Innviðauppbygging VEL-14

Landsnet hefur unnið að styrkingu flutningskerfisins á Snæfellsnesi en truflanir á þessu svæði hafa verið tíðar undanfarin ár. Lagður var nýr 66 kV jarðstengur, Grundarfjarðarlína 2, milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og byggð ný tengivirki á Grundarfirði og í Ólafsvík. Virkið á Grundarfirði er komið í fulla notkun og virkið í Ólafsvík og strengurinn, Grundarfjörður – Ólafsvík, fóru í rekstur í byrjun árs 2020.

Með tilkomu Grundarfjarðarlínu 2 (strengnum) næst hringur í 66 kV kerfinu á Vesturlandi sem eykur afhendingaröryggi til muna á svæðinu. Eini veiki hlekkurinn sem eftir stendur er að engin aflrofi er í tengivirkinu á Vogaskeiði fyrir Vogaskeiðslínu 1, Vogaskeið – Vegamót sem gerir það að verkum að ekki er hægt að rjúfa línuna án þess að gera tengivirkið í Vogaskeiði spennulaust.

Landsnet vinnur því að uppsetningu á nýjum aflrofa og verður þá mögulegt að taka út einhverja eina af línunum í hringnum án þess að notendur verði þess varir.

Áætlað er að rofareiturinn verði spennusettur 19. ágúst 2021.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Árni Sæmundsson

Verkefnastjóri

S: 563 9352

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?