þið getið sent post á landsnet@landsnet.is til að fá nyja spurningu inn.

Nei, það er ekki hægt. Gert er ráð fyrir því að Blöndulína 3 verði 220 kV lína. Greiningar Landsnets (og annarra) sýna að ekki sé hægt að hafa nema u.þ.b. 5 km af línunni (tæp 5%) í jarðstreng.

Það er heldur ekki hægt að hafa línuna alla í jarðstreng þó hún væri rekin á 132 kV spennu. Þá er hámarkið rúm 50%.

Rétt er að benda á að strenglögn í Blöndulínu 3 hefur neikvæð áhrif á möguleika til strenglagna á lægri spennustigum í flutningskerfinu, t.d. Dalvíkurlínu.

Jafnstraumstenging milli Akureyrar og Blöndu er óraunhæf. Kemur þar einkum tvennt til: Í fyrsta lagi eru jafnstraumstengingar hvergi nýttar með slíkum hætti, þ.e. sem einn leggur í samfelldu flutningskerfi. Jafnstraumstengingar eru helst notaðar til samtenginga lykilsvæða, svæða sem ekki eru í fasa, í sæstrengjum eða þar sem krafist er mikils og stöðugs orkuflutnings frá einum stað til annars. Í öðru lagi er kostnaður við slíka tengingu afar hár; um 15 milljarðar fyrir endastöðvarnar og 10 – 15 milljarða fyrir strenginn.

Í lokin má bæta því við að þó orkutöp í jafnstraumsstreng séu lægri en í riðstraumsstreng, eru heildartöpin í jafnstraumskerfinu hærri, því orkutöpin í hvorri endastöð jafnstraumskerfisins eru um 1,5%.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?