Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og því fylgir mikil ábyrgð

Við tryggjum samfelldan rekstur og stjórnum okkar verkum út frá áhættu. Umhverfismál eru í forgangi og við tökum aldrei áhættu varðandi persónuöryggi. Við beitum skipulögðum starfsháttum. Við vinnum að stöðugum umbótum þar sem stuðst er við alþjóðlega stjórnunarstaðla og uppfylltar eru viðeigandi kröfur, bæði lagalegar og aðrar sem tengjast starfseminni. Við sjáum alltaf tækifæri í að gera betur og gerum okkur grein fyrir því að það er lykilatriði til að ná fram skilvirkni í ferlum og hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri raforkukerfisins