Framkvæmd

Raforkumarkaðurinn er að þróast hratt og mikilvægt er að flutningskerfið geti aðlagað sig að breyttu umhverfi eins og þarf hverju sinni til að geta uppfyllt hlutverk sitt. Þrjár breytingar tóku gildi 1. janúar 2023.

Snjallmælar hjá heimilum
Skilmáli B7 um mæligögn, notkunarferli og notkunarferilsuppgjör 

Vegna aukinnar snjallmælavæðingar dreifiveitna hjá heimilum og smærri fyrirtækjum þá breytum við skilmálum okkar til að auðvelda sendingu, úrvinnslu og meðhöndlun á gögnum og uppgjöri í almennum mælum. Breytingarnar tóku gildi 1. janúar 2023.

Hér er hægt að sjá meira.

Viðmið kerfisþjónustu
- Skilmáli C2 um kerfisþjónustu

Skilgreind hafa verið í skilmála Landsnets um kerfisþjónustu lágmarks viðmið varðandi reiðuafl, reglunarstyrk og reglunaraflstryggingu. Við teljum nauðsynlegt að kveða frekar á um að þjónustan sé nægjanleg til þess að uppfylla lögbundið hlutverk flutningsfyrirtækisins sem skilgreint er í skilmálanum. Landsnet metur þá með kerfisbundnum hætti að lágmarki árlega þörfina fyrir skilgreindri kerfisþjónustu og gefur út viðmið fyrir hvern þátt. Þær breytingar tóku gildi 1. janúar 2023.

Hér er hægt að sjá meira.


Kostnaður við að tengjast flutningskerfinu
-Skilmáli D3 um kerfisframlag

Breytingar á gjaldi virkjana í flutningsgjaldskrá Landsnets öðlaðist gildi 1. apríl 2022. Sú breyting hefur áhrif á útreikninga á kostnaði notenda og virkjana við að tengjast flutningskerfinu. Breytingarnar fela í sér aðlögun að umræddum breytingum og tóku þær gildi 1. janúar 2023.

Hér er hægt að sjá meira.
 

Aftur í allar fréttir