Vegna fyrirhugaðrar breikkunar Vegagerðarinnar á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ þarf Landsnet að flytja Nesjavallalínu 1, 132 kV jarðstreng,  á um 2 km löngum kafla.

Strengurinn liggur að hluta til undir og í vegöxl vegarins þar sem hann mun breikka og stendur til að leggja nýjan streng utan vegar á þessum kafla.   Framkvæmdum verður skipt í tvo hluta eftir fyrirætlunum Vegagerðarinnar, annars vegar milli  Skarhólabrautar og Langatanga sem lagður var sumarið 2019 og milli Langatanga og Reykjavegar sem lagður verður árið 2020.  

Nýr strengur var tengdur (fyrri hluti) í júní 2019 og aftur (seinni hluti) árið 2020.

 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Bjarni Jónsson

Verkefnastjóri

S: 840 4558

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?