Framkvæmdin sem hér um ræðir felst í nýbyggingu 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, frá Akureyri að Hólasandi.

Um verkefnið

Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi.

Skipulagsstofnun féllst á tillögu að matsáætlun með athugasemdum í janúar 2018. Síðan þá hefur staðið yfir vinna við skoðun valkosta í samráði við sveitarfélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila og gerð frummatsskýrslu þar sem áhrifum framkvæmdarinnar er lýst.

Aðalvalkostur felur í sér byggingu 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri og nýs tengivirkis á Hólasandi, alls 72 km leið. Fyrstu 10 km línuleiðarinnar verða lagðir í jörð.

Jarðstrengurinn saman stendur af tveimur strengsettum sem lögð verða í áföngum í sitt hvort skurðstæðið, með slóð á milli, í að meðaltali um 17 m breiðu belti. Loftlínan er borin uppi af 185 M-röramöstrum. Meðalhæð mastra er 23 m og meðalbil milli mastra er 337 m. Framkvæmdinni fylgir lagning um 30 km af nýjum slóðum en einnig verða eldri slóðir nýttar og styrktar. Þörf fyrir fyllingarefni er metin 267.000 m3.

Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. 

Í frummatsskýrslunni er lagt mat eftirtalda þætti: Gróður og vistgerðir, fugla, vatnalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist og ferðamennsku, fornleifar, náttúruverndarsvæði, vatnsvernd og neysluvatn, landnotkun og skipulag, flugöryggi og heilsu og öryggi.

 

 

 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Jens Kristinn Gíslason

Verkefnastjóri

S: 563 9545


Daníel Sch. Hallgrímsson

Verkefnastjóri

S: 563 9338


Friðrika Marteinsdóttir

Verkefnastjóri

S: 563 9547

Landsnet á samfélagsmiðlum


Nýjustu fréttir

Þann 19. september sl. barst álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslu Landsnets sem lögð var fram þann 29. mars sl. Í niðurstöðu álitsins segir: "Í samræmi við 11. gr. laga og 26. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Landsnets sem lögð var fram samkvæmt 10. gr. sömu laga. Skipulagsstofnun telur að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt."

Hægt er lesa álitið í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnunar sjá hér:  http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1454/H%C3%B3lasandsl%C3%ADna%203%20-%20%C3%A1lit.pdf

 

 

 

Næstu fundir

Fundur var haldinn í verkefnaráði 30. sept. þar sem kynnt var álit Skipulagsstofnunar sem gefið var út 19. sept. sl. Næsti fundur hefur ekki verið ákveðin en dagsetning verður auglýst hér.


Opið hús

Landsnet stóð fyrir kynningarfundum á frummatsskýrslu vegna Hólsandslínu 3 dagana 21. - 27. nóvember Opið hús var á tveimur stöðum á Norðurlandi, á Akureyri og Breiðumýri og á Grand hóteli í Reykjavík. Einnig var fundað með verkefnaráði og skipulags- og byggingarnefndum sveitarfélaga á línuleiðinni. Hægt er að nálgast samantektir funda og kynningar hér á síðunni undir samráð


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?