Árið 2018 stóð til að hefja byggingu tveggja nýrra loftlína, Lyklafellslínu 1 frá fyrirhuguðu nýju tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og Ísallínu 3 frá tengivirkinu við Hamranes að Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru forsenda þess að hægt sé að rífa Hamraneslínu 1 og 2 frá Geithálsi að Hamranesi og Ísallínu 1 og 2 frá Hamranesi að álverinu í Straumsvík. 

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi hins vegar í lok mars 2018 úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og því var óhjákvæmilegt að framkvæmdum yrði frestað. Í kjölfar úrskurðarins hófst undirbúningur að færslu Hamraneslína 1 og 2, á um 2 km löngum kafla, þar sem þær liggja næst byggðinni við Hamranes í Hafnarfirði.
 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Þórarinn Bjarnason

Verkefnastjóri

S: 563 9359

Landsnet á samfélagsmiðlum


Næstu fundir

Enginn fundur hefur veirð ávkeðinn.


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?