Innviðauppbygging

Tengivirki Landsnets við Korpu í Reykjavík var tekið í notkun 1975 og eru elstu hlutar því orðnir yfir 45 ára gamlir. Eldri aflrofar virkisins eru komnir yfir hefðbundin líftíma. Mikil selta er á svæðinu og fór virkið til að mynda út í nóvember 2012 vegna seltuveðurs og varð rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur. Tengivirkið er eitt af mikilvægustu tengivirkjum Landsnets og sér þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja fyrir raforku. 

Áætlað er að reisa nýtt yfirbyggt 132 kV gaseinangrað tengivirki með tvöföldum teinum, teinatengirofa og sex reitum. Gert verður ráð fyrir stækkunarmöguleika um einn reit. Ný tengivirkisbygging verður reist á lóð fyrra virkis og áætla Veitur að reisa þrjú spennarými á sama framkvæmdatíma.

Áætlað er að spennusetja haustið 2023.

 

 


  


Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Jón Atli Jóhannsson

Verkefnastjóri

S: 774 8016

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?