Þörf og markmið með uppfærðum skilmála

 

Markmið með uppfærslunni er að setja kröfur til orkulunda um aflstuðul (vindlunda) til samræmis við kröfur annarra flutningsfyrirtækja og uppfylla reglugerð ESB.

  • Þörf er á að uppfæra skilmála um tæknilegar kröfur til vinnslueininga til að skilgreina kröfur um hlutfall milli raun- og launaflsvinnslu (aflstuðul, cos(f)) orkulunda.
  • Eðli orkulunda er allt annað en virkjana sem við þekkjum og eru í rekstri á Íslandi í dag (sýnkrónrafölum) og eru þeir einnig byggðir upp á annan hátt.
  • Víða hafa flutningsfyrirtæki sett aðrar kröfur á tæknilega eiginleika orkulunda enda er lagt upp með það í reglugerð ESB um tengingu vinnslueininga (reglugerð ESB 2016/631).

 

Ferli við gerð netmála Landsnets er opið og gagnsætt. Allar umsagnir sem berast verða birtar opinberlega á heimasíðunni okkar ásamt viðbrögðum okkar við þeim.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

 

Tímaplan

Ritun og samráð stóð yfir á árinu 2020

Umsagnarferli viðskiptavina stóð yfir frá 21.10.2020 - 9.11.2020

Skilmálinn var sendur til samþykktar til Orkustofnunar 15.12.2020

Áætluð gildistaka er fyrri hluta árs 2021 

 

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?