Flutningskerfi Landsnets
Tilkynningar
- TA111.12.2025 20:16:00Tálknafjarðarlína 1 er komin aftur í rekstur eftir truflun. Ástæða útleysingar var slitin bugt. Skerðingum hjá notendum á skerðanlegum flutningi er því aflétt.
- GYL11.12.2025 17:44:00Búið er að undirbúa viðbrögð í stjórnstöð vegna eldingaveðurs sem mun ganga yfir landið samkvæmt spám kvöld og nótt. Bilun er fundin á Tálknafjarðalínu 1, um er að ræða slitin bugt í einni stæðu. Verið er að koma varaefni á staðinn áður en farið er í viðgerð. Vinna er í gangi að koma rafmagni inn á Tálknafjörð og Barðaströnd með varaafli. Forgangsnotendur á Patreksfirði og Bíldudal eiga að vera komnir með rafmagn frá varaaflsvélum. Útlit er fyrir að 9 stæður séu skemmdar í Breiðadalslínu 1. Verið er að koma viðgerðarefni á staðinn, en veður er slæmt og ekki verður hægt að fara í viðgerð fyrr en veðurútlit skánar. Búið er að finna bilanir á Neskaupstaðalínu 1. Viðgerðaflokkar okkar eru á vettvangi. Ekkert rafmagnsleysi er vegna bilunarinnar. Viðgerð er lokið á Seyðisfjarðarlínu 1 og öllum skerðingum var aflétt kl. 03:19.
- TA111.12.2025 12:19:00Tálknafjarðalína 1 er enþá úti, en búið er að ræsa varaaflsvélar til að sinna forgangsorku. Verið er að skoða línuna og orsök útleysingar.
- TA111.12.2025 11:41:00Tálknafjarðarlína 1 milli Keldeyri og Mjólká leysti út. Rafmagnslaust er út frá Keldeyri og nærumhverfi.
- GYL11.12.2025 10:10:00Spáð er eldingarveðri á Suðausturlandi og Austurlandi, allt frá Mýrdali og austur á Reyðarfjörð. Frá kl 21:00 og til kl 06:00 er hætt á niðurslætti eldinga frá háreistum bakka sem kemur upp á að Suðausturlandi.
- STJ10.12.2025 16:58:00Áraun skýjaísingar til fjalla á flutningslínur Austfjörðum, ofan um 500 m hæðar verður áfram viðvarandi til morguns. Upp úr miðjum degi verður hins vegar markverð veðurbreyting til batnaðar austanlands.
Aflflutningur í flutningskerfi
Heildarflutningur
Reglunarafl
- 220 kV
- 132 kV
- 66 kV
- 33 kV
-
Tengivirki
-
Stórnotendur
- Snið I
- Snið II
- Snið III
- Snið IV
- Snið V
- Snið VI
Síðasta mæling frá:
Framkvæmdir
Smellið á landshluta til að sjá hvaða framkvæmdir eru yfirstandandi og í undirbúningi á svæðinu.