Samskipti aðila á raforkumarkaði

Auknar áherslur á neytendavernd og að efla samkeppni

Auknar áherslur hafa verið á neytendavernd á raforkumarkaði sem er að finna í þriðju raforkutilskipun ESB. Markmiðið er að efla neytendavernd á sviði raforkumála, stuðla að einföldun regluverks og rafrænni stjórnsýslu, og að sama skapi að liðka fyrir aðkomu nýrra aðila á smásölumarkaði raforku en það er mikilvægur liður í því að efla samkeppni á raforkumarkaði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.   

 

Í desember 2019 var gefin út reglugerð nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar. Er þar um að ræða uppfærslu á reglugerð nr. 1050/2004 með sama heiti. 

Margvíslega réttarbót er að finna í reglugerðinni sem snýr m.a. að því að:

  • tryggja rétt neytenda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala,
  • auðvelda notendaskipti með rafrænum hætti og
  • stytta fresti þegar kemur að rétti notanda til að segja upp sölusamningi
  • að sama skapi eru með reglugerðinni lagðar auknar skyldur á sölufyrirtæki og dreifiveitur með það að markmiði að upplýsa neytendur um rétt sinn, leiðbeina þeim með aðgengilegum og sýnilegum hætti, og gæta jafnræðis í hvívetna þannig að ekki sé t.d. vakin athygli notenda á einu sölufyrirtæki umfram annað. 
  • þær breytingar sem reglugerðin kveður á um eru í samræmi við auknar áherslur á neytendavernd sem er að finna í þriðju raforkutilskipun ESB. 
  • einnig miða breytingarnar að því að efla samkeppni á raforkumarkaði og liðka fyrir aðkomu nýrra aðila á smásölumarkað raforku. 

 

Skilmáli Landsnets B6 um samskipti aðila á raforkumarkaði endurspeglar og útfærir reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar. Með skilmálabreytingunni er verið að uppfylla ákvæði relgugerðarinnar. Einnig þarf að gera lítilsháttar uppfærslu á netmála B7 um mæligögn, notkunarferil og notkunarferilsuppgjör. 

 

Ferli við gerð netmála Landsnets er opið og gagnsætt. Allar umsagnir sem berast verða birtar opinberlega á heimasíðunni okkar ásamt viðbrögðum okkar við þeim.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?