Innviðauppbygging HÖF-08

Vegna aukinnar orkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi er þörf á að styrkja tengingar á milli þessara svæða. Horft er til þess að tengja betur virkjanir á Þjórsársvæðinu og Hengilsvæðinu við svæði sem nýta mest rafmagn á suðvesturhorni landsins.

Núverandi raflína á milli þessara landshluta er Brennimelslína 1, frá tengivirki Landsnets á Geithálsi ofan Reykjavíkur að Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Línan er 220 kV loftlína, byggð árið 1977. Frá Þjórsársvæðinu liggja tvær 400 kV loftlínur, önnur að Hvalfirði norðanverðum en hin um Hellisheiði að Geithálsi og tengir Brennimelslína þessa tvo mikilvægu staði í raforkuflutningskerfinu.

Til skoðunar eru ólíkir möguleikar sem kom til greina til að tengja virkjanasvæðin betur við þéttbýlið á suðvesturhorninu. Einn valkostur (A) er að auka flutningsgetu Brennimelslínu 1 með því að setja flutningsmeiri leiðara á línuna. Annar möguleiki (B) er að leggja 220 kV jarðstreng frá Geithálsi um Kjalarnes og stystu leið yfir í norðanverðan Hvalfjörð. Þá er enn einn kostur (C) að endurbyggja strax Brennimelslínu 1 sem 400 kV loftlínu og ljúka þannig 400 kV hringtengingunni.

Þeir kostir sem gera ráð fyrir flutningsaukningu með 220 kV spennu munu seinka þörf á spennuhækkun Brennimelslínu 1 í 400 kV. Kerfisleg forsenda jarðstrengsins er áframhaldandi rekstur Brennimelslínu 1 sem loftlínu. Aðrir raunhæfir kostir sem mögulega koma í ljós við framvindu verkefnisins, til dæmis frá hagsmunaaðilum, verða teknar til skoðunar og geta komið til álita sem valkostir við mat á umhverfisáhrifum.

Tengiliður

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: S: 563 9429 og 696 9930


Smári Jóhannsson

Verkefnastjóri

S: s: 563 9399

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?