Innviðauppbygging SUL-02

Landsnet hyggst styrkja möguleika flutningskerfisins á Suðurlandi, þar sem álag hefur vaxið hratt á síðustu árum, með tengingu 220 kV flutningskerfisins við 66 kV svæðiskerfið. Nýtt yfirbyggt tengivirki, Lækjartún verður reist austan Þjórsár, sem tengist 220 kV Búrfellslínu 2 og tengist báðum hlutum 66 kV kerfisins í landshlutanum. Einnig er áformað að Selfosslína 2 verði sett í jörð á um 16 km löngum kafla á milli Hellu og Lækjartúns.  Selfosslína 2 verður þá tengd við tengivirkið með um 1 km löngum, 66 kV jarðstreng. 
 
Framkvæmdir við byggingu tengivirkis eru í fullum gangi og er áætlað að bygging verði tilbúin fyrir uppsetningu rafbúnaðar í lok ágúst.

Framleiðsla rafbúnaðar og hönnun stjórnbúnaðar virkisins eru í fullum gangi, en áætlað er að virkið verði spennusett í febrúar 2022.

Framleiðslu 132 jarðstrengs á milli Lækjartúns og Hellu er lokið og hefst útlögn fljótlega eftir páska, en verktaki hefur í vetur undirbúið verkið með slóðagerð og borun undir vegi og læki á lagnaleiðinni. Framleiðslu spennis er að ljúka og verður hann fluttur til landsins í maí.

 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Víðir Már Atlason

Verkefnastjóri

S: 563 9407

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?