Netmáli um kerfisþjónustu (C2)

Aukið aðgengi notenda að kerfisþjónustu og aukin samkeppni á markaði

Netmáli um kerfisþjónustu skilgreinir þá þjónustu, reiðuafl, reglunarafsltryggingu og varaafl, sem Landsnet þarf að kaupa til að tryggja öryggi flutningskerfisins og þá aðila sem geta boðið hana. Í núgildandi netmála (útg. 1.0) er framleiðendum eingöngu heimilt að bjóða upp á slíka þjónustu.

Markmið endurskoðunar á netmálanum er að tryggja aukið aðgengi mismunandi viðskiptavina okkar að kerfisþjónustu og auka samkeppni á markaði. Viðskiptaumhverfið og tækni er að þróast og er mikill áhugi meðal stórnotenda að bjóða slíka þjónustu. Eftir breytingar á netmálanum er séð fram á að bæði framleiðendur og stórnotendur sem tengjast flutningskerfinu geta, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, boðið kerfisþjónustu.

Þar sem enginn stórnotandi bíður slíka þjónustu í dag er mikilvægt að stórnotandi og Landsnet vinni saman að rannsóknarverkefni til að skilgreina tæknilegar kröfur til þeirra.

Fyrstu drög annarar útgáfu netmálans hafa lokið umsagnarferli hjá viðskiptavinum okkar og er vinnu við að svara öllum athugasemdum og uppfærslu á netmála eftir þörfum einnig lokið. Uppfærð netmáladrög hafa verið send til Orkustofnunar til samþykktar. 

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

Tímaplan

Markmið og ritun á drögum á skilmála um kerfisþjónustu útg. 2.0 var unnið árið 2017  

Umsagnarferli viðskiptavina hófst 12. janúar 2018 og lauk 27. febúar 2018

Unnið var úr athugasemdum viðskiptavina 2018-2019

Netmáli um kerfisþjónustu útg. 2.0 var sendur til samþykktar til Orkustofnunar 10. júlí 2019

Gildistaka á útg. 2.0 af netmála um kerfisþjónustu var árið 2019.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?