Þörf og markmið með uppfærðum skilmála
Markmið með uppfærslunni er að setja kröfur til orkulunda um aflstuðul (vindlunda) til samræmis við kröfur annarra flutningsfyrirtækja og uppfylla reglugerð ESB.
- Þörf er á að uppfæra skilmála um tæknilegar kröfur til vinnslueininga til að skilgreina kröfur um hlutfall milli raun- og launaflsvinnslu (aflstuðul, cos(f)) orkulunda.
- Eðli orkulunda er allt annað en virkjana sem við þekkjum og eru í rekstri á Íslandi í dag (sýnkrónrafölum) og eru þeir einnig byggðir upp á annan hátt.
- Víða hafa flutningsfyrirtæki sett aðrar kröfur á tæknilega eiginleika orkulunda enda er lagt upp með það í reglugerð ESB um tengingu vinnslueininga (reglugerð ESB 2016/631).
Ferli við gerð netmála Landsnets er opið og gagnsætt. Allar umsagnir sem berast verða birtar opinberlega á heimasíðunni okkar ásamt viðbrögðum okkar við þeim.
Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is
Tímaplan
Ritun og samráð stóð yfir á árinu 2020
Umsagnarferli viðskiptavina stóð yfir frá 21.10.2020 - 9.11.2020
Skilmálinn var sendur til samþykktar til Orkustofnunar 15.12.2020
Áætluð gildistaka er fyrri hluta árs 2021
Fylgiskjöl
Skilmálar um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (D1) - útgáfa 2.0
Drög til umsagnar / Draft for consultation
DRÖG - skilmáli um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (D1) - útgáfa 3.0 - til umsagnar
DRÖG - skilmáli um tæknilegar kröfur til vinnslueininga (D1) - útgáfa 3.0 með breytingum frá útgáfu 2.0 - til umsagnar
DRAFT - Grid Code Technical requirements for generators (D1) - version3.0 - with track changes from version2.0 - for consultation
DRAFT - Grid Code D1 technical requirements for generators - version3.0 draft - clean - for consultation
Umsagnir og viðbrögð okkar við þeim
Skilmáli D1 - tæknilegar kröfur til vinnslueininga - 3.0 - viðbrögð við umsögnum
Lokaútgáfa af skilmálanum, útg.3.0
Skilmáli D1 um tæknilegar kröfur til vinnslueininga útg. 3.0
Grid Code D1 technical requirements for generators - version 3.0
