Varðar nýjar tengingar og breytingar á núverandi tengingu/fyrirkomulagi
Fyrir liggja greiningar á lausri aflgetu til notenda í áætlun okkar um uppbyggingu á flutningskerfinu (Kerfisáætlun ). Við bendum því á að skoða kerfisáætlun og ef áhugi er fyrir hendi á nánari athugun á tengimöguleika á ákveðinni staðsetningu þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn um forathugun á tengimöguleika.
Þetta fyrirspurnareyðublað listar upp þær upplýsingar sem Landsnet þarfnast til að geta farið í bráðabirgðamat á því hvort tenging uppfyllir helstu kröfur flutningskerfisins og til að geta farið í forathugun á tengimöguleka.
Þetta eyðublað á eingöngu við um virkjanir, dreifiveitur og stórnotendur sem uppfylla ákvæði raforkulaga 65/2003.
Vinsamlegast gefið upp stöðu og áætlanir varðandi neðangreinda þætti. Ekki er óskað eftir afritum af t.d. samningum, skýrslum eða öðrum tilheyrandi vinnugögnum. Eingöngu er óskað eftir upplýsingum á stöðu og áætlunum verkefnisins með t.d. vísun í opinberar upplýsingar þar sem við á. Vinsamlegast upplýsið um forsendur ef einhver þátta á ekki við í ykkar tilfelli.
Landsnet áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á og umsóknaraðili skal veita þær upplýsingar á meðan umsóknarferlinu stendur.
Niðurstöður þeirra greininga sem fram fara eru án skuldbindinga af hálfu Landsnets. Ekki er um eiginlegt tilboð eða samþykki á tengingu að ræða. Niðurstöðurnar gefa gróft mat á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi (e. desktop-research). Niðurstöður geta breyst með t.d. nýjum upplýsingum og nákvæmari greiningum, sem er þó ekki farið í á þessu stigi.
Við gætum trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynd fari.