Desember 2020
Tillaga að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun og gera má ráð fyrir að stofnunin birti ákvörðun sína fyrir lok árs 2020.
Fundur með verkefnaráði Landsnets er á dagskrá 2. desember og opinn fundur með landeigendum á línuleiðinni og öðrum áhugasömum þann 3. desember. Fundarefni er yfirferð umsagna og ábendinga sem fram komu við tillögu að matsáætlun og viðbrögð Landsnet við þeim. Á fundunum verður einnig kynnt niðurstaða minnisblaðs um möguleika jafnstraumstenginga í meginflutningskerfi raforku en minnisblaðið var unnið af sérfræðingum í Háskóla Reykjavíkur að beiðni Landsnets.
Á fundunum með verkefnaráði og landeigendum sem hafa verið fjölmargir á síðustu mánuðum hefur verið boðið upp á hefðbundið fundarform, framsögur og umræður en auk þess hafa verið haldnar vinnustofur þar sem unnið var að SVÓT greiningu á ólíkum leiðum Blöndulínu 3 á milli Blöndu og Akureyrar.
Allar nánari upplýsingar um fundina, kynningar, samantektir o.fl. er að finna undir samráð hér á síðunni.