Innviðauppbygging AUS-09
Neskaupstaður er tengdur með einni háspennulínu, Neskaupstaðarlínu 1 og er tvöföldun tengingarinnar í undirbúningi hjá Landsneti.
Verkefnið felur í sér lagningu nýs 17 km langs, 66 kV jarðstrengs milli tengivirkja Landsnets á Eskifirði og Neskaupstað.
Jarðstrengurinn mun liggja meðfram vegum og í gegnum Norðfjarðargöng, en Landsnet lagði ídráttarrör í göngin í samvinnu við Vegagerðina við gerð gangnana. Þá verða tengivirki á Neskaupstað og Eskifirði stækkuð.
Helstu verkþættir voru boðnir út vorið 2019 og áætlað er að framkvæmdum ljúki árið 2020.