Undirbúningur verkefnisins hófst með opnum rafrænum kynningarfundi 25. mars 2021. Sama dag fundaði verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 1 (HH1)  í fyrsta sinn.

 Í byrjun júní voru fundir þar sem verkefnaráði og landeigendum á svæðinu bauðst að leggja fram hugmyndir að valkostum um línuleið og koma á framfæri ábendingum um svæði sem fólki þykir á einhvern hátt hafa sérstakt gildi. Einnig voru umræður um tilgang framkvæmdarinnar, þörf á uppbyggingu og fleira sem málið varðar. Í kjölfarið var opnuð vefsjá þar sem leggja mátti inn ábendingar og hugmyndir að valkostum. Opið var fyrir ábendingar frá 21. júní til 9. ágúst.

Nú stendur yfir úrvinnsla á framkomnum hugmyndum og ábendingum. Næsta skref er að Landsnet mun leggja fram tillögur að valkostum, byggt á niðurstöðum samráðsins. Gert er ráð fyrir að tillögur liggi fyrir á haustmánuðum


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?