Innviðauppbygging VEF-16

Verkefnið snýr að endurnýjun á tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Vestfjörðum. Tengivirkið í Breiðadal er mikilvægur tengipunktur þar sem kemur saman eina tenging Ísafjarðar og Bolungarvíkur við meginflutningskerfið um Breiðadalslínu 1, sem liggur á milli Breiðadals og Mjólkárvirkjunar. Tengivirkið var tekið í notkun árið 1986 en hefur verið til mikilla vandræða undanfarið vegna seltu, snjósöfnunar og ísingar.


Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets en ástand virkisins er bágborið og er farið að vera ógn við afhendingaröryggi á Vestjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að tryggja áreiðanleika raforkuafhendingar á norðanverðum Vestfjörðum.


Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja afhendingaröryggi á norðanverðum Vestfjörðum þar sem öll fæðing inn á svæðið fer í gegnum Breiðadal.

Tengiliðir

Aðalsteinn Guðmannsson

Verkefnastjóri

S: 563 9320

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?