Almennir skilmálar Landsnet (A1)

Upplýsa viðskiptavini um þá ábyrgð sem Landsnet krefst þegar nýir viðskiptavinir tengjast flutningskerfinu

Netmáli Landsnets um almenna skilmála skilgreinir réttindi og skyldur Landsnets við viðskiptavini sína og réttindi og skyldur viðskiptavina til Landsnets hvað varðar flutning rafmagns, kerfisstjórnun og viðskiptasamninga.

Í núgildandi netmála er ekki fjallað um þá ábyrgð sem Landsnet krefst af nýjum viðskiptavinum sem vilja tengjast flutningskerfinu. Í nýjum netmála er þeirri skilgreiningu bætt við. Sú ábyrgð miðar við þann kostnað sem Landsnet verður fyrir við inntöku á nýjum viðskiptavini og þeim framtíðar skuldbindingum sem Landsnet tekur á sig í tenglum við uppbyggingu netkerfisins í takt við áætlanir viðskiptavinar.

Búið er að rita drög að nýjum netmála og er hann nú í rýni innanhúss. Næsta skref er svo að fá hann samþykktan innanhúss áður en hann fer í rýni til viðskiptavina Landsnets.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

Tímaplan

Ritun og samráð [áætlað árið 2021]

Umsagnarferli viðskiptavina []

Áætluð gildistaka er árið []

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?