Traust og faglegt viðskiptasamband

Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu til viðskiptavina okkar og viljum viðhalda góðu viðskiptasambandi við þá byggða á gagnkvæmu trausti og skilning á þörfum. Til að stuðla að traustu viðskiptasambandi gætum við trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynd fari. Viðskiptavinir okkar eru framleiðendur, raforkusalar, dreifiveitur og stórnotendur eins og þeir eru skilgreindir skv. raforkulögum.

Grunnþjónusta okkar er örugg afhending raforku frá og til viðskiptavina okkar. Grunnþjónusta okkar er mikilvæg þungamiðja raforkumarkaðarins og styður við uppbyggingu og þróun á rafvæddu samfélagi. Aflstöðvar framleiða rafmagn inn á kerfið sem við flytjum til stórnotenda og dreifiveitna. Á Íslandi er aðeins eitt skilgreint flutningsfyrirtæki sem við eigum og rekum, en mörg dreifikerfi. Einstaka smáar aflstöðvar framleiða einnig beint inn á dreifikerfið og tengjast því flutningskerfinu óbeint í gegnum dreifikerfið.

Orkusölufyrirtækin útvega viðskiptavinum sínum rafmagn, annað hvort með eigin framleiðslu eða kaupum frá öðrum. Slík viðskipti eiga sér yfirleitt stað með tvíhliða samningum milli sölufyrirtækis og framleiðanda en gætu allt eins átt sér stað á raforkumarkaði í kauphöll eins og tíðkast til dæmis á Norðurlöndunum. Orkuvinnslufyrirtækin á Íslandi framleiða flest rafmagn annaðhvort í vatnsafls- eða gufuaflsvirkjunum og mata inn á flutningskerfið.

Dreifiveitur taka við rafmagni frá flutningskerfinu og dreifa því áfram um eigin dreifikerfi til endanlegra notenda á því svæði þar sem þær hafa sérleyfi.

Stórnotendur kaupa rafmagn í miklu magni af sölufyrirtækjum og fá það afhent beint frá flutningskerfinu. Stórnotendur eru þeir sem nota, innan þriggja ára, á einum stað a.m.k. 80 GWst á ári. 

 

Viðskiptavinir Landsnets skiptast í framleiðendur rafmagns, sölufyrirtæki, stórnotendur og dreifiveitur. 

Framleiðendur/Sölufyrirtæki

  • Fallorka
  • HS Orka
  • Landsvirkjun
  • Orka Náttúrunnar
  • Orkusalan

Sölufyrirtæki

  • Íslensk orkumiðlun
  • Orka heimilanna
  • Straumlind
  • Atlantsorka

Stórnotendur

  • ADC
  • Elkem
  • Etix Everywhere Iceland
  • Fjarðaál
  • Norðurál
  • PCC
  • Etix
  • Rio Tinto Alcan
  • TDK Foil Iceland
  • Verne

Dreifiveitur

  • HS Veitur
  • Norðurorka
  • Orkubú Vestfjarða
  • Rarik
  • Veitur

Senda ábendingar