Ertu nýr aðili á raforkumarkaðnum, það er að mörgu að huga og hér eru upplýsingar sem gætu hjálpað þér.

  • Hverju þarf að huga að þegar tengjast þarf flutningskerfinu
  • Þú þarft að vera einn af þeim sem geta tengst flutningskerfinu

Tengingar við flutningskerfið verða að uppfylla tæknilegar kröfur sem settar eru fram í netmálum Landsnets. Netmálar eru skilmálar sem Landsnet setur til að uppfylla ákvæði raforkulaga um t.d. flutningsgetu, öryggi og gæði flutningskerfisins. Netmálar Landsnets tryggja einnig jafnræði meðal viðskiptavina okkar og skilgreina réttindi og ábyrgðir Landsnets og viðskiptavina.

Ósk um tengingu við flutningskerfið krefst umsóknar

Landsnet getur ekki ábyrgst nákvæman tíma sem það tekur að tengja aðila og fram að gangsetningu. Það er margt sem getur haft áhrif og hvert verkefni skoðað sérstaklega. Staða verkefnis hjá nýjum aðila hefur mikil áhrif og einnig hvaða ráðstafanir flutningsfyrirtækið þarf að gera.

Hverjir geta tengst flutningskerfinu

Viðskiptavinir Landsnets eru dreifivetur, virkjanir og stórnotendur. Stórnotandi sem notar innan þriggja ára á einum stað a.m.k. 80 GWst á ári getur tengst flutningskerfinu beint. Orkuminni notendur tengjast beint við dreifiveitu. Virkjanir sem eru stærri en 10 MW ber að tengjast flutningskerfi Landsnets en virkjunum undir 10 MW er heimilt að tengjast beint við dreifiveitu. Öllum dreifiveitum ber að tengjast flutningskerfinu beint. 

Umsóknarferlið

Hafðu samband við okkur og sendu inn fyrirspurn. Það er hægt að senda fyrirspurnina á landsnet@landsnet.is

Við hefjum viðræður og sendum þér eyðublað til útfyllingar vegna fyrirspurnarinnar þar sem fram koma þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum farið í forathugun á því hvort tenging uppfylli tilsettar kröfur og hvað þarf til að tengja nýjan viðskiptavin við flutningskerfið.

Þegar verkefnið er talið fýsilegt af báðum aðilum, tæknilega, fjárhagslega og vegna annarra þátta hefjast formlegar samningaviðræður. Unni hefur verið að því að einfalda samninga og taka ákvæði og flytja í netmála Landsnets. Því er mikilvægt að kynna sér netmálana vel. Það er gert til að auka gagnsæi og tryggja jafnræði meðal viðskiptavina okkar.

Landsnet fer ekki í neinar fjárhagslegar skuldbindingar fyrr en öllum fyrirvörum í flutningssamningi hefur verið aflétt. Þá er hafist handa við framkvæmdir og í kjölfarið er gagnsett og rekstur getur hafist.

Kröfur/Netmálar

Mikilvægt er að kynna sér tilheyrandi netmála Landsnets þar sem tekið er á kröfum og fyrirkomulagi tengingar, reksturs og uppgjörs. 

 

Möguleg orkuafhending frá meginflutningskerfinu

 

Mynd 1: Mögulegur aflflutningur í meginflutningskerfinu. Gert er ráð fyrir ótakmörkuðu framboði af orku. Tengivirkin sem sýnd eru á myndinni eru takmörkuð við meginflutningskerfið, N-0 afhendingu og núverandi stöðu flutningskerfisins. Mögulegur aflflutningur í dreifikerfinu er ekki sýndur en takmarkast við Selfoss 50 MW, Þorlákshöfn 30 MW og Hveragerði 30 MW. Myndin miðast við gögn frá 9.3.2018.

Athugið: Staðan á myndinni að ofan getur breyst ört þar sem markaðurinn í dag er á mikilli hreyfingu. Því er mikilvægt að hafa samband við okkur og fá staðfestingu á því hvar er laus tenging við flutningskerfið á hverjum tíma. Tenging við flutningskerfið er ekki staðfest án skuldbindingar frá báðum aðilum.

Tafla 1: Mögulegt afl í flutningskerfinu varðandi nýtingu og gróft mat á kostnaði við tengingu við flutningskerfið. Tengivirki eru takmörkuð við núverandi stöðu í flutningskerfinu og N-0 afhendingu. Þar sem hámarks afl er ekki skilgreint, er það sýnt á mynd 1 hér að ofan. Kostnaður er gróflega áætlaður miðað við kostnaðargögn og getur tekið breytingum enda er kerfið að taka sífelldum breytingum. Við munum reyna okkar besta að uppfæra þessar upplýsingar en vinsamlegast takið til greina að þessar upplýsingar eru aðeins birtar til að upplýsa og ekki er hægt að nýta þær í öðrum tilgangi. Vinsamlegast hafið samband við Landsnet fyrir frekari upplýsingar.

Þörf á fjárfestingu er tekin saman í töflunum hér að neðan og gróf áætlun er endurspegluð í töflu 1. Niðurspenningarkostnaðurinn í töflu 1 er áætlaður miðað við að Landsnet sjái um niðurspenninguna. Hinsvegar er niðurspenning valkvæð, það er að setja Landsnet getur séð um niðurspenninguna, viðskiptavinur eða þriðji aðili.

Fjárhagsleg skuldbinding sem er þörf á svo að viðskiptavinur geti tengst kerfinu er sýnd hér að neðan, sjá tengikostnað.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?NoYes
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?