Innviðauppbygging HÖF-04
Janúar 2020
Loftlínuhluti Rauðavatnslínu 1 hét áður Elliðaárlína sem byggð var árið 1953 og lá að virkjuninni í Elliðaárdal um Árbæjarhverfið. Í áranna rás hefur loftlínan verið rifin í áföngum í tengslum við þróun byggðar og nú er eingöngu leggurinn næst Geithálsi eftir. Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets en loftlínuhluti Rauðavatnslínu 1 er 66 ára gamall og því kominn tími á endurnýjun þess hluta. Sá hluti sem endurnýjaður verður í ár er frá Geithálsi að Aðveitustöð 12 við Rauðavatn.
Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja áreiðanleika afhendingar raforku á höfuðborgarsvæðinu og minnka líkur á myndun flöskuhálsa með því að endurnýja þessa 66 ára gömlu loftlínu með nýjum jarðstreng.
Framkvæmdir eru áætlaðar í sumar 2020