Innviðauppbygging SUL-02

Landsnet vinnur að styrkingu flutningskerfisins á Suðurlandi, þar sem álag hefur vaxið hratt á síðustu árum, með tengingu 220 kV flutningskerfisins við 66 kV svæðiskerfið.

Nýtt yfirbyggt tengivirki, Lækjartún er í byggingu austan Þjórsár, sem tengist 220 kV Búrfellslínu 2 og tengist báðum hlutum 66 kV kerfisins í landshlutanum. Einnig er unnið að lagningu Selfosslína 2 í jörð á um 16 km löngum kafla á milli Hellu og Lækjartúns. Selfosslína 2 verður þá tengd við tengivirkið með um 1 km löngum, 66 kV jarðstreng.

Framkvæmdir við byggingu tengivirkis og lagningu strengja hófust vorið 2021 og er spennusetning áætluð í byrjun árs 2022.
  


Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429


Víðir Már Atlason

Verkefnastjóri

S: 563 9407

Landsnet á samfélagsmiðlum


 
Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?