Við færum þér rafmagnaða framtíð
Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar. Nútímasamfélög treysta á áreiðanlega raforku. Flutningskerfið er þannig lykilinnviður íslensks samfélags og þarf að vera bæði áreiðanlegt og traust. Á sama tíma þarf það að vera byggt upp með nútímalegum hætti og um það þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er. Þær leiðir sem farnar verða þurfa að taka tillit til þarfa samfélagsins ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.
Við erum Landsnet
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og því fylgir mikil ábyrgð. Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar en samhliða því þarf ákvarðanataka að vera gagnsæ og byggja á öflugri upplýsingagjöf, samtali og samvinnu.
Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu, viðskiptavinum og eigendum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Til þess að styðja við það leggjum við megináherslu á þróun raforkumarkaðar, framsýna og skilvirka uppbyggingu raforkukerfisins og samfélagslega ábyrgð þar sem kolefnishlutleysi og lágmörkun umhverfisáhrifa er í fyrirrúmi. Við sýnum vilja í verki með því að þróa lausna- og árangursmiðaða menningu.
Við störfum í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast og tæknin að breytast. Við þurfum að vera tilbúin til að mæta þeim tæknibreytingum sem eru framundan. Það gerum við m.a. með aukinni sjálfvirknivæðingu og stafrænum lausnum. Við treystum á grundvöll ákvarðana með sífellt betri innsýn og greiningargetu. Sveigjanleiki notkunar og nýsköpun á raforkumarkaði verða í lykilhlutverki til að gera okkur kleift að mæta áskorunum framtíðarinnar.
Eftirsóknarverður vinnustaður
Við erum framfaramiðað þekkingarfyrirtæki og leggjum áherslu á að þróa hæfileika og hæfni starfsfólks. Við stuðlum að því að allt starfsfólk eigi möguleika að þróast í starfi með nýjum áskorunum, aukinni ábyrgð og/eða krefjandi verkefnum. Við leggjum áherslu á að starfsfólk sýni frumkvæði og hafi metnað til að þróast í starfi og að það miðli og deili þekkingu og upplýsingum milli sín og til hagaðila. Við höfum gildin okkar, Ábyrgð, Samvinna og Virðing að leiðarljósi við alla okkar vinnu og við beitum framsæknum lausnum og reynum stöðugt að bæta okkur.
Hjá okkur starfar úrvalshópur fólks, um það bil 150 manns, með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndaraðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsfólks og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli.
Er þín framtíð ljós?
Við erum að leita að klárum háskólanemum í ýmis sumarstörf sem tengjast m.a. fjármálum, kerfisstjórnun, upplýsingatækni og verkfræðitengdum verkefnum. Starfstímabil háskólanema er um 3 mánuðir eða samkvæmt frekara samkomulagi. Þetta er frábært tækifæri til að öðlast dýrmæta og einstaka starfsreynslu hjá góðu fyrirtæki.
Lokaverkefni
Háskólanemar sem vilja vinna lokaverkefni sín í samstarfi við Landsnet geta sent fyrirspurnir á mannaudur@landsnet.is eða sent inn umsókn hér
Sögur sumarstarfsfólks
Hér eru nokkrar skemmtilegar sögur af verkefnum sl. sumars: