Viðskiptaráð

Framtíðarsýn okkar er "rafvædd framtíð í takt við samfélagið". Til að geta stefnt að þeirri sýn þá þarf að fylgjast með þörfum markaðarins og aðlaga viðskiptaumhverfi okkar eftir þörfum. Einn vettvangur er viðskiptaráð Landsnets, en það er formlegur ráðgefandi vettvangur samráðs og umræðu um þróun raforkuflutningskerfisins og framtíðarþarfir viðskiptavina okkar.

Viðskiptaráð var stofnað 12. júní 2019 eftir að eldra viðskiptamannaráð Landsnets var formlega lagt niður. Fyrsti fundur í viðskiptaráði var 18. september 2019.

Formaður viðskiptaráðs er Svandís Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu og -þróunar.

Allir viðskiptavinir okkar hafa fulltrúa í viðskiptaráði sem þeir skipa sjálfir. Óskað hefur verið eftir tilnefningu frá viðskiptavinum okkar í ráðið. 

Breytingar á listanum skulu berast til Svandísar Karlsdóttur forstöðumanns viðskiptaþjónustu og -þróunar, svandis@landsnet.is.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?