Innviðauppbygging VEF-16

Tengivirkið í Breiðadal var tekið í notkun árið 1986 en rekstur þess hefur hefur verið erfiður  undanfarin ár vegna seltu, snjósöfnunar og ísingar. Virkið er mikilvægur tengipunktur þar sem kemur saman eina tenging Ísafjarðar og Bolungarvíkur við meginflutningskerfið um Breiðadalslínu 1, sem liggur á milli Breiðadals og Mjólkárvirkjunar. 

Fyrirhugað er að endurnýja tengivirkið í Breiðadal þar sem byggt verður nýtt yfirbyggt 66 kV gaseinangrað tengivirki, með 4 rofareitum ásamt rými fyrir einn viðbótarrofareit, á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022 og spennusetning verði í árslok 2023.  

Tengiliðir

Sverrir Ingi Sverrisson

Verkefnastjóri

S: 563 9398


Bjarni Jónsson

Verkefnastjóri

S: 563 9354

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?