Innviðauppbygging NOV-16

Tengivirkið í Hrútatungu liggur nálægt botni Hrútafjarðar við Hrútafjarðará. Virkið er hefðbundið útivirki sem var tekið í notkun 1979 og er því orðið yfir 40 ára gamalt. Það er mikilvægur tengipunktur þar sem Vesturlína (GL1) tengist 132 kV byggðarlínuhringnum. Fyrirkomulagið er stálútivirki með einföldum teini með framhjáhlaupsrofum.

Spennustig er 132/19 kV. 132 kV reitirnir eru fjórir, þrír línureitir HT1 (Hrútatungulína 1, liggur að Vatnshömrum í Borgarfirði), LV1 (Laxárvatnslína 1, liggur að Laxárvatni í Húnavatnshreppi), GL1 (Glerárskógarlína 1, –liggur að Glerárskógum í Dalabyggð) og einn spennareitur SP1 (að 132/19 kV 10 MVA spennir í eigu RARIK).

Virkið fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og hefur því verið ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt 132 kV gaseinangrað tengivirki með tvöföldum teinum á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Pétur Örn Magnússon

Verkefnastjóri

S: 892 8303

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?