Það er mikilvægt að vinna að undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1 í sem bestu samráði og samvinnu við samfélagið í heild sinni. Í því markmiði höfum við sett af stað verkefnaráð, samráðsvettvang þar sem helstu hagsmunaðaðilar fyrir utan landeigendur koma saman með reglulegu millibili. Samráð við landeigendur verður með svipuðum hætti, í formi reglulegra kynninga- og samráðsfunda auk annara samskiptaleiða sem best henta hverju sinni. Auk þessa verða haldnir opnir kynningar- og upplýsingfundir fyrir íbúa og alla þá sem áhuga hafa á málinu.

Markmiðið með stofnun þessar vettvanga er að tryggja virkara samtal, skilning og betra upplýsingaflæði milli hagsmunaaðila í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdir á okkar vegum. Við hvetjum alla aðila til að fylgjast með hér á heimasíðunni þar sem upplýsingar um framvindu verkefnsins verða settar inn sem og fundargerðir og annað sem viðkemur verkefninu.

Hægt er senda inn fyrirspurnir og ábendingar undir „senda ábendingar“ og verður því svarað eins og fljótt og við verður komið og birt undir hnappnum "Spurt og svarað" á forsíðu verkefnsins. Bendum einnig á fésbókarsíðu Landsnets en þar eru nýjustu fréttir er varða starfsemi fyrirtækisins uppfærðar daglega.
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?