Kerfisframlag (D3)

Kerfisframlag er hlutdeild viðkiptavinar í fjárfestingu vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á flutningskerfinu.

Gefin var út nýr netmáli þann 1.júlí 2018 sem fjallar um kerfisframlag virkjana og stórnotenda sem tengjast flutningskerfi Landsnets. Það er krafa hjá ESA að birta aðferðafræði og útreikninga á kerfisframlagi opinberlega til að tryggja gagnsæi og jafnræði. Með netmálanum er því verið að formfesta þá aðferðafræði sem hefur verið notuð við ákvörðun á kerfisframlagi.

Netmálinn tók gildi þann 1.júlí 2018 eftir staðfestingu ráðuneytis.

Hægt er að nálgast netmálann hér

Tímaplan

Ritun og samráð átti sér stað á árinu 2016

Umsagnarferli viðskiptavina lauk 13. desember 2016

Yfirferð umsagna, uppfærsla netmála og viðbrögð við athugasemdum lauk á árinu 2017

Netmálinn var sendur til staðfestingar hjá ráðuneytinu í byrjun febrúar 2018

Gildistaka var 1.júlí 2018

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?