Vegna fyrirhugaðrar breikkunar og lækkunar Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði þarf Landsnet að flytja Hafnarfjarðarlínu 1 á 1 km löngum kafla. HF1 tengir tengivirkin Hamranes og tengivirki Öldugötu í Hafnarfirði með 132 kV jarðstreng. Strengurinn verður færður til suðurs þannig að hann liggi samsíða Ásbraut að þverun undir Reykjanesbraut.

Þar sem þetta er eina tenging Landsnets á milli Hamraness og Öldugötu, verður afhending raforku framkvæmd í gegnum kerfi HS Veitna og valinn sá tími ársins þegar álag raforku er í lágmarki. Til að tryggja afhendingaröryggi, verða keyrðar varaaflstöðvar á þeim tímum þegar álag í kerfinu hækkar.
Allt kapp verður lagt á að áhrif þessarar framkvæmdar hafi sem minnst áhrif á raforkunotendur og þau straumrof sem nauðsynleg eru vegna verkefnisins verða framkvæmd að nóttu til.

Landsnets, Vatnsveita Hafnarfjarðar ásamt HS Veitum hafa samvinnu um jarðvegsframkvæmdir, en lagnir fyrirtækjanna liggja mislangt eftir lagnaskurðinum, á um 1 km leið frá Strandgötu ofan við Ástörn að Ásbraut og meðfram henni, undir Reykjanesbraut og norður fyrir Kirkjugarð.

Gert er ráð fyrir að jarðvinnu og lagningu strengja ljúki í júní og að tenging nýja strengsins fari fram um miðjan júlí 2019. Frágangi öllum verði svo lokið um miðjan ágúst.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Víðir Már Atlason

Verkefnastjóri

S: 823 4773

Landsnet á samfélagsmiðlum


Næstu fundir

Enginn fundur hefur veirð ávkeðinn.


 
Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?