Nú liggur fyrir kostnaður við útboð á orku vegna flutningstapa fyrir þriðja ársfjórðung 2022 og mun gjald vegna flutningstapa verða 33,91 kr. á MWst.
Gjaldið fyrir annan ársfjórðung var 387,73 kr. á MWst. Gjaldið fyrir annan ársfjórðung hækkaði töluvert frá sama tíma í fyrra sökum slæms vatnsárs og lágrar stöðu miðlana en erfiðlega gekk að afla nauðsynlegrar orku. Kostnaður í maí og júní var lægri en gjaldskrártillaga gerði ráð fyrir og því töluvert svigrúm til lækkunar í þriðja ársfjórðungi sem endurspeglast í mjög lágri gjaldskrá fyrir þennan ársfjórðung.
Orka vegna flutningstapa er boðin út á þriggja mánaða fresti og endurspeglar innkaupsverð okkar gjaldskrá vegna flutningstapa hverju sinni. Innkaupsverð okkar á orku vegna flutningstapa er mismunandi milli ársfjórðunga þar sem raforkuverð sveiflast eftir árstíðum.
Aðrir gjaldskrárliðir, en þeir sem eru nefndir hér að ofan, munu haldast óbreyttir.
Hér er tengill í frekari upplýsingar um gjaldskrár Landsnets ásamt gjaldskránni.
Hér er tengill í frekari upplýsingar varðandi útboð á flutningstöpum. .