Innviðauppbygging AUS-05, -07, -16, -17 og -30


Í kjölfar rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi jókst álag á flutningskerfið þar mikið og til að bregðast við því og auka flutningsgetu var ákveðið að spennuhækka línur og tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum, frá Hryggstekk um Stuðla í Reyðarfirði og að Eyvindará um Eskifjörð, úr 66 kV upp í 132 kV.
Samkvæmt þingsályktunartillögu að aðgerðaráætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem samþykkt var í maí 2017 eiga raforkuinnviðir fyrir notkun fiskimjölsverksmiðja að vera til staðar og fellur þetta verkefni að því markmiði.

Fyrri liður Landsnets í spennuhækkun hringtengingarinnar var að spennuhækka Stuðlalínu 2, frá Hryggstekk í Skriðdal að Stuðlum í Reyðarfirði, ásamt því að bæta 132 kV spennustig við tengivirkið þar og var sá áfangi tekinn í notkun í ársbyrjun 2014. Þá var 66 kV strengendum skipt út fyrir 132 kV strengi í Stuðlalínu 2 og Eskifjarðarlínu 1 á árinu 2016.

Síðari liður verkefnisins er spennuhækkun frá Stuðlum að Eyvindará við Egilsstaði sem kallar á byggingu nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eskifirði með fjórum 132 kV reitum og tveim 50 MVA spennum, byggingu nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eyvindará með þremur 132 kV reitum sem og breytingar á tengivirki á Stuðlum. Þá var Eskifjarðarlína 1 lögð í jarðstreng á tæplega 2 km löngum kafla við tengivirkið á Eyvindará.

Framkvæmdir hófust vorið 2019 og lýkur sumarið 2021.

 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429/696 9930


Bjarni Jónsson

Verkefnastjóri

S: 563 9351


Sverrir Ingi Sverrisson

Verkefnastjóri

S: 563 9398

Landsnet á samfélagsmiðlum


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?