Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra hagaðila 22. nóvember Hótel Laugarbakka, Miðfirði 20:00–21:30 23. nóvember Félagsheimilinu Blönduósi 16:30–18:00
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 3 milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Lagning línunnar er mikilvægur hlekkur í nýrri kynslóð byggðalína. Meginmarkmiðið er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu. Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila, rannsóknum og greiningum verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum til að fá betri mynd af verkefninu, möguleikunum og hvernig línuleiðum verður háttað.
Anna Sigga, Elín Sigríður, Erla, Magni, Steinunn og Sverrir bjóða ykkur hjartanlega velkomin á opna fundi um Holtvörðuheiðarlínu 3.