Samræmi kerfisáætlunar við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar þar sem leitast er við að stuðla að friði og auknu frelsi um allan heim. Þau eru margþætt og metnaðarfull og krefjast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku og samstarfs ólíkra hagaðila. Heimsmarkmiðin eru sam¬þætt og snúa að öllum þáttum sjálfbærrar þróunar; efnahag, samfélag og umhverfi.

Nokkrar útgáfur af þýðingum á Heimsmarkmiðunum má finna á íslensku, en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmið. Hér er stuðst við framsetningu í stöðuskýrslu stjórnarráðsins (Forsætisráðuneytið, 2018).

Tenging Kerfisáætlunar 2020 - 2029 við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er sett fram í töflu 38. Þar kemur fram hvaða markmið eru til skoðunar og dæmi um hvaða undirmarkmið og mælikvarðar tengjast umhverfisþáttum. Alls eru fjögur heimsmarkmið til skoðunar.

Heimsmarkið 7 er að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Það er viðmið fyrir umhverfisþætti atvinnuuppbygging, skipulagsáætlanir og eignarhald. Heimsmarkmið 7 tengist meginforsendu kerfisáætlunar um að tryggja afhendingaröryggi raforku, bæta flutningsgetu og auka stöðugleika rafokrukerfisins. Þannig er nýting orkuauðlinda bætt og stutt er við markmið um orkuskipti.

Heimsmarkmið 9 er að byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. Það er viðmið fyrir umhverfisþætti atvinnuuppbygging, ferðaþjónusta, skipulagsáætlanir og eignarhald. Heimsmarkmið 9 tengist megintilgangi flutningskerfis raforku um að mæta á hverjum tíma þörfum raforkunotenda og stuðlað að þjóðhagslegu markmiðum sem fram koma í raforkulögum. Horft er til áhrifa á atvinnuuppbyggingu, hagkvæmni, skilvirkni og öryggi innviðanna.

Heimsmarkmið 13 snýr að aðgerðum í loftslagsmálum og bráðaaðgerðum gegn lostlagsbreytingum. Það er viðmið fyrir umhverfisþáttinn loftslag. Í kerfisáætlun er lagt mat á kolefnisspor valkosta og tekið er tillit til hækkunar sjávarborðs við afmörkun flutningsleiða.

Heimsmarkmið 15 líf á landi, er viðmið fyrir umhverfisþættina lífríki, landnýtingu, vatnafar og vatnsvernd. Í valkostagreiningu kerfisáætlunar er fjallað um umhverfissjónarmið og leitað leiða til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Þannig er horft til heimsmarkmiðs 15 og styrking kerfisins gerð á þann hátt að vernda og endurheimta megi viskerfi og sporna gegn hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

Í töflu 9.1 er farið ítarlegra yfir hvert heimsmarkmið sem er hér til skoðunar og hvernig Kerfisáætlun 2020-2029 tengist undirmarkmiðum og mælikvörðum heimsmarkmiðanna.