkur og Sauðárkróks. Mikilvægi landnýtingar og ferðaþjónustu innan athugunarsvæðis er metið vera miðlungs.

Þörf er á að auka afhendingaröryggi á svæðinu. Í desember 2019 gekk mikið óveður yfir landið, þá sérstaklega Norðurland, og voru Dalvík og nærsveitir rafmagnslaus dögum saman.

tafla7-25.jpg

Einkenni áhrifa: Almennt er stefnt að því að valkostir fylgi mannvirkjabelti eins og kostur er, líkt og segir til um í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Fyrir valkost 1 og 2 þá er gert ráð fyrir að hægt sé að leggja línuna að stórum hluta án þess að fara um verndarsvæði miðað við legu svæðanna innan athugunarsvæðis milli Dalvíkur og Rangárvalla.

Valkostur 3 fer yfir hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og mun óhjákvæmlega raska svæði á náttúruminjaskrá, fjarsvæði vatnsverndar og alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði. Valkostur 3 mun einnig fara að hluta yfir óraskað svæði. Umfang áhrifa vegna valkosta 1 og 2, sem er aðalvalkostur, á jarðminjar, lífríki og vatnsvernd er líkleg til að vera lítil en miðlungs hjá valkosti 3.

Valkostur 2 og 3 fela í sér jarðstrengi sem koma til með hafa minni sjónræn áhrif og áhrif á landnýtingu en valkostur 1 sem felur í sér loftlínu. Umfang áhrifa fyrir valkost 1 eru líkleg til að vera miðlungs og einnig fyrir valkost 3 þar sem hann fer um óraskað svæði.

Framkvæmdin mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tryggja orkuafhendingu til Dalvíkur sé horft til veðuraðstæðna. Umfang jákvæðra áhrifa valkosta á atvinnuuppbyggingu eru talin mikil.

tafla7-26.png

Niðurstöður mats: Aðalvalkostur, jarðstrengur milli Dalvíkur og Rangárvalla, er talin líklegur til að hafa óveruleg á umhverfisþætti. Valkostur 1, sem felur í sér loftlínu sömu leið, er líklegur til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, landnýtingu og ferðaþjónustu.

Valkostur 3, jarðstrengur frá Dalvík að Sauðárkróki, fer að hluta yfir óraskað svæði og þarf óhjákvæmlega að fara yfir verndarsvæði og er líklegur til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, jarðminjar, lífríki og vatnsvernd. Allir valkostir eru líklegir til að hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu.

Mynd 7.11, Mynd 7.12 og Mynd 7.13 sýna samantekt um áhrif valkosta á umhverfisþætti.

mynd7-11.jpg
Mynd 7.11 Samantekt um áhrif Dalvíkurlínu 2 – valkostur 1. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.
mynd7-12.jpg
Mynd 7.12 Samantekt um áhrif Dalvíkurlínu 2 – valkostur 2, aðalvalkostur. Atvinnu-uppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.
mynd7-13.jpg

Mynd 7.13 Samantekt um áhrif Dalvíkurlínu 2 – valkostur 3. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.

Breiðidalur – endurnýjun tengivirkis

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum og er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets. Ástand virkisins er bágborið og er farið að vera ógnun við afhendingaröryggi á Vestjörðum.

Verkefnið fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisáhrif því ekki metin. Frekari upplýsingar er að finna í framkvæmdaáætlun.

Rimakotslína 2

Framkvæmdin felst í nýrri háspennulínu í meginflutningskerfinu sem verður lögð sem jarðstrengur frá Hellu að Rimakoti. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja örugga orkuafhendingu á Rimakoti og þar með Vestmannaeyjar.

Nánari upplýsingar um framkvæmd er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-27.png

Valkostir um Rimakotslínu 2

Alls eru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar í kerfisáætlun. Allir valkostir fela í sér nýjan 66 kV rofa á Hellu og í Rimakoti.
Valkostur 1 66 kV Jarðstrengur frá Hellu að Rimakoti.
Valkostur 2 66 kV jarðstrengur alla leið frá Hvolsvelli að Rimakoti.
Valkostur 3 - Aðalvalkostur 132 kV Jarðstrengur alla leið frá Hellu að Rimakoti, rekinn á 66 kV.
Þegar gerðar eru kerfislegar greiningar á raforkuflutningi milli tveggja tengipunkta, skiptir nákvæm lega línu ekki máli og því ekki lagt mat á ólíka valkosti m.t.t línuleiðar. Athugunarsvæði í mati er skilgreint á og er leitast við að mögulegir valkostir um legu lína rúmist innan athugunarsvæðis.
mynd7-14.png

Umhverfisáhrif Rimakotslínu 2

Grunnástand: Allt suðurlandsundirlendið er skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði og er athugunarsvæðið innan þess svæðis. Austur af Rimakoti er svæði á náttúruminjaskrá, Tjarnir og Tjarnarnes, vegna gróðurfars, dýralífs og fuglavarps. Innan athugunarsvæði er einnig Lambhagavatn og Langanes, milli Hellu og Hvolsvallar, sem eru á náttúruminjaskrá vegna votlendis og fuglalífs. Mikilvægi lífríkis er metið hátt.

Tvö grannsvæði vatnsverndar eru innan athugunarsvæðis í grennd við Hellu. Landnotkun er í skipulagi helst skilgreind sem landbúnaðarsvæði og einnig þéttbýli og skógrækt við Hellu og Hvolsvöll. Samkvæmt kortlagningu Ferðamálastofu eru 21 ferðamannastaðir skráðir innan athugunarsvæðis. Mikilvægi vatnsverndar, landnýtingar og ferðaþjónustu er metið miðlungs. Fyrir aðra umhverfisþætti er mikilvægið metið lágt.

Áform um atvinnuuppbyggingu er umfangsmikil á svæðinu en í núverandi 66 kV kerfi á Suðurlandi eru flöskuhálsar sem takmarka frekari álagsaukningu á Suðurlandi.

tafla7-28.jpg

Einkenni áhrifa: Allir valkostir fela í sér jarðstreng, annars vegar frá Hellu og hins vegar frá Hvolsvelli. Almennt er stefnt að því að valkostir fylgi mannvirkjabelti eins og kostur er, líkt og segir til um í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Allir valkostir koma til með raska svæði innan mikilvægs fuglasvæðis. Valkostur 1 og aðalvalkostur, jarðstrengir frá Hellu, eru líklegir til að liggja nærri náttúruminjasvæðinu Lambhagavatn og Langanes. Við frekari verkhönnun og skipulag þarf að skoða staðsetningu línuleiðar tilliti til landnotkunar og tímasetningu framkvæmda með tilliti til fuglalífs. Umfang áhrifa á flesta umhverfisþæti eru metin lítil og ekki er gerður greinarmunur á milli valkosta á þessu stigi.

Rimakotslína 2 er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets. Með tilkomu verkefnisins og Lækjatúnslínu 2 eykst afhendingargeta raforku á svæðinu umtalsvert. Meginmarkmið verkefnisins er að viðhalda afhendingaröryggi á Rimakoti og Vestmannaeyjum, og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

tafla7-29.png

Niðurstöður mats: Svæðið hefur hátt mikilvægi með tilliti til lífríkis. Allir valkostir fela í sér jarðstrengi og er almennt stefnt að því að línur fylgi núverandi mannvirkjum í umhverfinu. Áhrif valkosta eru líkleg til að vera óveruleg á flesta umhverfisþætti en jákvæð fyrir atvinnuuppbyggingu.

Þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli áhrifa valkosta á þessu stigi og að áhrif eru líklegt til að vera óveruleg er ekki gerð grein fyrir samantekt áhrifa á vægisgrafi.

Blöndulína 3

Framkvæmd felst í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu. Línan er loftlína (220 kV) en skoðað verður að leggja hluta hennar í jarðstreng. Blöndulína 3 mun liggja milli Blöndu í Húnavatnshreppi og Rangárvalla á Akureyri og er um 105 km löng. Blöndulína 3 er ein af þeim sjö línum sem eru sameiginlegar öllum greindum valkostum í langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins.

Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta og auka þannig öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Nánari upplýsingar um framkvæmd er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-30.png
mynd7-15.png
Mynd 7.15 Athugunarsvæði Blöndulínu 3 í umverfismati framkvæmdaáætlunar.

Valkostir um Blöndulínu 3

Alls eru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar í kerfisáætlun.
Valkostur 1 220 kV loftlína alla leið. 220 kV tengivirki við Blönduvirkjun.
Valkostur 2 220 kV loftlína með jarðstreng að hluta á 4-7 km kafla. 220 kV tengivirki við Blönduvirkjun.
Valkostur 3 - Aðalvalkostur 220 kV loftlína alla leið. Nýr 132 kV jarðstrengur að Varmahlíð Skagafirði og niðurrif á Rangárvallalínu 1. 220 kV tengivirki við Blönduvirkjun og nýtt tengivirki í Skagafirði.

Þegar gerðar eru kerfislegar greiningar á raforkuflutningi milli tveggja tengipunkta, skiptir nákvæm lega línu ekki máli og því ekki lagt mat á ólíka valkosti m.t.t línuleiðar. Athugunarsvæði í mati er skilgreint á Mynd 7.15 og er leitast við að mögulegir valkostir um legu lína rúmist innan athugunarsvæðis. Landsnet hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir Blöndulínu 3 og er athugunarsvæðið í samræmi við valkosti sem lagðir eru fram þar.

Mögulegt er að niðurstaða mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar skili annarri útfærslu en hér er lýst. Verði það tilfellið mun það verða verða kynnt í næstu útgáfu framkvæmdaáætlunar, eða þá að lýsing á breytingunni send Orkustofnun til kynningar.

Umhverfisáhrif Blöndulínu 3

Grunnástand: Tvö friðlýst svæði eru innan athugunarsvæðis, fólkvangur í Glerárdal og Hraun í Öxnadal. Bæði svæðin eru vernduð vegna landslags, náttúrufars og jarðmyndana. Hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er að hluta til innan athugunarsvæðis en það er skráð sem svæði á náttúruminjaskrá. Innan athugunarsvæðis eru malarásar í Sæmundarhlíð sem eru á jarðminjaskrá vegna merka jarðsögulegra minja. Mikilvægi landslags og jarðmyndana á svæðinu er metið hátt.

Grunnástand lífríkis er sömuleiðis metið hátt, það á sérstaklega við um í Skagafirði þar sem eru votlendi og alþjóðleg mikilvæg fuglasvæði (IBA) innan athugunarsvæðis. Þar er einnig Austara-Eylendið á náttúruminjaskrá fyrir fjölbreytt fuglalíf og gróður. Stór hluti athugunarsvæðis er innan fjarsvæðis vatnsverndar. Mikilvægi vatnsverndar er talið hátt

Í skipulagi er landnotkun að stórum hluta skilgreind sem landbúnaðarsvæði á láglendi en óbyggð svæði á hálendinu milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Innan athugunarsvæðis er töluvert um ræktað land og landbúnað, en heild eru um 406 jarðir innan athugunarsvæðis, bæði jarðir sem eru í notkun og í eyði. Fjöldi ferðamannastaða innan athugunarsvæðis er um 103 talsins samkvæmt kortlagningu Ferðamálastofu. Mikilvægi landnýtingar og ferðaþjónustu innan athugunarsvæði er talið miðlungs.

Talsverð uppbygging er áformuð samkvæmt aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga á Norðurlandi en miðað við núverandi ástand eru afhendingarmöguleikar rafmagns og -rekstaröryggi mjög takmarkað. Ekki sé hægt að bæta við álagi á afhendingarstöðum á Norðurlandi, þrátt fyrir að orka sé framleidd í landshlutanum

tafla7-31.jpg

Einkenni áhrifa: Almennt er stefnt að því að valkostir fylgi mannvirkjabelti eins og kostur er, líkt og segir til um í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Leiði mat á umhverfisáhrifum hins vegar í ljós að verulegur ávinningur geti orðið af því að víkja frá þeirri stefnu á hluta leiðar, þá getur það komið til greina innan athugunarbeltisins.

Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja línuna að stórum hluta án þess að fara um verndarsvæði miðað við legu svæðanna innan athugunarsvæðis. Þó má búast við að línan komi til með að hafa sjónræn áhrif frá stöðum innan verndarsvæða svæðinu. Valkostir Valkostur 2, með jarðstreng að hluta, og valkostur 3, með niðurrifi á Rangárvallalínu 1, munu draga úr sjónrænum áhrifum. Umfang áhrifa valkosta 2 og 3 á landslag eru á þessu stigi talin líkleg til að vera miðlungs. Umfang áhrifa valkostar 1 er líkleg til að vera mikil.

Líkur á áhrifum á lífríki eru helst talin í Skagafirði þar sem er að finna votlendi, friðlönd og alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði innan athugunarsvæðis. Á hönnunarstigi framkvæmdar þarf að hafa fyrrnefnd svæði til hliðsjónar við val á línuleið og leita leiða til að draga úr raski og áflugi fugla. Umfang áhrifa valkosta eru líkleg til að vera miðlungs.

Búast má við því að Blöndulína 3 muni liggja um fjarsvæði vatnsverndar. Þar sem hún fer um slíkt svæði þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulega mengun á grunnvatni. Með mótvægisaðgerðir í huga eru áhrif framkvæmdar á vatnafar líkleg til að vera lítil. Áhrif á jarðmyndanir eru talin lítil.

Búast má við að valkostir fari um svæði sem eru nýtt til landbúnaðar og geti haft áhrif á landnýtingu. Búast má við að línan muni sjást frá ferðamannastöðum og Hringvegi sem kann að hafa áhrif á upplifun ferðamanna. Umfang áhrifa valkosta eru metin miðlungs á landnýtingu og ferðaþjónustu.

Blöndulína 3 er talin falla að áformum sveitarfélaga og auka öryggi núverandi atvinnustarfsemi verulega. Bygging línunnar mun hafa jákvæð áhrif á afhendingargetu allra afhendingarstaða í meginflutningskerfinu frá Laxárvatni að Rangárvöllum. Heildarmöguleikar alls svæðisins til aukinnar notkunar á raforku munu því aukast með tilkomu Blöndulínu 3 og nýtast öllum sveitarfélögum á svæðinu á sambærilegan hátt. Jákvæð áhrif á atvinnuþróun er metin mikil.

tafla7-32.png

Niðurstöður mats: Valkostir Blöndulína 3 eru líklegir til að hafa neikvæð áhrif á landslag og ásýnd, lífríki, landnýtingu og ferðaþjónustu. Valkostur 2 með jarðstreng að hluta og valkostur 3 með niðurrifi á Rangárvallalínu 1 munu draga úr neikvæðum áhrifum á landslag og ásýnd og ferðaþjónustu.

Áhrif Blöndulínu 3 eru líkleg til að vera lítil á vatnsvernd, landnýtingu og jarðmyndanir. Mikilvægt er þó að huga að mótvægisaðgerðum vegna vatnsverndar við frekari útfærslu línunnar. Jákvæð áhrif á atvinnuþróun er metin mikil.

Gerð er grein fyrir áhrifum valkostar 1 á Mynd 7.17. Þar sem áhrif eru á þessu stigi talin sambærileg milli valkosta 2 og 3, sem er aðalvalkostur, eru samantekt áhrifa þeirra valkosta sýnd saman á Mynd 7.16.

mynd7-16.png
Mynd 7.16 Samantekt um áhrif valkostar 1 um Blöndulínu 3. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir miklum jákvæðum áhrifum.
mynd7-17.png
Mynd 7.17 Samantekt um áhrif valkosta 2 og 3, aðalvalkostur, um Blöndulínu 3. Atvinnu-uppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir miklum jákvæðum áhrifum.

Hvalfjörður – Hrútafjörður – ný tenging

Framkvæmd felst í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu og verður lögð sem loftlína á stálgrindamöstrum frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hvalfirði að nýju 220 kV tengivirki í Hrútafirði. Línan hefur fengið vinnuheitið Hrútafjarðarlína.

Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets og mun framkvæmdin gegna veigamiklu hlutverki með því að tengja saman Vesturland og Norður- og Austurland. Flutningslínan opnar einnig möguleika á að tengja nýja orkuvinnslu við meginflutningskerfið, m.a. vindorku sem hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í framkvæmdaáætlun.

tafla7-33.png

Valkostir um tengingar Hvalfjörður - Hrútafjörður

Alls eru teknir þrír meginvalkostir til skoðunar í kerfisáætlun.
Valkostur 1 - Aðalvalkostur 220 kV loftlína frá Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Valkostur 2 220 kV loftlína frá Klafastöðum að nýju tengivirki í Hrútafirði.
Valkostur 3 220 kV loftlína frá Klafastöðum að nýju tengivirki í Sólheimum.

Valkostir snúast fyrst og fremst um staðsetningu tengivirkis á norðurenda línunnar. Þegar gerðar eru kerfislegar greiningar á raforkuflutningi milli tveggja tengipunkta, skiptir nákvæm lega línu ekki máli og því ekki lagt mat á ólíka valkosti m.t.t línuleiðar. Athugunarsvæði mati er skilgreint á Mynd 7.18 og er leitast við að mögulegir valkostir um legu lína rúmist innan athugunarsvæðis.

Umhverfisáhrif

Grunnástand: Nokkur alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði eru innan athugunarsvæðis, Laxárdalsheiði, Arnarvatnsheiði, Ferjubakkaflói – Hólmavað og Andakíll í Borgarfirði og Grunnfjörður. Ferjubakkaflói er einnig á náttúruminjaskrá vegna lífríkis og Andakíll og Grunnfjörður eru Ramsarsvæði og hafa mikið vistfræðilegt gildi. Utanverður Borgarfjörður nær að hluta inn á athugunarsvæðið sem er á náttúruminjaskrá vegna fuglalífs auk þess að vera skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.

Víða er votlendi að finna á láglendi innan athugunarsvæðis og á suðurhluta þess er víða birki. Hvort tveggja nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Mikilvægi lífríkis er metið hátt.

Grábrókarhraun og Hreðvatn, við Bifröst, er á náttúruminjaskrá fyrir fjölbreytt umhverfi, útivistargildi og setlaga. Þar eru einnig Grábrókargígar sem eru friðlýstir sem náttúruvætti. Samkvæmt skráningu Ferðamálastofu eru 41 ferðamannastaðir skráðir innan athugunarsvæðis, flestir þeirra eru staðsettir við Bifröst og nágrenni. Í skipulagi er skilgreind landnotkun á svæðinu fjölbreytt, sérstaklega í Borgarbyggð. Þar má helst nefna landbúnaðarsvæði, þéttbýli, skógrækt, ferðaþjónustusvæði og óbyggð svæði á hálendi. Mikilvægi jarðminja, ferðaþjónustu, landnotkunar og landslags og ásýndar er metið miðlungs.

mynd7-18.png

Mynd 7.18 Athugunarsvæði fyrir Hrútafjarðarlínu í umverfismati framkvæmdaáætlunar.

Vatnsverndarsvæði er innan athugunarsvæðis að litlu leyti, upp á Skarðsheiði og í Vatnsþverdal í Dalbyggð. Mikilvægi vatnsverndar á svæðinu er metið lítið.

Hlutverk Hrútafjarðarlínu er að tengja saman Vesturland og Norður- og Austurland. Mikil atvinnuuppbygging er áætluð í aðalaskipulagi á þeim svæðum en núverandi 132 kV byggðalína er orðin takmarkandi og tíðar skerðingar á Austurlandi vegna flutningstakmarkana algengar og tíðar aflsveiflur á byggðalínunni við einfalda línuútleysingu.

tafla7-34.jpg

Einkenni áhrifa: Valkostir fela í sér loftlínu frá Klafastöðum með mismunandi staðsetningu tengivirkja á norðurenda línunnar. Almennt er stefnt að því að valkostir fylgi mannvirkjabelti eins og kostur er, líkt og segir til um í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Búast má við að allir valkostir komi til með að raska votlendi og birki. Ef línan verður látin fylgja mannvirkjabelti má búast við að valkostir fari allir inn á mikilvægt fuglasvæði á Arnarvatnsheiði. Við Borgarfjörð gætu valkostir farið nálægt viðkvæmum svæðis vegna fuglalífs. Valkostur 3 felur í sér tengivirki innan mikilvægs fuglasvæðis á Laxárdalsheið og eru umfang áhrifa hans talin ívið meiri annarra valkosta. Á þessu stigi eru umfang áhrifa þó metin sambærileg eða miðlungs. Á hönnunarstigi framkvæmdar og við val á línuleið þarf að hafa fyrrnefnd verndarsvæði fugla í huga og leita leiða til að draga úr raski á búsvæðum og mögulegu áflugi fugla.

Allir valkostir koma til með að vera sýnilegir í landslaginu og koma líklega til með að sjást frá ferðamannastöðum og stórum hluta Þjóðvegar 1. Loftlína kann að hafa áhrif á landnotkun og við frekari verkhönnun og skipulag þarf að huga að staðsetningu lína með tilliti til landbúnaðar, íbúabyggðar og ferðaþjónustu. Umfang áhrifa á landnýtingu, landslag og ferðaþjónustu eru metið vera miðlungs.

Mögulega kunna allir valkostir að fara í gegnum fjarsvæði vatnsverndarsvæði ef valin verður línuleið yfir Skarðsheiði. Ef sú leið verður farin verður leitað leiða til að draga úr áhættu á áhrifum. Umfang áhrifa á vatnsvernd og jarðminjar eru metin lítil.

Hrútafjarðarlína er hluti af endurnýjunaráætlunar Landsnets, og er meginmarkmið verkefnisins að viðhalda afhendingaröryggi á landsbyggðinni og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

tafla7-35.jpg

Niðurstöður mats: Á þessu stigi eru áhrif talin sambærileg milli valkosta. Valkostir eru líklegir til að hafa neikvæð áhrif á landslag, ferðaþjónustu og lífríki. Stór hluti athugunarsvæðis nýtur verndar vegna fuglalífs eða annars lífríkis. Á næstu stigum, við frekari hönnun framkvæmdar og val á línuleið þarf að hafa í huga að staðsetja línuna með tilliti til þessara verndarsvæði, leita leiða til að draga úr áflugi fugla á loftlínu og raski á búsvæðum. Einnig þarf að hafa í huga sjónrænna áhrifa, ferðaþjónustu og landnýtingar við val á línulið.

Mynd 7.19 gerir grein fyrir samantekt áhrifa vegnar tengingar milli Hvalfjarðar og Hrútafjarðar.

mynd7-19.png
Mynd 7.19 Samantekt um áhrif Hrútafjarðarlínu. Atvinnuuppbygging, sem sést ekki á grafi, er talin verða fyrir jákvæðum áhrifum.