Framkvæmd
Framadagar eru ætlaðir háskólanemum og er markmiðið að háskólanemar fái tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika varðandi sumarstörf, framtíðarstörf eða verkefnavinnu. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir fyrirtækin til að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn.

Landsnet tók þátt í framadögunum og kom fjöldinn allur af háskólanemum í Landsnetsbásinn til að kynnast fyrirtækinu. Starfsmenn Landsnets voru á staðnum og fræddu nemendur um fyrirtækið og svöruðu spurningum.
Aftur í allar fréttir