Framtíðarsýn Landsnets - Rafvædd framtíð í takti við samfélagið

Rafvædd framtíð í takti við samfélagið er kjarninn í framtíðarsýn Landsnets. Nútímasamfélög reiða sig í æ ríkari mæli á örugga afhendingu raforku og því er nauðsynlegt að treysta rekstur flutningskerfis raforku. Landsnet hefur sett sér það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að viðhalda jafnvægi milli framleiðslu og notkunar. Fyrirtækið ætlar að ná eins breiðri sátt og mögulegt er um þær leiðir sem farnar verða og taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna. Landnet einsetur sér jafnframt að stuðla að heilbrigðu markaðsumhverfi á raforkumarkaði og hagkvæmri nýtingu fjármuna.
 

Hlutverk Landsnets

Tryggja og viðhalda hæfni flutningskerfis raforku til lengri tíma og viðhalda jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar rafmagns á hverjum tíma
Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins, en örugg og ótrufluð raforka er ein af meginstoðum nútímasamfélags. Þá ber Landsneti einnig að sjá til þess að í raforkukerfinu á hverjum tíma sé jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar rafmagns. Þannig gegnir Landsnet lykilhlutverki í því að íbúar og atvinnulíf njóti ávallt tryggrar raforku.
 

Stefna Landsnets - Virðing – Samvinna - Ábyrgð

Stefna Landsnets byggir á hlutverki fyrirtækisins og framtíðarsýn og er ætlað að stuðla að því að það ræki hlutverk sitt af natni og í sem víðtækastri sátt við samfélag og umhverfi. Stefnan kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn og gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar, sátt við samfélag og umhverfi, skilvirkan rekstur, upplýsta umræðu og markvissa stjórnun og skipulag. 

Öryggisstefna Landsnets

Við leggjum áherslu á heilsuvernd, persónu- og rekstaröryggi og okkur er umhugað um fólk og samfélagið sem við búum í. Við sköpum góðan slysalausan vinnustað þar sem öllum líður vel og leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir slys, dauðsföll og veikindi. Við berum hvert og eitt ábyrgð á eigin öryggi og skiljum þær öryggis, heilbrigðis- og vinnumhverfisáhættur sem fylgja starfsemi okkar. Við beitum þekktum aðferðum til að koma auga á, meta og stjórna áhættum og ef verkið er ekki öruggt finnum við örugga leið. 
 

Gæðastefna Landsnets

Markmið Landsnets er að þjóna hagsmunum íslensks samfélags. Rafmagn er ein af undirstöðum atvinnulífs og hluti af daglegu lífi fólks. Mikilvægt er því að Íslendingar hafi öruggt aðgengi að rafmagni, í gæðum eins og best gerist ásamt því að gæði upplýsinga séu ítarleg og skiljanleg.  
Mikilvægur þáttur í starfseminni er að brugðist sé hratt við þjónustubresti eða neyðarástandi. Stöðugar umbætur og eftirfylgni ná til allra starfseminnar þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og kröfur, bæði lagalegar og samfélagslegar væntingar sem tengjast starfseminni. Stuðlað er að því að minnka áhættur í rekstri og vinna markvisst að því að hafa gæðaskjöl skýr. Samskipti okkar einkennast af gildum fyrirtækisins um  ábyrgð, virðingu og samvinnu.

Mannauðsstefna Landsnets

 
Landsnet leggur áherslu á að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni enda er það mannauðurinn sem leggur grunninn að velgengi fyrirtækisins. 
Markmið Landsnets er að ráða, efla og halda hæfu og ábyrgu starfsfólki og veita því tækifæri til að takast á við spennandi verkefni,  þróast og dafna í faglegu og metnaðarfullu umhverfi.  Lögð er rík áhersla á jafnræði og að allir fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.  
 
Landsnet er annt um vellíðan starfsmanna. Áhersla er lögð á að skapa jákvæða fyrirtækjamenningu með sterkri liðsheild þar sem samskiptin einkennast af gildum Landsnets, ábyrgð, samvinnu og virðingu, opnum og hreinskilnum skoðanaskiptum og öflugri miðlun upplýsinga.  Þannig taka allir þátt í að skapa umhverfi sem er laust við einelti, fordóma og kynferðislega áreitni.
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?