Endurskoðun á gjaldskrá upprunaábyrgða

Aukið gagnsæi á gjaldi við útgáfu, inn-/útflutning og afskráningu upprunaábyrgða

Upprunaábyrgðir (græn skírteini) hafa verið gefin út á Íslandi frá 2012. Útgáfa upprunaábyrgða hefur verið að aukast undanfarin ár og er nú svo komið að nánast öll framleiðsla frá vottuðum virkjunum er gefin út. Afskráning upprunaábyrða á Íslandi hefur verið að aukast sem staðfestir notkun á endurnýjanlegri orku á Íslandi. Líkleg ástæða fyrir þessari aukningu gæti verið að farið er að líta jákvæðari augum á þau sem vottunarstimpil fyrir notkun endurnýjanlegrar orku ásamt því að söluverðmæti þeirra hefur aukist.

Allar virkjanir sem tengdar eru flutningskerfinu eru vottaðar. Einnig eru nokkrara smávirkjanir (<10 MW) sem eru tendar dreifiveitum vottaðar og borið hefur á miklum vilja eigenda annarra smávirkjana að öðlast vottun til að geta selt upprunaábyrgðir.

Eldri gjaldskrá hafði staðið óbreytt frá því útgáfa á upprunaábyrgðum hófst árið 2012 en á þessum tíma hefur orðið mikil þróun á markaði og ábendingar þess efnis hafa komið frá viðskiptavinum. jjj

Í því ljósi var sett af stað verkefni til þess að skoða gjaldskránna með tilliti til kostnaðar, gagnsæis, samkeppni innlendra og erlendra útgáfu og afskráningar innanlands. 

Markmið með breytingu gjaldskrára var:

  • Auðvelda aðkomu smærri virkjana (< 10MW) m.t.t. vottunar
  • Stuðla að sanngjarnri samkeppni innlendra og erlendra útgáfu og afskrifta innanlands.
  • Endurspegla þann kostnað sem fellur til vegna útgáfu skírteina hjá Landsneti einnig fyrir hönd AIB, sem eru samtök útgefenda upprunaábyrgða, og Grexel sem hefur umsjón með þeim hugbúnaði sem Landsnet notar vegna útgáfu upprunaábyrgða.
  • Auka gagnsæi

Ný gjaldskrá tók gildi þann 1.apríl 2019.

Breytta gjaldskrá má sjá í töflunni hér að neðan:

*Skírteini sem afskráð eru á Íslandi vegna notkunar erlendis (EX-domain) bera afskráningargjald upp á 1,6 kr./MWh.

Tímaplan

Endurskoðun gjaldskrár og greiningar [2018]

Upplýsingagjöf til viðskiptavina og tengdra aðila um breytingar [byrjun árs 2019]

Ný gjaldskrá tók gildi þann 1.apríl 2019

Annað efni

Á heimasíðu AIB er hægt að skoða gjöld vegna útgáfu skírteina annara landa sem sjá um útgáfu skírteina.

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?