Gjaldskrá Landsnets (B1)

Núverandi uppbygging á gjaldskrá Landsnets hefur verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins árið 2005. Umhverfið er að breytast hratt og ákveðnir drifkraftar, innanlands sem utan, hafa áhrif á ákvörðun um endurskoðun. Má þar nefna alþjóðlega drifkrafta og evrópska löggjöf, innlenda drifkrafta svo sem hreyfingar á orkumarkaði, möguleg orkustefna, breytingar á viðskiptaumhverfi og stærð og eðli viðskiptavina.

Önnur lönd og flutningsfyrirtæki standa einnig frammi fyrir þeirri áskorun að meta hvernig flutningsgjöld geta stutt raforkumarkaðinn í að mæta stefnu stjórnvalda. Flutningsgjaldskrá ber að veita hvata til að lágmarka heildarkostnað raforkukerfisins á sama tíma og horft er til annarra víðari markmiða eins og gæta jafnvægis milli efnhagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. 

Markmið endurskoðunar er annars vegar að meta áskoranir á núverandi uppbyggingu á gjaldskrá með hagsmunaðilum og meta þörf á nauðsynlegum breytingum til að tryggja að gjaldskráin þjóni tilgangi sínum og hlutverki og geti aðlagast framtíðaráskorunum. 

Við fengum erlenda ráðgjafa frá ráðgjafafyrirtækinu AFRY (fyrrum Pöyry) til að aðstoða okkur við endurskoðun á flutningsgjaldskránni. Verkefninu hefur verið skipt í tvo áfanga.

Áfangi 1: Markmið áfanga 1 er að meta áskoranir á núverandi gjaldskráruppbyggingu. Það var gert í samráði við hagsmunaaðila raforkumarkaðarins þar sem styrkleikar og veikleikar á núverandi uppbyggingu voru metnir ásamt því að bera kennsl á væntanlega þróun á íslenska raforkumarkaðnum. Niðurstöður úr áfanga 1 liggja fyrir og er hægt að sjá þær undir Fylgiskjöl hér neðar á síðunni. 

Áfangi 2: Markmið áfanga 2 er að þróa, greina og innleiða mikilvægar breytingar til að tryggja að gjaldskráin þjóni tilgangi sínum og hlutverki. Unnið er í samráði við hagsmunaaðila raforkumarkaðarins. Í nóvember 2020 var áfangaskýrsla I birt, en hún dregur saman vinnuna sem gerð hefur verið, forgangsverkefni og tillögur að fyrstu breytingum. Áætlað er að nánari útfærsla á breytingunum liggi fyrir á fyrsta ársfjórðungi 2021. Áfangaskýrsla I er birt hér neðar á síðunni undir Fylgiskjöl.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

Tímaplan

Áfangi 1, samtal við hagaðila um áskoranir og tækifæri núverandi gjaldskrár [2017-2018]

Áfangi 2, tillögur að breytingum og forgangsröðun verkefna [2019-2020]

Áfangi 2, áfangaskýrsla I um fyrstu tillögur að breytingu birt 13. nóvember 2020. Umsagnaferli er til lok nóvember 2020.

Verkefnaáætlun og innleiðing á fyrstu breytingum [2020 - óstaðfest]

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?