HS Veitur hafa ákveðið að bæta við tveimur 60 MVA spennum (132/33 kV) í tengivirkið Fitjar vegna aukinnar orkunotkunar stórnotandans Advania Data Center.
Ráðist verður í stækkun byggingarinnar til að skapa rými fyrir spennana og annan nauðsynlegan búnað þar á meðal rofa sem Landsnet útvegar. HS Veitur munu alfarið sjá um byggingarhlutann en hlutur Landsnets er að útvega og setja upp 132 kV rofabúnað ásamt tilheyrandi stjórn- og varnarbúnaði og tengja við flutningskerfið. Stækkun á tengivirkinu Fitjar er fyrsti áfangi að framtíðartengivirki.

Samningar:
Orkuvirki setur upp háspennubúnað virkisins og hannar stjórnbúnað, háspennubúnaður kemur frá Hyosung í S-kóreu, fyrsta skipti sem við kaupum búnað þaðan.

Verktími er óvenju stuttur, samið við Hyosung í lok janúar og búnaðurinn kemur til landsins um miðjan júlí. Stefnt að spennusetningu í byrjun september.

Tengiliður

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429 og 696 9930


Víðir Már Atlason

Verkefnastjóri

S: 563 9407

Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?