Innviðauppbygging NOV-11
Um verkefnið
Landsnet hefur hafið undirbúning að umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar.Blöndulína 3 er 220 Kv háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún 3. áfanginn í því að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög. Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarbæ
Landsnet hyggst byggja upp flutningskerfi á Norðausturlandi með þremur línum. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð en á þeirri leið eru hafnar framkvæmdir við lagningu hennar, Hólasandslína 3 er síðan fyrirhuguð frá Kröflu til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið u.þ.b. að ljúka.
Þriðja línan er Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Sú lína er rúmlega 100 kílómetrar og er vinna við umhverfismat vegna framkvæmdarinnar í fullum gangi. Fyrir liggur eldra umhverfismat á línuleiðinni en með tilliti til breyttra áherslan í umhverfismati, m.a. kröfu um nánari umfjöllun um valkosti framkvæmda er ætlunin að vinna nýtt umhverfismat fyrir línuna.. Nákvæm útfærsla á línuleiðinni liggur ekki fyrir en undirbúningsferli er að hefjast.
Undirbúningsferlið felst meðal annars í því að eiga samtal við hagsmunaaðila með stofnun verkefnaráðs Blöndulínu 3 þar sem í sitja fulltrúar frá sveitarfélögum, náttúruverndarsamtökum, atvinnuþróunarfélögum og fleiri. Sambærilegir fundir verða haldnir með landeigendum ásamt opnum íbúafundum á svæðinu. Í gegnum samráð og samtal, rannsóknir og greiningar verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fáum betri mynd fæst á hvert verkefnið er, hvað er hægt að gera og m.a. hvernig og hvernig línuleiðinni verður háttað.