Tenging vinnslueininga við flutningskerfi raforku (D4)

Forsendur sem þurfa að vera til staðar til þess að farið sé í samningaviðræður

Undanfarin misseri hefur eftirsókn eftir tengingu vinnsluaðila við flutningskerfið aukist. Á tilteknum stöðum í flutningskerfinu eru aðstæður þannig að afkastageta er langt undir þeirri eftirspurn sem virðist vera til staðar ásamt því að vinnsluaðilar eru komnir mislangt á veg í ferlinu þegar óskað er eftir tengingu. Þegar eftirspurn eftir flutningsgetu í flutningskerfinu er umfram fyrirliggjandi lausa afhendingargetu kann að þurfa að beita undantekningarákvæði raforkulaga og hafna aðila um tengingu við flutningskerfið. 

Mikilvægt er því að gera ferli við samningsgerð vegna tengingar vinnsluaðila við flutningskerfið skýrt og gagnsætt til hagsbóta fyrir alla sem að slíkum málum koma. 

Markmið með nýjum skilmála er að:

  • setja fram skýrar og gangsæjar leiðbeiningar fyrir vinnsluaðila og þá sem vinna að verkefninu fyrir hönd Landsnets
  • skilgreina þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til þess að gerður verði tengisamingur við framleiðanda raforku sem æskir þess að tengjast við flutningskerfi raforku
  • skilgreina hvaða viðmið beri að leggja til grundvallar beitingu undantekningarákvæðis í raforkulögum sem felur í sér heimild til þess að synja nýjum aðila um aðgang að flutningskerfi Landsnets.

 

Ferli við gerð netmála Landsnets er opið og gagnsætt. Allar umsagnir sem berast verða birtar opinberlega á heimasíðunni okkar ásamt viðbrögðum okkar við þeim. 

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við okkur á netfangið vidskipti@landsnet.is

Tímaplan

Ritun og samráð lauk í maí 2020

Umsagnarferli stóð yfir frá 5.6.2020 - 7.8.2020

Skilmálinn var sendur til samþykktar til Orkustofnunar 7.12.2020

Áætluð gildistaka er fyrri hluta árs 2021

 

Fannst þér efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Landsnets. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?