Netmáli um tæknilegar kröfur vinnslueininga sem tengjast flutningskerfinu (D1)

Opnaður möguleiki fyrir vindmyllur að tengjast flutningskerfinu

Netmáli D1 skilgreinir tæknilegar kröfur flutningsfyrirtækisins fyrir virkjanir sem tengjast flutningskerfinu. Eldri netmáli (útg. 1.0) náði yfir vatns- og gufuaflsvirkjanir sem eru stærri en 7 MW.

Vegna aukins áhuga á tengingu vindmylla við flutningskerfið og virkjun smærri virkjana (undir 10 MW) var þörf á að endurskoða eldri netmála. 

Markmið nýja netmálans var að setja inn kröfur fyrir vindlundi og virkjanir sem eru frá 1,5 MW og tengjast flutningskerfinu. Netmálinn hefur verið aðlagaður að netmála ENTSO-E, sem hefur orðið að reglugerð Evrópusambandsins, og að íslenskum aðstæðum þar sem við á. Eftir breytingar geta vindlundir og smávirkjanir tengst við flutningskerfið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

Eftir að ný drög að netmála voru tilbúin og þau höfðu farið í gegnum umsagnarferli með viðbrögðum frá Landsneti vegna athugasemda viðskiptavina var hann sendur til staðfestingar hjá ráðuneytinu. 

Netmálinn tók gildi þann 1.júlí 2018 eftir staðfestingu frá ráðuneytinu.

Hægt er að nálgast netmálann hér.

Tímaplan

Ritun og samráð átti sér stað á árinu 2016

Umsagnarferli viðskiptavina lauk 13. desember 2016

Yfirferð umsagna, uppfærsla netmála og viðbrögð við athugasemdum lauk á árinu 2017

Netmálinn var sendur til staðfestingar hjá ráðuneytinu í byrjun febrúar 2018

Gildistaka af útgáfu nr.2 af netmála D1 var 1. júlí 2018

 

 


 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?