Sölumælingar og uppgjör (B2)

Gefin var út netmáli varðandi sölumælingar og uppgjör þann 1.júlí 2020. Fjallar netmálinn um hvernig staðið skuli að uppgjöri og sölumælingum fyrir flutning á raforku. Áður voru ekki til neinar opinberar upplýsingar um fyrirkomulagið.

Markmið með skilmálanum var að ramma inn núverandi vinnulag varðandi sölumælingar og uppgjör fyrir viðskiptavini Landsnets og tryggja þannig gagnsæi og jafnræði. 

Skilmálinn nær t.d. yfir skyldur aðila, ábyrgð og kröfur Landsnets varðandi mælingar og mælabúnað ásamt fyrirkomulagi varðandi uppgjör.

Netmálinn tók gildi þann 1.júlí 2020 eftir staðfestingu Orkustofnunar. 

Hægt er að nálgast netmálann hér

Umsagnarferli viðskiptavina okkar

Umsagnarferlið er opið samráðsferli með viðskiptavinum okkar og undir fylgiskjöl hér að neðan má sjá þær umsagnir sem bárust og svör Landsnets við þeim. 

Umsagnarferli var frá 12. nóvember og lauk þann 9. desember 2019.

Samþykktarferli

Netmálinn var sendur í samþykkt til Orkustofnunnar þann 5.3.2020 og var tók gildi 1.júlí 2020.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is.

Tímaplan

Markmið og ritun: janúar - október 2019

Umsagnarferli viðskiptavina: 12. nóvember - 9. desember 2019.

Umsagnarferli Orkustofnunnar frá 5.3.2020

Gildistaka 1.júlí 2020.

Fylgiskjöl

Netmáli B2 um sölumælingar og uppgjör

Viðbrögð við umsögnum við netmála B2

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?