Innviðauppbygging NOV-12, -13 og -14

Vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki er fyrirhugað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki.

Eina tenging Sauðárkróks við flutningskerfið er 66 kV loftlína frá Varmahlíð sem orðin er rúmlega 40 ára gömul og mun tilkoma jarðstrengsins auka orkuöryggi og meira en tvöfalda flutningsgetu að svæðinu. Áformað er að jarðstrengurinn, sem verður um 24 km langur, liggi samsíða núverandi loftlínu hálfa leiðina að Sauðárkróki en við Sauðárkróksbraut nyrðri helming leiðarinnar.

Þá verður núverandi loftlína, Sauðárkrókslína 1, tengd með jarðstreng við nýtt yfirbyggt 66 kV, 4 rofareita tengivirki á Sauðárkróki, sem reist verður austast í bænum. Núverandi tengivirki, sem stendur nærri íbúabyggð, leggst þá af. Í Varmahlíð verður einnig reist nýtt yfirbyggt, 66 kV, 5 rofareita virki á lóð núverandi tengivirkis, bætt við núverandi 132 kV virki og settur upp nýr spennir.

Framkvæmdir hófust haustið 2019 og áætlað er að þeim ljúki árið 2020.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir

Samráðsfulltrúi

S: 563 9429/696 9930


Jens Kristinn Gíslason

Verkefnastjóri

S: s: 563 9545

Landsnet á samfélagsmiðlum


Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?