Tölvugerðar myndir af launaflsvirkinu á Klafastöðum

Með tilkomu launaflsvirkisins eykst raforkuflutningsgeta til Grundartangasvæðisins og getur Landsnet þannig svarað aukinni eftirspurn um orkuafhendingu á Grundartanga án þess að byggja fleiri flutningslínur inn á svæðið. Auk þess kemur launaflsvirkið til með að styrkja spennustýringu flutningskerfisins verulega og hefur þar með jákvæð áhrif á raforkugæði og rekstur alls kerfisins. Virkið er staðsett norðvestan við lóð Norðuráls og hugsað sem fyrsti áfangi í endurskipulagningu orkuafhendingar við Grundartanga.

null

null

Staða framkvæmda janúar 2013

null 

Lóð Landsnets og fyrirhuguð virki

Jarðvinnuframkvæmdir við tengivirkið hófust í júlí 2012 þar sem verktakinn Þróttur frá Akranesi sá um jarðvinnu. Í framhaldi af því var samið við Ístak um byggingavirkið. Um er að ræða yfirbyggt álklætt stálvirki, óupphitað, í tveimur hlutum, skipt með steyptum millivegg, annars vegar fyrir 220 kV rofareit ásamt 150 MVA spenni og hins vegar salur fyrir launaflsbúnaðinn. Einnig er um að ræða stjórnkerfahús steypt og upphitað fyrir stjórnbúnað og transistora sem stýra mun launaflsframleiðslunni. 

null

Kolbeinn Kolbeinsson Ístaki og Þórður Guðmundsson Landsneti við undirritun verksamnings.

Um er að ræða -100/+150 Mvar transistorstýrt launaflsvirki (SVC). Virkið er stiglaust frá því að vera 100 Mvar spóla upp í 150 Mvar þéttir. Virkið tengist Norðurálslínu 1 og er spennt niður í 16 kV spennu sem er spennan sem SVC búnaðurinn vinnur á. Áætlað er að spennusetja virkið í september 2013.  

 

 

 

 

Aftur í allar fréttir