Traust og faglegt viðskiptasamband

Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu til viðskiptavina okkar og viljum viðhalda góðu viðskiptasambandi við þá byggða á gagnkvæmu trausti og skilning á þörfum. Til að stuðla að traustu viðskiptasambandi gætum við trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leyndar. Viðskiptavinir okkar eru framleiðendur, raforkusalar, dreifiveitur og stórnotendur eins og þeir eru skilgreindir skv. raforkulögum.